Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.02.1974, Qupperneq 68
henni skýrt frá undarlegri jurt, sem sé nýfundin nálægt bænum Salzburg, en um jurt þessa hafi fræðimaður nokkur skrifað ritling og er mönnum boðið rit þetta til kaups. Þetta var að vísu ófullkomin aug- lýsing en þó var hún vísir í áttina. Það var ekki fyrr en löngu síðar að skriður komst á notk- un blaðaauglýsinga. Á dögum Lúðvíks 14. Frakkakóngs var uppi læknir sá, sem nefndur var Renandot. Hann fékk allra hæst leyfi kóngsins til að stofnsetja einskonar ráðninga- stofu í París og gaf hann út skrá yfir lausar stöður og menn er vantaði vinnu, og var skrá þessi í einskonar blaðs- formi og kom fyrst út árið 1633. Þetta hefir verið talið fyrsta auglýsingablað í heimi. Renandot var ekki mjög hepp- inn með þetta fyrirtæki sitt, en aðrir notuðu hugmynd hans og smátt og smátt þróaðist þessi starfsemi og úr urðu full- komin auglýsingablöð með öll- um helztu einkennum þeirra blaða eins og þau tíðkast nú, og eins fóru önnur blöð að birta auglýsingar jafnframt lesmáli sínu. Þróun auglýsinganna fylgdi nær alveg þróun blaðanna sjálfra. Þar sem blöð komu reglulega út og höfðu náð nokkurri útbreiðslu var einnig allmikið um auglýsingar. Frakkar voru í þessu efni á undan öðrum, en þeir hafa um margt verið brautryðjendur hvað útgáfu blaða snertir. Frakkar og aðrar Evrópuþjóð- ir auglýsa mjög mikið, en há- marki sínu hefir notkun aug- lýsinga náð í Bandaríkjum Norður-Ameríku og er svo enn í dag að vald auglýsinga er þar meira en annarstaðar, enda auglýsingatækni þar á hærra stigi en í öðrum lönd- um. í Þýzkalandi og á Norður- löndum var þróunin hægari og í þessum löndum eykst notk- un auglýsinga fyrst að marki eftir miðja seinustu öld. í fyrstu leit almenningur mjög misjafnlega á auglýsing- ar og þá sem auglýsa og var það jafnvel talið veikleika- merki ef einhver verzlun lagði sig mjög fram um að auglýsa. Þegar auglýsingar tóku að festa rætur og verða slíkt stór- veldi, sem þær eru nú, kom löggjafinn auga á þær og ýmis lög og reglur hafa verið sett- ar um auglýsingar og notkun G8 þeirra. Hér á landi eru einnig til slík lög. í sumum löndum var beinlínis bannað að aug- lýsa tilteknar vörutegundir, svo sem lyf. Það er ómögulegt að segja með neinni vissu um, hve miklu er eytt í auglýsingar í hinum ýmsu löndum. Til dæm- is er nær ógerningur að gera sér grein fyrir því, hve miklu fé er eytt í auglýsingar hér á landi, en það mun nú vera afarmikið. Blöð hér á landi og víða annarstaðar gætu alls ekki þrifizt ef þau hefðu ekki hinar gífurlegu tekjur af aug- lýsingum. Um 1935 var tal- ið að eytt væri í auglýs- ingar í Danmörku ca. 50 milljónum króna og þessi upp- hæð var talin miklu hærri í Svíþjóð en lægri í Noregi. Hin sívaxandi notkun auglýsinga sýnir að verzlunarmenn hafa mikið álit á mætti þeirra, en mjög er það misjafnt, hve vel menn kunna að notfæra sér vald auglýsinganna. Á síðustu tímum hafa risið upp í öllum löndum stofnanir, sem leið- beina kaupsýslumönnum um gerð og notkun auglýsinga. Auglýsingateiknun er orðin sérstök starfsemi, sem margir vinna að. Blöðin keppast um að gera auglýsingar sem bezt úr garði, og það blað, sem prentar auglýsingar vel, hefir að öllu jöfnu mest auglýsinga- viðskipti. Stórblöðin hafa einn- ig menn í þjónustu sinni, sem ekkert hafa annað með hönd- um en segja fyrir um gerð auglýsinga og eru þeir engan veginn taldir þýðingarminnstu starfsmennirnir. Þá er eitt af hinum mestu vandamálum framleiðenda og kaupsýslumanna fyrir hve mik- ið fé eigi að auglýsa. Auglýs- ingareikningar fyrirtækja er mjög misjafnir. Sum leggja mikið fé í auglýsingar miðað við umsetningu, en önnur lítið. Það er einnig mjög mikill munur á notkun auglýsinga í sambandi við ýmsa vöruflokka. Vörur, sem samkvæmt eðli sinu seljast nokkuð jafnt, eru alla jafna minna auglýstar, og þá er miklu hægara að gera sér grein fyrir hvernig eigi að auglýsa og fyrir hve mikið fé. Ameríkumenn hafa greinileg- astar skýrslur um notkun aug- lýsinga og það fjármagn, sem í þær er lagt. Er talið að þar í landi séu sælgætisvörur, ilm- vötn og tannsápur hinar mest auglýstu vörur, þannig að aug- lýsingar þessara vara séu allt að 10% af tilkostnaðinum. Hinsvegar er talið að auglýs- ingar vélsmiða séu aðeins 2%, og fyrir allan fjölda af vöru- tegundum aðeins 1%. — • — í hinum stóru og fjölmennu löndum er eytt offjár í auglýs- ingar og eyðsla einstakra fyr- irtækja í auglýsingar getur numið feiknarlegum upphæð- um. Það hafa því skapazt eins- konar auglýsingavísindi byggð á rannsóknum og reynslu. Þessi fræði leiðbeina um hverj- Sunligtit Úr Sunlight sápu getur la ára barn hœgtega þvegið jafn mikinn þvott, og gert það betur en fullorðinn, sem notar vanalegar sápur eða blautasápu. fyrir»Af»l»i»I k« tr á áftam Sunlight umbuðum. Sápa Og þessi er frá 1914 með einföldum og auðskiljanlegum upp- lýsingum, sem þó myndu í dag verða flokkaðar undir áróður FV 2 1974
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.