Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 12

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 12
ing. Hlutfallslega mesta íbúa- aukning í kaupstöðum á Norð- urlandi 1972-1973 var á Sauð- árkróki 4.25% og á Húsavík 2,78%. Minnsta íbúafjölgun í sömu kaupstöðum 1972-1973 var á Ólafsfirði, 0,92% fjölgun en á Siglufirði fjölgaði um 1,27%. Milli áranna 1971-1972 hafði íbúum á Siglufirði aftur á móti fækkað um 2,01% eða 42 ^íbúa. Á Austurlandi fjölgaði íbú- um um 252 árin 1972-1973 eða um 2,20%. Er það mesta hlut- fallslega íbúafjölgunin á land- inu þetta ‘ár. Þéttbýli á Aust- urlandi óx um 3,40%, en íbú- um í strjálbýlinu fækkaði um 0,5%. í kaupstöðum og kaup- túnum með yfir 1000 íbúa fjölgaði íbúum hlutfallslega langmest á Höfn í Hornafirði eða um 8,29%. Auk þess að hafa mesta hlutfallslegu íbúa- aukningu í þéttbýlisstöðum landshlutans, hefur Höfn vax- ið hlutfallslega mest þeirra þéttbýlisstaða, sem eru af þeirri stærðargráðu, er fyrr getur. íbúaþróun Suðurlands varð afbrigðileg þe-tta tímabil vegna eldgossins í Vestmannaeyjum og brottflutnings íbúanna það- an. Þótt stór hluti íbúa Vest-' mannaeyjakaupstaðar sé flutt- ur heim aftur, mun sennilega líða nokkur tími þar til kaup- staðurinn hefur náð sömu stærð og áður. íbúum Suðurlands fækkaði um 5, sem er 0,03% fækkun. Þetta er mjög lítil heildar- fækkun og hefði íbúum að öll- um líkindum fjölgað allveru- lega þetta tímabil, ef náttúru- hamförunum hefði ekki verið til að dreifa. Af stærri þétt- býlisstöðum sunnanlands fjölg- aði íbúum mest á Selfossi eða um 126 íbúa, sem er 5,03% aukning. 87% ÞJÓÐARINNAR í í ÞÉTTBÝLI 1972. íbúum landsins hefur fjölg- að jafnt og þétt tímabilið 1940 -1973 eða um 75,4%, en það er sem næst 2,28% að meðaltali á ári. Ekki hafa landshlutarnir allir fengið jafnan skerf af þjóðarfjölgun, því enginn þeirra nær landsmeðaltali nema í Reykjavík og Reykja- nessvæði, en þar hefur íbúa- talan aftur á móti allt að því þrefaldast áðurnefnt tímabil. Fjölgun íbúa í öðrum lands- hlutum hefur numið um það bil hálfum af hundraði á sama tímabili miðað við ár. Þéttbýlismyndun á landinu hefur orðið mjög ör. í þétt- býli, en með því er átt við kaupstaði, kauptún og þétt- býliskjarna í sveitahreppum, voru árið 1940 um 66% þjóð- arinnar en árið 1972 um 87%. í lokaorðum með yfirliti Fjórðungssambands Norðlend- inga segir m. a.: „Þegar litið er yfir búsetu- þróun á landinu tímabilið 1940-1973, sem tekið var til athugunar, sést, að fyrst nú milli áranna 1972 og 1973 hef- ur náðst nokkurt jafnvægi milli Suðvesturlandsins, þ. e. Reykjavíkursvæðis og Reykja- nessvæðis, og annarra lands- hluta. Mikils er bví um vert, að stuðlað verði að því með öll- um ráðum, að ekki komi til endurtekningar hinnar stór- felldu búseturöskunar fyrri ára, Hvaða ráð skulu notuð, skal hér ósvarað, en með nægilegu framboði á atvinnu og á íbúð- arhúsnæði úti á landsbyggð- inni er búseta hinna mörgu, sem þar vilja setjast að, tryggð.“ TEKUR TUGI ÁRA AÐ ENDURVINNA TAPIÐ. Þá segir ennfremur: „Þótt íbúatölurnar séu ekki nákvæmar, gefa þær samt glögga mynd af öfugþróuninni. Á líkan hátt og fundnar voru út tölur um íbúatap lands- hluta, má reikna út á grófan hátt, hve lengi hver landshluti sé að endurvinna þá tölu íbúa, sem þeir raunverulega hafa misst til Suðvesturlands á- kveðin tímabil. Ef tekið er t. d. tímabilið frá 1940-1973 sést að Norður- land hefur misst um 15000 manns miðað við íbúahlutföll Norðurlands 1940 og 1973. Sé gert ráð fyrir, að íbúum Norð- urlands fjölgi að meðaltali um 1,5% á ári, eins og íbúafjölg- unin varð á milli áranna 1972 og 1973 tekur það 25 ár að endurvinna þessa fimmtán þús- und íbúa. Á Austurlandi tekur það 18 ár að ná aftur þeirri íbúatölu, sem tapaðist á árunum 1940- 1973 miðað við 2,20% íbúa- fjölgun á ári. íbúafjölgun Vesturlands varð 1,4% milli áranna 1972 og 1973 og líða því 17 ár þar til Vesturland hefur náð aft- ur þeirri íbúatölu, sem tap- aðist á áðurnefndum 33 árum. Á Vestfjörðum hefur íbúa- talan nær því staðið í stað undanfarin ár og verður ekki spáð hér, hver verður fram- tíðarþróunin. Á Suðurlandi fækkaði íbú- um lítið eitt milli áranna 1972 og 1973, en milli áranna 1971 og 1972 fjölgaði íbúum þar um 0,64%. Miðað við þá fjölgun yrði Suðurland um 40 ár að endurheimta þá íbúatölu, sem tapaðist á árunum 1940-1973. Það skal tekið fram, að áð- urnefndir útreikningar eru ekki byggðir á venjulegum að- ferðum við mannfjöldaspár, heldur eingöngu tekið tillit til íbúaþróunar eins árs og hún 'lögð tii grundvallar meðaltals- íbúaþróunar í næstu framtíð.“ OSTA RETTUR __Æméa- Jr/éal'm. OM 1 msk. smjör 500 g epli 250 g Kúmengouda sitrónusafi? Þvoið eplin, skerið þau í báta, látið þá p| sjóða ásamt smjöri i lokaðri pönnu, °l þar til þeir eru tæplega meyrir. Sker- J ið ostinn í staflaga bita og blandið þeim saman við. Ef eplin eru sæt, er betra að setja safa úr V2 sítrónu i salatið. Berið salatið með steik, eða eitt sér með ristuðu brauði og smjöri. 12 FV 10 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.