Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 78

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 78
Ullarverksmiðjan Gefjun Hinn 27. nóvember 1972 voru liðin 75 ár síðan fyrstu vélar voru settar í gang í verksmiðju Tóvinnufélags Eyfirðinga, sem síðar varð Ullarverksmiðjan Gefjun. Tilgangurinn með stofnun Tó- vinnufélagsins var aðallega sá, að létta undir með ullariðnaði heimilanna, sem þá var veiga- mikill þáttur í íslenzku þjóðlífi. Árið 1930 yfirtók Samband ísl. samvinnufélaga rekstur fyr- irtækisins, og í dag er Gefjun orðin stórfyrirtæki með um 200 manna starfslið og framleiðir m. a. ullarteppi, fataefni, áklæði, gluggatjöld, svefnpoka og sæng- ur, og auk þess garn og band ýmiskonar fyrir vefnað og prjónaskap. Á árinu 1973 voru fiutt út 93.000 ullarteppi frá Gefjun, og þar er einnig framleitt allt band í ullarpeysur þær, er Fataverk- smiðjan Hekla flytur úr landi. Árið 1972 notaði Gefjun um 570 tonn af hráefni til fram- leiðslu sinnar. Þar af var íslenzk ull um 400 tonn, gerviefni um 100 tonn og erlend ull um 70 tonn. Kappkostað hefur verið að fylgjast með tækniþróuninni, og á síðustu árum hefur verið var- ið stórum fjárhæðum til að end- urnýja vélakost verksmiðjunn- ar, svo að ná mætti sem mestri framleiðni og aukinni hag- kvæmni í framleiðsluaðferðum. Verksmiðjustjóri: Hjörtur Eiríksson. 78 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.