Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 13

Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 13
Bandaríkin: Kaupmáttur minnkar - atvinnu- leysingjum fjölgaði í sumar Gerald Ford tók við embætti Bandaríkjaforseta 9. ágúst s.l. af Richard M. Nixon, seni neyddist til a,ð biðjast lausnar vegna aðildar sinnar að Watergatemálinu. Eitt fyrsta verk Fords í Hvíta húsinu var að tilkynna að hann liti á verðbólguvandann, sem óvin bandarísku þjóðarinnar „númer eitt“ og að efnahagsstefna stjórnarinnar miðaði nú að þvi að draga úr örri hækkun verðlags. .4 fyrstu tveimur ársfjórð- ungum 1974 varð verulegur samdráttur í bandarísku efna- hagslífi og samhliða honum jókst verðbólgan verulega. Það er álit efnahagssérfræðinga að raunverulegur efnahagssam- dráttur sé nú í bandarísku þjóðlífi, en þeim ber ekki sam- an um hve alvarlegur hann sé eða hvort um kreppuástand sé að ræða. SAMDRÁTTUR í ORKUIÐNAÐI. Eins og við mátti búast varð mestur samdráttur í orkufrek- um iðnaði á fyrstu þremur mánuðum 1974, þ. e. a. s. í iðn- aði eins og t. d. bílafram- leiðslu, samgönguiðnaði og orkuframleiðglu. Olíuútflutn- ingsbann Araba og aðrar þvingunaraðgerðir Arabaríkj- anna, sem beitt var um skeið, eiga aðalsökina á þessu eins og víðar. Samdrátturinn í bíla- framleiðslunni á tímabilinu jan.-marz nam 95% af heild- arsamdrættinum á umræddu tímabili. Vegna orkuvandans dróst útflutningur Bandaríkj- anna saman á öðrum ársfjórð- ungi 1974, sem varð til þess að heildar þjóðarframleiðslan minnkaði. Fundur Fords forseta með fréttamönnum. Nú eru það fremur vandamál heima fyrir en alþjóða- stjórnmál, scm vekja áleitnar spurningar. FV 10 1974 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.