Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 81

Frjáls verslun - 01.02.1974, Page 81
Skóverksmiðjan Iðunn Á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga árið 1936 var samþykkt að hefja skófatnaðar- iðnað á Akureyri. Sama ár var reist hæð fyrir skógerðina ofan á hús Skinnaverksmiðjunnar, og voru vélar keyptar frá Sví- þjóð til framleiðslunnar. Fyrstu árin störfuðu 50-60 manns í verksmiðjunni. Flest komst starfsliðið upp í 120 manns, en í byrjun árs 1973 störfuðu þar 56 manns. í janúar 1969 brann mikill hluti verksmiðjunnar, og var þá strax hafizt handa um byggingu nýs húsnæðis og vélakaup. Verk- smiðjan var byggð upp í því formi, sem hún er d dag, með aðstoð erlendra sérfræðinga. í verksmiðjunni eru fram- leiddir karlmanna- og unglinga- skór, götuskór kvenna og fjöl- breytt úrval af kuldaskófatnaði. Árið 1972 voru framleidd í verksmiðjunni 53.000 pör af skó- fatnaði, sem eingöngu voru seld á innanlandsmarkaði, bæði til kaupfélaga og kaupmanna, og hafa framleiðsluvörur verk- smiðjunnar þannig verið á boð- stólum á um 100 útsölustöðum á landinu. Verksmiðjan hefur ávallt kappkostað að hafa á boðstólum vandaða vöru fyrir sanngjarnt verð. Verksmiðjustjóri: Richard Þórólfsson. SJÁVARFRÉTTIR fjalla um útgerð og fiskiðnað, markaðsmál, rannsóknir, vísindi, tækni og nýjungar. Áskriftarsimar 82300 - 82302. FV 2 1974 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.