Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 79
Skinnaverksmiöjan Iðunn
Sambandið hefur starfrækt
skinnaiðnað á Akureyri síðan
1923, eða um 50 ára skeið. Árið
1935 var komið á fót leðursútun
og framleiddar ýmsar leðurteg-
undir til framhaldsvinnslu í
landinu, svo sem yfirleður í skó-
fatnað og fleira.
Með tilkomu nýju sútunar-
verksmiðjunnar, sem tekin var 1
notkun á árinu 1970, hefur loð-
sútun á gærum orðið aðalfram-
leiðslugrein Skinnaverksmiðj-
unnar Iðunnar.
Hluti af gærunum er fluttur
úr landi hálfsútaður, en stefnt
er að því marki að fullvinna
alla framleiðsluna, annað hvort
líkt og mokkaskinn til fatagerð-
ar eða sem óklipptar teppagær-
ur, sem aðallega eru notaðar til
skrauts.
Árið 1972 voru unnar í verk-
smiðjunni um 350 þúsund gær-
ur, en við hönnun hennar var
gert ráð fyrir að auka mætti
framleiðsluna um allt að 50%
með auknum vélakosti og hús-
næði.
Um 130 manns vinna nú í
verksmiðjunni á 2 vöktum.
Meginhluti framleiðsluvara
verksmiðjunnar er fluttur úr
landi, en þó framleiðir verk-
smiðjan nokkuð af pelsverkuð-
um skinnum til framhalds-
vinnslu innanlands. Fataverk-
smiðjan Hekla saumar sínar
þekktu mokkaflíkur úr skinn-
um frá Iðunni.
Verksmiðjustjóri: Ragnar
Ólason.
FV 2 1974
79