Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 57

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 57
Ríkiseinkasölurnar - og reynslan Ritstjórnargrein ■ Frjálsri verzlun í nóvember 1940 I. Allar hafa þær reynst illa og reynslan hefur orðið dýr. Allir eru orðnir þreyttir á þeim og enginn mælir þeim lengur bót, jafnvel ekki sósialistar, sem mest ráku á eftir að þær væru stofnaðar. Jafnvel eru þeir farnir að sjá, að það er betra fyrir þjóðina að hafa einkafyrirtæki, sem vel er stjórnað, en að hafa ríkisfyrirtæki, sem er illa stjórnað. Framsóknarmenn létu ginna sig sem þursa til að setja hverja einka- söluna á stofn eftir aðra, þótt þeir í hjarta sínu séu á móti öllum slíkum fyrirtækjum nema þeim, sem Sambandið stjórnar. Övin- sældir einkasölunnar eru orðnar svo al- mennar, að enginn vill nú við þær kann- ast, enda er nú öllum ljóst orðið með hví- líkum endemum margar þeirra hafa verið og eru reknar allt til þessa dags. En vegna þess, að skjólstæðingar Framsóknar og Alþýðuflokksins stjórna þessum fyrirtækj- um, þá hefur reynst erfitt enn sem komið er að fá þessar stofnanir lagðar niður. Eru flokkshagsmunir látnir sitja þar í fyrir- rúmi þótt hagsmunir þjóðarinnar séu ann- ars vegar. II. Raftækjaeinkasalan var lögð niður um síðustu áramót samkvæmt samningi milli flokkanna er stjórnarsamvinnan var hafin. Það var sannanlegt, að einkasalan hafi keypt vörur sínar við miklu óhagstæðara verði, en einkafyrirtækjum stóð til boða. Fékk hún alls ekki lægsta heildsöluverð hjá erlendum verksmiðjum og varð því að selja vörur sínar hærra verði en búast hefði mátt við. Auk þess voru vörurnar illa valdar, svo að miklar birgðir höfðu safn- azt fyrir af ýmsum óútgengilegum vörum. Sumir formælendur þessarar einkasölu spáöu því, aö miklir erfiðleikar mundu upp koma við innflutning rafmagnsvara, ef einkasalan yrði afnumin. En þessir spá- dómar hafa ekki rætzt. Nú vinna margir gagnkunnugir og ötulir menn að innflutn- ingi þessara vara. Ef þessir menn hefðu fengið að flytjg, inn raftækin á sama tíma og viö sömu skilyrði og einkasalan, þá hefði vöruverðið stórlækkað. Innflutning- urinn gengur hindrunarlítið eftir því sem nú standa sakir og viöskiptin eru leyst úr hinum óþolandi fjötrum þóttafullra einka- sölubúðarsveina. III. Það má segja, að landhreinsun hafi ver- ið gerð með afnámi raftækjaeinkasölunn- ar. — Væri full þörf á að fleiri einkasölur færu sömu leiðina. Af nógu er að taka: Tóbakseinkasala, áfengiseinkasala, við- tækjaeinkasala, fræ-einkasala, grænmetis- einkasala og bifreiðaeinkasala. Mörgum er það ráðgáta hversvegna sumum þessara einkasala er viðhaldið, þótt almennt sé viöurkennt að þær hafi engan tilverurétt. Má þar til nefna grænmetis-, fræ-, við- tækja- og bifreiðaeinkasölurnar, sem flest- ar eru sammála um að hafi aldrei verið til annars en ógagns. Hinsvegar eru menn ekki jafn almennt sammála um gagnsleysi hinna einkasalanna og skiptast um það í flokka eftir stjórnmálaskoöunum. Verzlun- arstéttin er hinsvegar ekki í vafa um að öll verzlun er betur komin í höndum ein- staklinga eða félaga, en í höndum ríkis- launaðra embættismanna. Framsóknarflokkurinn heldur hlífskildi yfir öllum þessum einkasölum og þess vegna ber hann raunverulega ábyrgð á rekstri þeirra, enda forstjórar þeirra flokknum ekki óviðkomandi. Ef Framsókn- arflokkurinn stæði ekki á móti afnámi þeirra einkasala, sem állir eru sammála um, að séu þarflausar eða jafnvel skað- legar, mundu þær vera fyrir löngu niður lagðar. IV. Sósialistarnir íslenzku hafa veriö æði hugkvæmnir á verkefni fyrir ríkiseinkasöl- ur, en aldrei hefur þeim tekizt eins vel upp og þegar þeim hugkvæmdist að setja kartöflur, grænmeti og lauk í ríkiseinka- sölu. Reynslan af þessari einkasölu hefur oi’ðið hin sama og af öðrum slíkum ríkis- fyrirtækjum. Vörurnar hafa stórhækkaö í verði, aðflutningar hafa verið óreglulegir og gæðin hafa veriö mjög misjöfn. Engin skynsamleg rök eru fyrir því, aö hafa ríkiseinkasölu á þessum vörum, nema ef það hefur vakaö fyrir löggjafarvaldi vinstri flokkanna að gera þessar almennu nauð- synjavörur að féþúfu fyrir ríkissjóö. Ef svo hefur verið, hefur þeim tekizt illa, því þótt verðið sé hátt virðist hagnaðurinn vera lítill. Síðan þessi einkasala tók til starfa, hefur grænmeti orðið að luxus-vöru, sem fáir hafa efni á aö kaupa. FV 2 1974 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.