Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 65

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 65
ur með bláu ljóni og gull- hana. . . . Ýmislegt var á þessum tíma gert að verzlunarvöru, sem nú þekkist ekki lengur. Má í því sambandi nefna auglýsingu Sigmundar Guðmundssonar prentara um grafskriftir og erfiljóð, þar sem hann virðing- arfyllst tekur fram, að „til þess að létta af mönnum þau óþægi- legu umsvif á mótmælisins stund, þá hefi ég komið mér í samband við velþenkjandi hag- yrðinga“, til að yrkja erfiljóð og grafskriftir. „Afmælis- og heillaóskir skaffa ég einnig“. — Ef slíkur „business" væri enn við líði, þyrftu skáld vor ekki að berjast við Mennta- málaráð og fjárveitinganefnd! Árið 1884 birtist auglýsing í Þjóðólfi, sem má segja að sé undanfari bíó-auglýsinganna. Þá auglýstu þeir Sigfús Ey- mundsson og Þorl. Ó. Johnson Panoramamyndir, og var það sem nú er nefnt skuggamynd- ir. I Þjóðólfi er sýningum þess- um lýst svo: „Það eru skriðbyttumyndir með litum af fögrum manna- verkum, borgum og stórhýs- um“. Sýndu þeir myndir þess- ar í húsi Þorláks við Lækjar- götu við mikla aðsókn. Hlutaveltu- og tombólu-aug- lýsingarnar voru mjög áber- andi í Reykjavíkurblöðunum, og er svo að sjá, að þær eigi sér langa sögu. Ein elzta tom- bóluauglýsingin er svona: TOMBÓLA verður haldin á Ártúni í Mos- fellssveit laugardaginn 28. júní næstkomandi, og er áformað, að verja ágóðanum til að bæta kirkjusönginn í Mosfells- og Gufunes-kirkjum, sérhvað það er þeir er unna hinni saung- legu mennt og eru hlyntir fyr- irtæki þessu, kunna að vilja styrkja það, hvort heldur .væri peningar eða munir, verður þakksamlega þegið og veitt móttaka af tombólunefndinni í Mosfellssveit. . . . — • — Af þeim sýnishornum, sem hafa hér verið birt, má sjá að ýmsar upplýsingar er að fá um verzlunarhætti á landinu og bæjarlíf í Reytkjavík af aug- lýsingunum í blöðunum á þess- um tíma og mun sá tími koma að úr því verður unnið. TIDE! TIDE! TIDE! ÚVIÐJAFIMANLEGA ÞVOTTAEFMIÐ x SEM FER SSOURFDr AUSSTAOAR lnift er engin furða nð T í U E er mes-t notaöa þxottaefnið. TtlJE hvttaa ttw»u h»« 8* httw «»**0 Wagtw. TIIIK l'tu'r itlt uhreinladht úr ulUrJ»tutíinu»t TIDt: uli>r|i.t >öur »ltu, þvstt «* Wf tltt «t» 9. 'í þessari auglýsingu frá 1957 eru notuð erlend myndamót sem umboðsmaður hefur aflað sér. J ó I a ö ij fáíð þið aðeins frá s H.f. SlgerOin Egill Skallagrimsson,' Sími 1500. Látið ekki ginnast af skrumi um eftirstælingar. Fyrr og nú hefur Egill sterki kunnað að slá fyrir sér. Þessi er frá 1937. FV 2 1974 65

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.