Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 19

Frjáls verslun - 01.10.1974, Side 19
Verksmiðjan Coldwater í Cam- bridge í Maryland. afurðadeildar S.Í.S. Eina und- antekningin, sem snýr að neytendum er það magn fisk- blokka, sem selt er til ann- arra verksmiðja til vinnslu en okkur eigin. Þetta magn befur verið mismunandi frá ári til árs, en tiltölulega lítill hluti framleiðslunnar og hefur farið minnkandi undanfarin ár. F.V.: — Þetta er ekki í fyrsta skipti sem geysialvarleg sölutregða og verðfa.11 verður vestanhafs. Því vaknar sú sp’urning, hvort íslenzkir út- flytjendur freðfisks hafi al- gjörlega vanmetið aðra mark- aði og vanrækt markaðsöflun eða lagt lítið á sig til að við- halda sölumöguleikum í Bandaríkjunum t. d. með öfl- ugri kynningu á gæðum sölu- vöru sinnar. Hvert er yðar við- horf til þess? Eyjólfur: — Ég hef þegar að verulegu leyti svarað þess- ari spurningu, en vil aðeins bæta við, að þrátt fyrir áður nefndan samdrátt í fiskneyzlu almennt, þá er sala okkar á neytendapakkningum óbreytt fyrstu 10 mánuði þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra en 20% hærri í dollurum, og sala í verksmiðjuframleiðslu aðeins 7% minni en á sama tíma og í fyrra, en salan í ágúst til október er þó 6V2% meiri í magni en sömu mán- uði á sl. ári. Heildsöluverð- mæti er nú 12% hærra, en var í lok október 1973. Innflutn- ingur neytendapakkninga til U.S.A. hefur minnkað um 30% fyrstu 8 mánuði ársins, en okkar útflutningur þangað er sá sami að magni. Við höf- um því gert betur en að halda okkar hlut. F.V.: — Fyrr á árum fóru fram allnokkur viðskipti við önnur lönd t. d. ísrael. Þetta hefur lagzt niður að mestu. Væri ekki æskilegt að hafa þannig marga en kannski smáa kaupcndur í takinu og leggja einhverja rækt við að halda viðskiptatengslum við þá þannig að þau væru þó fyrir hendi, þegar aðalmark- aðurinn bregst? Eyjólfur: — Við höfum reynt að halda uppi viðskipt- um við mörg lönd og þ. á. m. ísrael, þótt þarfir þeirra væru litlar og markaðir mjög tak- markaðir. Þetta má m. a. marka af því, að nokkurt magn er flutt út til 17 landa árið 1973, og þar á meðal er ísrael. Til landa innan Efna- hagSbandalagsins seljum við fyrir rúmar 600 milljónir, þrátt fyrir tolla. Þegar mikil eftirspurn er eft- ir vörum á háu verði, yrði ekki vinsælt að selja verulegt magn á miklu lægri verðum, því að sjálfsögðu kæmi slíkt niður á fiskverðd hér til út- gerðar og sjómanna. Þá má ekki gleyma, að hart er rekið á eftir 1 margháttaðri kröfu- gerð hér innanlands, og veitir frystihúsunum ekki af þeim verðum, sem hægt er að ná, til að halda sér gangandi. Annars virðdst það allút- breiddur misskilningur, að þetta erfiða ástand skapist að- allega í okkar aðalmarkaðs- löndum, en einhver önnur lönd séu þar undanskilin. Verðið hefur allstaðar lækkað og neyzla minnkað, og þegar talað er um sölutregðu, þá er það oft matsatriði hve langt menn vilja ganga í verðsam- keppni, hvort sem það er í okkar aðalmarkaðslöndum eða á öðrum mörkuðum. F.V.: — Á sínum tíma var athygli vakin á nánu sam- starfi Kanada, íslands, Fær- eyja, Noregs og Danmerkur um fisksölumál vestanhafs. Hvernig hefur þetta þjóða- bandalag reynzt, á hverju byggist samstarfið og hvernig eru samstarfsþjóðir okkar settar með sölu til Bandaríkj- anna nú? Eiga þær í jafnmikl- um erfiðleikum og við? Eyjólfur: — Vísir að þessu samstarfi varð til við verðfall FV 10 1974 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.