Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.10.1974, Qupperneq 47
íslendingar erlendis Starfar ■ Saigon - búsettur í Bangkok Gunnar Tómasson, hagfræðingur segir frá starfi sínu hjá Suðaustur- Asíudeild Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Gunnar Tómasson, hagfrœðingur, dvaldist hér á landi ásamt fjölskyldu sinni í fríi í s'umar, en hann hefur starfað við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington síðan 1966. Gunnar starf- ar við Asíudeild sjóðsins, þar sem hann hefur gegnt starfi ráð- gjafa síðan síðastliðið vor. Gunnar er nú við störf í Saigon í Suður-Vietnam og flýgur á milli hennar og Bangkok í hverri viku. í Saigon starfar Gunnar sem ráðgjafi ríkisstjórnar Suður- Víetnam við mótun og fram- kvæmd efnahagsmálastefnu al- mennt. Gunnar lauk stúdents- prófi við Verzlunarskóla ís- lands vorið 1960 og hélt til hagfræðináms í Englandi þá um haustið og lauk hann prófi frá Manchesterháskóla árið 1963. Síðan hélt hann til framhaldsnáms við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og lauk þaðan hinum bóklega hluta doktorsgráðu, í svoköll- uðu almennu prófi við Ph. D- gráðu 1965. F.V.: — Hver var ástæðan fyrir því að þú valdir þér Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn sem starfsvettvang að námi loknu, Gunnar? Gunnar: — Ég leit á starf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem nokkurs konar framhalds- menntun á sviði hagfræði en sjóðurinn fjallar mjög ítarlega um efnahagsleg vandamál flestra landa heims. Sjóðurinn er því stofnun, þar sem mað- ur kynnist og fær reynslu í að fást við margbreytileg við- fangsefni við mismunandi þjóðfélagsaðstæður í ýmsum löndum. Áður en ég réðst til Alþ j óðagj aldeyrissj óðsins kannaði ég nokkuð starfs- möguleika á íslandi. Eins og Gunnar Tómasson, hagfræðingur. fleiri, var ég þá allskuldugur að loknu dýru námi. Um það bil þriðjungur námskostnaðar var fjármagnaður með ýmis- konar innlendum og erlendum styrkjum og önnur eins upp- hæð kom af eigin vinnu og frá fjölskyldu minni. Það sem upp á vantaði hafði ég fengið að láni fyrir sérstaklega góða fyrirgreiðslu bankastjóra Verzlunarbankans og Lands- bankans. Ef ég hefði ráðizt til starfa á íslandi, þá reiknaðist mér til að um það bil 3ja mánaða brúttótekjur myndi þurfa til þess að greiða vexti og afborg- anir af þessum skuldum og var því fjárhagslega ekki mögulegt fyrir mig annað en að hefja starf erlendis. F.V.: — f hverju eru störf þín hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um aðallega fólgin, hvert er hlutverk og starf sjóðsins og hvert er samband á milli starf- semi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans? Gunnar: — Starfsemi sjóðs- ins má segja að sé tvíþætt. í fyrsta lagi vinnur starfslið sjóðsins að ýtarlegum skýrslu- gerðum um ástand efnahags- mála í þeim liðlega 125 ríkjum sem eiga aðild að sjóðnum. Venjulega er gefin út að minnsta kosti ein heildar- skýrsla um ástand efnahags- mála í hverju aðildarríkja á ári hverju og í sumum tilfell- um er um fleiri skýrslur að ræða. Þessar skýrslur eru unnar af starfsliði sjóðsins á grundvelli viðræðna við hlut- aðeigandi stjórnvöld og þeirra gagna, sem berast stöðugt til höfuðstöðva sjóðsins í Was- hington. í alþjóðlegum umræð- um og samningum um efna- hagsmál eru skýrslur þessar oft lagðar fram sem grund- vallargögn fyrir hlutaðeigandi. í öðru lagi veitir Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn lán til meðlimaríkja sem eiga við stutttíma erfiðleika að etja í FV 10 1974 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.