Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 98

Frjáls verslun - 01.02.1974, Side 98
It fl Frá iriisijðrn 99 Persónun jésnir99 Málatilbúnaö’ur, sem menn grípa til í örvæntingu sinni þegar á þá hallar í pólitískri umræðu getur tekið á sig hinar undur furðulegustu myndir. Undirskrifta- söfnun Varins lands hefur vakið geysilega athygli og árangurinn þó verið óefuð vís- beinding um að meirihluti kjósenda sé mótfallin ótímabærri brottför varnarliðsins af landinu. Þetta geta kommúnistar ekki þolað og hafa þeir sýnt ýmsa tilburði til að ófrægja í fyrsta lagi þá áhuga- og at- hafnasömu menn, sem að hreyfingu Var- ins lands stóöu, og í öðru lagi úrslit undir- skriftasöfnunarinnar eftir að þau lágu ljós fyrir. Málefnaleg uppgjöf kommúnista vakti aðhlátur þegar menn sáu í ritstjórnar- greinum Þjóöviljans fullyrðingar um að ekkert mark væri takandi á undirskriftun- um vegna þess að þær fælu einvörðungu í sér nafn og heimilisfang en ekki nafn- númer og fæðingardag og ár. Hafa þó nöfn og heimilisföng í undirritunum samninga milli aðila í margs konar viðskiptum verið hingað til tekin sem góð og gild og þótt fullnægja þeim formsatriðum, er gera þarf kröfur til. í annan stað hefur ófrægingarherferð Þjóðviljans gegn tölvunotkun nútímans fengið menn til að staldra við og íhuga enn einu sinni hvað valdið getið augljósri brenglun á hugarfari þeirra manna, sem um peninga halda í þeim herbúðum. Þar hafa þeir enn einu sinni skotið langt frá markinu, því að almenningur á íslandi er búinn að aðlaga sig fullkomlega þeim nú- tímalegu vinnubrögðum aö skýrsluvélar séu notaðar til úrvinnslu ólíkustu upplýs- inga um persónulega hagi einstakling- anna. Allt fjas um persónunjósnir Varins lands lætur fólk sem vind um eyrun þjóta. Þeir, sem undirritað hafa áskorun þeirrar hreyfingar hafa ekki farið í neina laun- kofa með hver skoðun þeirra raunverulega sé og þess vegna þarf engar ,,njósnir“ til að komast á snoðir um hana. Inn á tölvu eru daglega settar miklu per- sónulegri upplýsingar um fólk en nafn og heimilisfang á opinberu undirskriftaplaggi, sem engin leynd hefur hvílt yfir. Þetta er gert 1 nafni alls kyns stofnana og þá oft kafað djúpt niður í persónulega hagi manna. Hvað um skýrslur gjaldheimtu eða banka, sem fela í sér yfirlit um fjármála- lega stöðu fólks? Þar eru á ferðinni einka- mál viðkomandi stofnunar og einstakling- anna, sem í hlut eiga. Eða þá skýrslur lækna um heilsufarsástæður og sjúkdóms- einkenni, sem nú eru færðar inn á tölvur? Dæmin sanna, að við núverandi aðstæð- ur eru alls kyns upplýsingar til á tölvu- spólum um alla borgara í þessu landi. Þarf ekki annað en benda á þjóðskrána. En margt af þessum upplýsingum vill fólk ekki láta hafa í hámæli og hefur það ekki verið gert. Reynslan sýnir, að starfsmönn- um við skýrsluvélarnar er treystandi í á- byrgðarmiklum störfum enda gera þeir sér grein fyrir að þeir varðveita trúnaðarmál, sem nauðsyn krefst að séu til á skrám. BiaóafulBfrúi verzlunar í viðtali við Árna Gestsson, formann Félags íslenzkra stórkaupmanna, sem birt- ist í þessu blaöi, leggur hann áherzlu á nauðsyn þess, að verzlunarsamtökin í landinu hafi í starfi sérstakan blaðafull- trúa til að kynna málefni verzlunargrein- anna fyrir almenningi. Hér er hreyft miklu nauðsynjamáli, sem vonandi verður hrundið í framkvæmd áöur en langt um líður. Fullyrða má, að góöur árangur hafi orðið af störfum blaðafulltrúa, þeirra fáu, sem fyrirtæki og samtök hafa ráðið til fastrar vinnu. Flugfélögin riðu á vaðiö í þessu efni og síðan hafa nokkur fyrirtæki fylgt á eftir og svo samtök eins og t. d. Félag íslenzkra iðnrekenda. Það hlyti aö verða samtökum verzlunar- innar til framdráttar að þjálfaður starfs- kraftur, sem innsýn hefur í fjölmiðlunar- tækni, tæki upp störf á þeirra vegum, undirbyggi og framkvæmdi kynningarher- feröir og sendi frá sér álitsgerðir um mál- efni líðandi stundar til að koma á fram- færi í fjölmiðlum. Allt væri að vinna og engu að tapa, því að verzlunin hefur alltof lítiö gert til að kynna sjálfa sig en nú er rétti tíminn til aö snúa blaðinu við og sækja fram í þeim meðbyr, sem vaxandi áhugi almennings á högum verzlunarinn- ar nú undanfarið, hlýtur að verða þessu þarfa máli. 98 FV 2 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.