Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 31

Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 31
Austurland Austfirðingafjórðung'ar nær frá Langancsi að norðan, frá og með Skeggjastaðahreppi, og suður að Skeiðará, að og með Hofshreppi. Þar búa nún a um 11,700 manns, og fer þar ört fjölgandi. 1 fyrra var meðal fólksfjölgun á landinu 1,06% en í Austfirðingafjórðungi varð fjölgunin 2,15%, eða næstmest á landinu, enda flytjast margir til A’ustfjarða um þessar mundir. Austfirðingar áttuðu sig fljótt á hvarfi síldarinnar og snéru sér strax að öðru og fóru því ckki eins illa út úr síldarlcysinu og margir aðrir. Nú stunda þeir einkum störf í frumframleiðslugrcinum, en leggja aukna áherzlu á úrvinnslugreinar og uppbyggingu þeirra. Frjáls verzlun fór í heimsókn til Austfjarða að' kynna sér ástand og horfur þar, og fara hér á eftir viðtöl við nokkra A’ustfirð- inga. Orkumálin efst á baugi: Bandaríkjamenn. Svisslendingar og IMorðmenn sýna áhuga á orkukaupum Rætt við Ingimund IUagnússon, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í /iusturlandskjördæmi. „Orkumálin eru í brennidepli í fjórðungnum núna. Bæði er rafmagnsskömmtun yfirvofandi, ef ekkert verður að gert, sem hefur stóraukinn olíukostnað við raforkuframleiðslu í för með sér, og svo er stærsti mögulegi virkjunarstaður á landinu innan fjórð’ungsins, sem byggist á frárennsli frá Vatnajökli norðanverðum. Svissneskir, bandarískir og ekki síst norskir aðilar, hafa sýnt áhuga á orkukaupum, ef að virkjun þeirra vatna verður“, sagði Ingimundur Magn- ússon, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga j Austurlandskjördæmi í viðtali við F.V. Nú þegar eru notaðar dísel- stöðvar til raforkuframleiðslu, þegar álag er mest, og er reiknað með að olíukostnaður- inn í ár verði um 217 millj. króna. Með fullum afköstum framleiðir Grímsárvirkjun 3,2 m/w og Smyrlárvirkjun 1,3 m/w, en hún dettur oft út vegna vatnskorts. Lagarfossvirkjun, sem nú er í byggingu, á að geta fram- leitt 7,5 m/w, en þrátt fyrir tilkomu hennar, verður aftur orðinn raforkuskortur á Aust- fjörðum 1978, og má þá reikna með að úr því verði að verja a. m. k. 400 milljónum króna til olíukaupa á ári, til að fram- leiða það sem á vantar. Þessi tala mun stíga ört, eftir því sem árin líða upp úr 1978. Sem dæmi um virkjunar- möguleika á Austfjörum, ef ráðist yrði þar í stórvirkjanir, er reiknað með að heppilegast yrði að miða fyrsta áfanga við 250 m/w afköst. Fræðilegur möguleiki er á að virkja vatns- föll þar, sem gætu framleitt allt að 1400 m/w. Næsta mál á dagskrá er virkjun Bessastaðaár og leggja Austfirðingar nú allt kapp á að fá næga fjárveitingu til að hanna og ljúka undirbúnings- vinnu við hana, svo unnt verði að bjóða verkið út 1976, í árs- byrjun. Hún á að geta fram- leitt 32 m/w. Taldi Ingimundur það svo hagkvæma framkvæmd, að hver króna, sem lögð væri í fhana nú, ætti eftir að koma tvö til sexföld til baka. HEIMASTJÓRNARKERFI í ORKUMÁLUM. „Þá viljum við einnig reyna að breyta skipulagningu orku- mála nokkuð, þannig að við FV 10 1974 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.