Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 59

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 59
Um viötækjaeinkasöluna er það að segja, að þar er sjaldan nokkurt viðtæki fáan- legt og þá sjaldan eitthvað er til, er verðið svo hátt, að ógerlegt er fyrir almenning að eignast slík tæki. 1 Englandi eru ágæt viðtæki seld í verzlunum á verð er sam- svarar kr. 250,00 og allt niður í kr. 100,00. Hversvegna þarf að gera almenningi erfitt með að notfæra sér útvarpið með góðum tækjum, meö því aö halda þeim svo dýr- um, að fæstir geti keypt? Þótt þessi hryggðarmyndar-einkasala yrði afnumin mætti hafa eitthvert eftirlit með innflutn- ingi tækja af hálfu Ríkisútvarpsins, ef það væri talið heppilegt, en eins og þessi einka- sala er og hefur verið rekin, er hún ríkinu til háðungar og almenningi til skapraunar. Undir sama þaki og hin síðastnefnda einkasala, er Bifreiðaeinkasala ríkisins. Þarflausari stofnun hefur ekki verið sett á stofn síðari árin. Afsökun Framsóknar- flokksins fyrir því, að hún var sett á lagg- irnar var sú, að ekki væri hægt að hindra innflutning bifreiða frá Spáni nema með því aö taka ríkiseinkasölu á bifreiöum! Sjaldan hefur aumari ástæða verið færð fyrir sköpun lélegs fyrirtækis. Eins og menn muna féll grundvallar-ástæða einka- sölunnar niður skömmu eftir aö hún var stofnuð, vegna þess að hætt var fljótlega aö veita ótakmörkuð leyfi frá Spáni. En einkasalan var látin halda áfram að lifa, og síðan hefur hún tórað við illa stjórn, pólitískar misbeitingar og volæði af ýmsu tæi. Hún hefur einkasölu á bifreiðagúmmí. Álagningin hefur verið svo mikil aö verðið hefur stórhækkað. Allir bifreiðaeigendur í landinu kvarta undan hinu háa verði. En ekki er í önnur hús aö venda. Engin ann- ar má selja þessa vöru þótt sannanlegt sé að hægt sé að bjóða hana hér miklu ódýrari. — Stjórn einkasölunnar hefur ekki verið talin góö, en þó hefur skörin þótt færast upp í bekinn við hinar síðustu ráðstafanir einkasölunnar, sem öllum eru nú orðnar kunnar. Slík ráömennska er nægileg til þess aö ríkisstjórnin ætti ekki að geta komizt hjá að leggja einkasöluna niður þegar í stað. Eins og nú er alkunnugt, keypti einka- salan yfir hundrað fólksbifreiðar í Eng- landi nýlega. Taliö var að bifreiðar þessar væru ósamsettar og gert ráð fyrir að sam- setningin myndi kosta 500 krónur. Var búizt viö að bílarnir mundu kosta hér á staðnum um 7000 krónur. En þegar bíl- arnir koma hingaö, kemur í ljós, að þeir eru ekki aðeins „ósamsettir“, heldur mætti frekar kalla þá ,,ósmíðaða“, því að nú kem- ur í ljós, að ,,bifreiðahlutir“ þeir, sem keyptir hafa verið, voru ætlaðir verksmiðju í Svíþjóð, sem setur saman bíla. Gert var ráð fyrir af verksmiðjunni, að það tæki 200 vinnustundir fyrir vanan sérfræðing að setja saman hvern bíl. En hér eru allir slíku óvanir þótt menn hafi unnið hér að bifreiðaviðgerðum. — Hér vantaði mikið af áhöldum til verksins og varð að kaupa þau fyrir tugi þúsunda króna. Enginn veit enn hversu mikið kostar hér að setia sam- an hvern bíl, en víst er um, að það fæst ekki fyrir 500 krónur. Mun varlegra að áætla 1500—3000 kr. á bíl, en með því móti kemst verð bílanna upp í 8.500— 10.000 kr. Eru þeir þá orðnir talsvert dýr- ari en nvir samsettir bílar kosta áf sömu gerð. Telja má og víst að samsetningin taki langan tíma svo að bílarnir verði ekki tilbúnir til notkunar fyrr en seint næsta sumar. Slík verzlun sem þessi getur aðeins kom- ið fvrir hjá ríkiseinkasölu. Virðist tími kominn til þess að ríkis- stiórnin fari að taka ríkiseinkasölurnar til athugunar. Þær gera almenningi því meira ógagn, sem þær standa lengur. Þær eru öllum til skaprauna og hagnaður ríkisins á kostnaö Þegnanna á þessum fyrirtækj- um er ákaflega vafasamur. Það verður iafnan þannig, aö þessar stofnanir taka tvo peninaa fyrir einn af borgurunum án þess að gróði verði fyrir ríkið. Brautryðjendur 1 smíðuin skuttogara á íslands STALVÍK H.F. sÉmi 51900 FV 2 1974 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.