Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 45

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 45
Höfn í Hornafirði Fyrsta húsið á staðnum var verzlunarhús Rætt við Sigurð Hjaltasson, sveitarstjóra Byggð í Höfn í Hornafirði hófst með því að þangað var flutt verzlunarhús, sem áður hafði verið við Papós, og reist voru tvö íbúðarhús, í tengslum við verzlunina. Það var árið 1897. Var Höfn þá í Nesjahreppi, en árið 1946 var Hafnarhrepp- ur stofnaður og voru íbúar hins nýja hrepps þá rösklega 300. Síðan hefur fjölgað jafnt og þétt og hraðast nú síðustu ár. Árið 1964 voru íbúarnir t. d. 714, en eru nú um 1150. Miðað við síðasta manntal voru þar 413 manns 18 ára og yngri. FISKIÐNAÐURINN AÐALATVINNUVEGURINN Sigurður Hjaltason, sveitar- stjóri, sagðd í viðtali við FV. að fiskiðnaður og sjávarútveg- ur væri aðalatvinnuvegurinn á staðnum. 4 til 15 bátar frá 50 upp í 200 lestir að stærð, eru gerðir þaðan út, og stunda þeir allar algengustu veiðar, meira að segja síldveiðar í auknum mæli, sem vart geta þó talist algengar hér við land nú. f fyrra bárust 160 lestir síld- ar þar á land, en í lok nóv. nú í ár, var lestafjöldinn kom- inn á þrettánda hundraðið, Kaupfélag Skaftfellinga rekur stórt og mjög fullkomið nýtt frysti'hús á staðnum og sér yf- irleitt um alla fiskvinnslu en hlutafélag er um fiskimjöls- framleiðsluna. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ. Mikið landbúnaðarhérað er í nágrenni Hafnar, og er Höfn þjónustumiðstöð fyrir það. Þar er t. d. mjólkursamlagið, slát- urhúsið og afurðasala bænd- anna. Þá eru þar iðnfyrir- tæki svo sem trésmiðjur, vélsmiðjur og netagerð. Sig- auka iðnaðinn frekar til að atvinnulífið yrði ekki eins 'háð sveiflum sjávarútvegsins. VILJA KAUPA SKUTTOGARA Til þess að draga úr þessum sveiflum, hefur nú nýlega verið stofnað hlutafélag á Höfn um kaup á nýjum skut- togara, en málið er ekki komið á það stig að unnt sé að skýra frá því í smáatriðum. Engin skuttogari er nú gerður út frá Höfn. MIKLAR FRAMKVÆMDIR Af helstu framkvæmdamál- um hreppsfélagsins, sem nú eru á döfinni, nefndi Sigurður m. a. byggingu 2. áfanga gagn- fræðaskólans, en þar á að vera íþróttahús og sérkennslustofur. Búið er að gera stórt átak í varanlegri gatnagerð, og verðr ur haldið áfram við það verk- efni eftir því sem efni leyfa. Hafnarframkvæmdir eru í gangi, sem miða að því að auka viðlegupláss í höfninni og byrjað er á smíði nýrrar löndunarbryggju í tengslum við nýja frystihúsið. Þá er nú unnið að dýpkun á hafnar- svæðinu. Af stærri verkefnum má svo loks nefna að verið er að byrja á byggingu heilsugæzlu- miðstöðvar fyrir alla Austur- Skaftafellssýslu, sem verður á Höfn. Heimamaður, Guðmund- ur Jónsson, fékk verkið. Fyrst verður aðeins hluti stöðvarinn- ar byggður upp. Þá er einnig kominn vísir að elliheimili á Höfn, sem sýslusjóður rekur með hreppnum. NÆGILEG RAFORKA ER AÐAL HAGSMUNAMÁLIÐ. „Hagsmunamál okkar númer eitt er nú að tryggð verði nægileg raforka hér til þess að við þurfum ekki að sitja hér í myrkri um lengri eð(a skemmri tíma eins og í fyrra- vetur,“ sagði Sigurður. „í sum- ar var gert nýtt lón við Smyrl- árvirkjun en það hefur ekki safnast verulegt vatn í það, svo við erum uggandi um framleiðslu virkjunarinnar í vetur. 200 k/w díselstöð er væntanleg hingað á næsta ári, en þar til hún kemur, verðum við að bjarga okkur með notk- un gastúrbínu, eins og í fyrra,“ sagði hann að lokum. Elzta hús á Höfn, gamla verzlunarhúsið, sem flutt var frá Papós. Útlitið bendir til, að tímabært sé að taka ákvörðun um örlög þess. FV 10 1974 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.