Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.10.1974, Blaðsíða 29
gjafinn hefur veitt ýmsum þjóðfélagshópum ívilnanir í skattalögum. 2. tafla sýnir á- ætlaðar upphæðir frádráttar skv. skattframtölum 1973. Þeg- ar allt kemur til alls, og per- sónufrádrættir eru einnig dregnir frá brúttótekjum, verð- ur ekki nema þriðjungur brúttótekna eftir til álagning- ar. Hverjir eru það, sem bera þennan þriðjung og hverjir þeirra hljóta jafnframt bætur? SKULDAJÖFNUN OG VÍSITÖLUÁHRIF. Eins og er, má ekki skulda- jafna. Eitt þeirra atriða, sem nefnt hefur verið í sambandi við sameiningu fjölskyldubóta og barnsafsláttar er það, að konurnar taki á móti fjöl- skyldubótunum, en eiginmenn- irnir fái persónufrádráttinn. Hafa sumir stjórnmálamenn talið, að þeir mundu missa at- kvæði kvenna við sameiningu þessa tvenns. (Að öðru jöfnu ættu þessir stjórnmálamenn að telja sig njóta meiri kvenhylli en aðrir). Annað atriði, sem á- reiðanlega hefur staðið í veg- inum fyrir sameiningu fjöl- skyldubóta og barnsfrádráttar, eru vísitöluáhrif þessarar breytingar. Sem kunnugt er, eru fjölskyldubætur í vísitölu framfærslukostnaðar, en ekki tekjuskattur einstaklinga. UMFANG OG VANDKVÆÐI. Auðveldast virðist að slá saman fjölskyldubótum og barnsfrádrætti til skatts. í af- sláttarkerfi þýddi þetta, að þeir sem ekki nytu frádráttar til skatts að einhverju eða öllu leyti vegna lágra tekna, fengju greiðslu frá ríkinu. Síðan mætti tengja saman ellilífeyrisgreiðslur og fleiri bætur tryggingarkerfisins og skattgreiðslur. Þá þegar fer að vandast málið, því að tekju- skattur er nú greiddur ári eft- ir á, þannig að hagur einstak- lingsins gæti hafa breyst til hins betra eða verra. Enn erfiðara verður að finna fyrirkomulag, sem tryggir ein- staklingnum lágmarksviður- væri, þegar hann einmitt þarf á því að halda, ef afslættirnir væru látnir ná til almenns launafólks. Þess vegna virðist staðgreiðsla skatta í einhverri mynd forsenda þess, að unnt sé að taka upp viðurkenning- arskatt, sem næði til allra launþega. 2. TAFLA. Áætlaðar upphæðir frádráttarliða skv. skattfram- tölum 1973 (þ. e. tekjuárið 1972). Millj. kr. Skipting % 1. Fasteignagjöld 500 5,4 2. Fyrning og viðhald 900 9,7 3. Vaxtagjöld 1.420 15,3 4. Lífeyrissjóðsiðgjald 690 7,4 5. Lífsábyrgðir 30 0,3 6. Stéttarfélagsgjöld 100 1,1 7. Sjómannafrádrættir 600 6,5 8. Skyldusparnaður 380 4,1 9. 50% af launat. konu og vegna starfa við atvinnurekstur hjóna 1.700 18,3 10. Námsfrádráttur 1.000 10,8 11. Heimilisfrádr. einstæðra foreldra 450 4,8 12. Ýmislegt 1.507 16,3 Samtals 9.277 100,0 Heimild: Nefnd um tekjuöflun ríkisins, 1973. Líklegt er, að halda yrði at- vinnurekendum fyrir utan af- sláttakerfið, a. m. k. til að byrja með. Hins vegar væri eðlilegt að láta staðgreiðslu ná til þeirra með einhverjum hætti, ef það fyrirkomulag yrði tekið upp. Annað atriði, sem takmark- ar umfang afsláttakerfis, auk afsláttarupphæða, er kostnað- urinn við að tryggja ýmsum hópum lágmarkstekjur, eða endurgreiðslur eftir vissum reglum — og án sérstakra um- sókna. Þetta mælir svo aftur með því, að breytingin nái í upphafi einvörðungu til þeirra, sem þegar njóta bóta. Að vissu leyti bar tekju- afslættina í skattkerfisbreyt- ingunni á sl. vori öfugt að. Þeir eru háðir tekjum, en einfalda ekkert, sem fyrir er. Þótt nýtt tekjujöfnunarkerfi af því tagi, sem hér er haft í huga, lofi verulegri einföldun og vinnusparnaði, tekjuöryggi og meira réttlæti en gildandi kerfi, er það ekki allra meina bót. Reyndar er ekki hægt að ætlast til þess, eins og trygg- ingarmál og skattamál eru flókin. Auk þeirra vandkvæða sem þegar hefur verið minnst á, má nefna eftirfarandi: 1. Hvernig á að fara með ýmsa frádráttarliði í gildandi lög- um. Ákjósanlegast er að hafa frádráttarliði sem fæsta frá álagningar- og inn- heimtusjónarmiði og senni- lega í mörgum tilvikum frá réttlætissjónarmiði einnig. 2. Hvernig á að leiðrétta af- slætti m. t. t. kauplagsbreyt- inga? Við losnum ekki við á- hrif kauplagsbreytinga á á- kvörðun afsláttarupphæða, fremur en við ákvarðanir um skattvísitölu í gildandi kerfi. 3. Hvernig á að fara með tekj- ur eiginkonu? Á faðir eða móðir, eða þá bæði að fá af- slátt vegna barna? 4. Hverjir eiga grunnafslætt- irnir að vera? 5. Til hverra á kerfið að ná? Hvernig á að meðhöndla þá, er stæðu utan við það? KOSTNAÐUR2 FRAMKVÆMD. Eflaust yrði einhver upp- hafskostnaður við að koma breytingum á, en tækifæri er til að spara fé og minnka fjárstreymi um ríkissjóð nreð sameiningu algengustu bóta tryggingarkerfisiins og skatta- kerfisins. Við slíka samteng- ingu mætti í sjálfu sér gera það að skilyrði, að nettóút- gjöld ríkissjóðs yrðu hin sömu í hinu nýja og hinu gamla kerfi. FV 10 1974 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.