Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 18

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 18
hlaupa með frystar vörur frá einum markaði til annars, eins og að selja ál eða fiskimjöl í þessu landinu í dag og öðru á morgun. Það þarf að skapa eftirspurn eftir þessari sér- stöku vöru og breyta fram- leiðsluháttum eftir óskum kaupenda. í þessum efnum gilda því langtíma sjónarmið, enda verður að gera ráð fyr- ir verulegri fjárfestingu í hvers konar sölustarfsemi, sem fylgja þarf eftir, en ekki hlaupa frá, þótt eitthvað blási á móti í bili. Vegna þeirrar stefnu, sem íslenzk stjórnvöld hafa haft gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu og stefnu okkar í land- helgismálinu, þá höfum við lagt megináherzlu á tvo mark- aði í útflutningi á frystum fiski, þ. e. Bandarikin og Ráð- stjórnarríkin. Þessir markaðir hafa verið okkur mjög hag- stæðir og vegið hvorn annan upp að því leyti, að þeir hafa í megin atriðum tekið við mis- munandi fisktegundum. Ekki má gleyma, að á fimm ára tímabilinu 1963 til 1967 stóð framleiðslumagn S.H. al- gerlega í stað, eða 37-40 þús. tonn á ári. Árið 1968 kemst það í 48.000 tonn og 1969 í 63.000 tonn og árin 1970 og 1971 í 69.000 tonn. Síðan fer það ört lækkandi, eða í 60.000 tonn árið 1972 og 55.000 tonn árið 1973. Þessi þróun leiddi m. a. til þess, að Coldwater Seafood Corp. tók að sér sölu á framleiðslu Færeyinga á Bandaríkjamarkaði, þar sem okkur beinlínis vantaði vissar fisktegundir til vinnslu í verk- smiðjunni þar. Því er það algerlega út í hött, þegar sagt er nú að við hefðum fyrr átt að leggja á- herzlu á þessa markaði og ekki er örgrannt um, að manni detti í hug, að einhverjir hefðu kosið að geta bent á, að við greiddum hundruð milljóna í tolla af frystum fiski. Sölustefna undanfarin ár í frystum fiski þvingar okkur því á engan hátt til samninga við Vestur-Þjóðverja. Hins veg- ar skulum við ekki gleyma, að í aðildarríkjum Efnahags- bandalagsins er mikill mark- aður fyrir okkar afurðir, og eðlilegur markaður frá okkar sjónarmiði, því þegar okkur tekst að ýta þeim út úr land- helginni, þá minnkar þeirra eigið fiskframboð, og 'hvað er þá eðlilegra en að við fyllum það skarð? Þess vegna tel ég, að við eigum að stefna að góðum samskiptum við þessar þjóðir og reyna til hins ítrasta að ná samkomulagi við Vestur Þjóðverja í fiskveiðideilunni. F.V.: — Hve alvarlegt er á- standið á Bandaríkjamarkaði nú og eygja menn nokkra mögulcika á að úr rætist fljót- Iega? Eyjólf'ur: — Markaðshorfur á Bandarikjamarkaði eru mjög alvarlegar um þessar mundir. Þetta á þó ekki eingöngu við um þann markað, því sömu sögu er að segja frá Vestur- Evrópu, enda eru þessir mark- aðir svo tengdir, að sveiflur á einum stað má þegar merkja á hinum staðnum. Það sem einkennir markaðs- ástandið eru lækkandi verð og sölutregða. Þetta stafar þó ekki af auknu framboði nema að því, er varðar svonefndan Alaska-ufsa á Bandaríkjamark- aði, en hann kemur frá Jap- an og S.-Kóreu. Megin ástæðan er minnkandi eftirspum al- mennt, sem stafar af erfiðu efnahagsástandi og auknu framboði á kjöti. f því sam- bandi má nefna sem dæmi, að fiskneyzla í Tékkóslóvakíu, sem hefur keypt af okkur um- talsvert magn af ufsa, hefur á þessu ári minnkað um 25%, sem stafar af því, að lönd Efnahagsbandalagsins hafa takmarkað mjög innflutning á kjöti og þar á meðal frá Tékkóslóvakíu, svo að þeir hafa orðið að borða sitt kjöt sjálfir. Annars eru birgðir í Banda- ríkjunum nú alltof miklar, þrátt fyrir að birgðir í sumum framleiðslulandanna hafi aukizt, eins og t. d. Kanada og Noregi. Biokkabirgðir í Bandaríkjunum eru nú um það bil 50% meiri en þær voru á sama tíma í fyrra. Verð þorskblokka hefur lækk- að úr 82 centum í 60 cent og eru jafnvel mikil vandkvæði á að selja á því verði, þótt það sé verulega undir fram- leiðslukostnaði framleiðslu- landanna. Birgðir af flökum eða svo- kölluðum neytendapakkning- um hafa einnig aukizt nokkuð, enda hafa útflytjendur, og þá sérstaklega við, reynt að auka vinnslu neytendapakkninga á kostnað blokka. Þetta ástand er bein afleiðing af, að jafn- framt mjög auknu magni af Alaska-ufsa á markaðnum, þá er fiskneyzla talin hafa minnkað um 11% á þessu ári. Okkar aðstaða á þessum markaði er þó góð miðað við aðra, því við eigum engar birgðir af þorskblokk og vant- ar fremur þær blokkir til vinnslu í verksmiðjunni. Við höfum ennfremur selt alla okkar framleiðslu af neytenda- pakkningum jafnóðum og enn haldið verði óbreyttu iþrátt fyr- ir mikla lækkun á blokkinni. í verðfallinu 1967 til 1968 urðum við að lækka verð á þessum pakkningum, þótt það væri í miklu minna mæli en verðlækkun blokka. Þegar spá á um útlit og horfur, þá er eðlilega um skiptar skoðanir að ræða, enda fer það mjög eftir efnahags- ástandi almennt. Ég hef ekki trú á, að við getum búizt við verulegum bata í þessum efn- um fyrr en síðari hluta næsta árs og þá því aðeins að efna- hagsástand í iðnaðarríkjunum versni ekki enn frá því, sem nú er, en því miður er ástæða til að ætla, að ekki sé séð fyr- ir endann á því kreppuástandi sem nú ríkir. F.V.: — Hversu háum upp- hæðum er varið til auglýsinga á íslenzkum fiski vestan hafs og hvernig er auglýsingastarf- semin skipulögð? Er ekkert auglýst meðan eitthvað selst? Eyjólf'ur: — Mjög er það misjafnt eftir árum hve mikill auglýsingakostnaður er, og raunar er það nokkuð teygjan- legt hugtak, því auglýsingar eða söluaukandi ráðstafanir geta verið með ýmsum hætti eftir því, hver tilgangurinn er og hve fljótt menn vilja ná árangri í tiltekinni vöru, og yrði of langt mál að rekja það hér. Alltaf er auglýst, enda auglýsum við okkar eigið vöru- merki, og má telja að þessi liður hafi numið 25 til 30 milljónum á ári undanfarið. F.V.: — Hve mikill hluti af íslenzkum fiski er seldur í Bandaríkjunum undir öðrum merkjum eða öllu heldur án allrar vísbendingar um, hvað- an vara sé upprunnin? Eyjólfur: — Enginn frystur fiskui' héðan er nú seldur í U.S.A. nema undir vöru- merkjum þeirra tveggja út- flytjenda, sem selja á þennan markað, þ. e. S.H. og Sjávar- 18 FV 10 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.