Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 34
stöðvar á Egilsstöðum íyrir Ú.Í.A. og þá með löglegri keppnisstærð á keppnisvöllum og sundlaug. íþróttahús og sundlaugar eru á nokkrum stöðum, þótt enn vanti nokk- uð á í þeim efnum. íþróttaá- hugi virðist mikill. Það er spilaður körfubolti, handbolti og knattspyrna og frjálsíþrótt- ir eru talsvert iðkaðar.“ KIRKJUMÁL. „Mér finnst safnaðarstarf á Austurlandi alveg viðunandi og víða verulega gott. Nýjar kirkjur rísa og þeim gömlu er yfirleitt vel við haldið. Við höfum alls staðar presta, marga unga og suma mjög góða kennimenn.“ STJÓRNUNAR- ERFIÐLEIKAR. Einhverjir mestu erfiðleik- ar okkar, ekki bara okkar Austfirðinga, heldur dreifbýl- isins í heild, er að við íslend- ingar búum við stjórnkerfi, eða embættismannakerfi, sem er ákaflega sterkt. En embætt- isniennirnir hafa takmarkað- an skilning á vandamálum og högum dreifbýlisins, lifa i sín- um fílabeinsturni í sínum ráðuneytum eða stjórnarstofn- unum og stýra í krafti reglu- gerða, sem þeir yfir höfuð hafa samið sjálfir. Þeirra á- hrif eru gífurleg og þetta köll- um við Kerfið, með stórum staf. Það er orðið allt of sterkt miðað við þá grundvallarhug- sjón okkar, sem kemur fram í stjórnarskrá lýðræðis- ríkis, þar sem Alþingi hefur löggjafarvald og myndar rík- isstjórn, vegna þess að styrk- ur kerfisins bvggist á þrem mjög sterkum grundvallar- punktum. í fyrsta lagi hafa embættis- mennirnir æviráðningu, sem er mjög alvarlegur hlutur, því menn þurfa ekki að vera hæf- ir í viðkomandi störf í dag, þó þeir hafi einhverntímann verið það, eða þegar þeir voru settir í það á sínum tíma. Og í öðru lagi er styrkur þeirra, og ekki minni, sem byggist á því, að stjórnmálamennirnir eiga allt undir embættismanna- kerfinu, þegar þeir eru í stjórnarandstöðu. Þetta hefur Kerfið gert sér fullljóst og not- fært sér í æ ríkara mæli. I þriðja lagi byggist styrkur þeirra á því að yfirleitt semur Alþingi nokkuð stutt og grein- argóð iög, sem stefna í á- kveðna átt. Svo taka embætt- ismennirnir lögin og búa til reglugerðir út úr þeim, jafn- vel margar. Úr grunnskóla- lögunum á t. d. að búa til 24 reglugerðir. Þó að lögin stefni í suður, stefna reglu- gerðirnar oft í austur eða vestur en beinast þó allar að einu meginmarki, það er að færa sem allra mest úrskurðr arvald, bremsuvalds, til hinna ýmsu ríkisstofnana og ráð- inna embættismanna, sem eru bara ráðnir en ekki lýðræðis- lega kjörnir. Það er orðið lífsnauðsynlegt að engin reglugerð fái stað- festingu nema þingmenn þeir á löggjafarþinginu, sem unnu að setningu laganna, yfirfari hana og samþykki áður. Við þurf- um að styrkja hornsteina lýð- ræðisins, löggjafarþingið okk- ar og ríkisstjórnina okkar, sýna henni meiri virðjngu og jafnvel að fela henni meiri völd en hún hefur. Taka þarf til endurskoðunar allt skipu- lag stjórnkerfisins. íslending- ar búa við gamla danska em- bættismannakerfið með leiðin- legri utanáhleðslu. Það hefur á engan hátt fylgt okkar þjóð- félagsþróun og fellur ekki inn í okkar þjóðfélagsmynd i dag. Bókhaldsþjónustan Berg hf. Egilsstöðum: Sér um bókhald fyrir mikinn hluta Austurlands Bókhaldsþjónustan Berg hf. er ungt fyrirtæki í mjög örum vexti á Egilsstöðum, en eins og nafnið bendir til, tekur fyrirtækið að sér bókhald. Sigurjón Bjarnason, ungur maður með Samvinnuskóla- menntun, veitir Bókhaldsþjón- ustunni forstöðu. Er FV ræddi við hann, sagðist hann hafa byrjað á þessu í bílskúr á Egilsstöðum vorið 1972. Þar var lágt undir loft og var hann í fyrstu einn. Áður höfðu nokkrir menn á Egilsstöðum tekið að sér bók- hald, en það tók orðið allan 34 þeirra frítíma og drógu þeir þá úr þessari starfsemi. Þá sá einn maður um bókhald um tíma, en var hættur nokkru áður en Sigurjón kom, með þeim afleiðingum að lá við neyðarástandi hjá sumum, sem notið höfðu þessarar þjón- ustu. FULLKOMIN BÓKHALDS- VÉL. Stofnendur að hlutafélaginu Berg eru m. a. þeir sömu og ráku bókhaldsþjónustu áður, en þeir höfðu á sínum tíma keypt fullkomna bókhaldsvél, sem sett var í bílskúrinn. Nú, aðeins röskum tveim árum seinna, eru starfsmenn- irnir orðnir þrír, og anna ekki eftirspurn. Reiknar Sig- urjón með að bæta við sig end- urskoðanda og einni stúlku til viðbótar, bæði til að anna eft- irspurninni og eins til að geta boðið núverandi viðskipta- vinum fullkomnari þjónustu. Berg hf. sér um bókhald m. a. þriggja hreppa, opinberra stofnana svo sem skóla og fé- lagsheimila, og einnig einka- fyrirtækja, félaga og einstak- linga. Viðskiptavinirnir eru á svæðinu norðan frá Borgar- firði og suður að Djúpavogi. FV 10 1974
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.