Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 56
væri aðeins byrjunin á löngu
ferðalagi austur á bóginn og
ekki yrði eftir honum beðið í
Kaupmannahöfn. Þetta kostaði
allt nokkurt þras en undir lok-
in tók þó einn starfsmann-
anna af skarið og afgreiddi
málið á jákvæðan hátt um líkt
leyti og lokaútkall í vél Flug-
félags íslands til Kaup-
mannahafnar fór fram.
Enginn hefur bætt á sig kíl-
óum af þeirri máltíð, sem
fram var borin í hálöftunum
í þetta skipti, því að það var
ein franskbrauðssamloka með
skinku.
AUSTUR Á BÓGINN
Frá Kaupmannahöfn var
flogið með stónþotu SAS af
gerðinni DC 8 í einum áfanga
til Taskent í Suður-Rússlandi
og stanzað þar í tvo stundar-
fjórðunga til þess að taka
eldsneyti en síðan haldið á-
fram til Bangkok. Eins og ís-
lenzkir flugfarþegar, sem ferð-
ast heim frá Kaupmannahöfn
þekkja vel til. er maturinn,
sem framreiddur er í eldihúsi
SAS á Kastrup-fugvelli ekkert
slor. Var þess áþreifanlega
vart í þessari Austurlandaferð
hve mikil áherzla er lögð á
góða þjónustu og vel útilátinn
og fjölbreyttan mat í flugvél-
um SAS. Má segja að þrírétt-
að hafi verið á leiðinni til
Taskent og annar samsvarandi
matseðill síðan lagður fyrir
farþegana á leiðinni til Bang-
kok. Þessi góði viðurgerning-
ur stytti mönnum mjög tím-
ann og gerði hann ánægjuleg-
an. Til dægradvalar var svo
hægt að blaða í ýmsum tíma-
ritum, sem lágu frammi í vél-
inni og ennfremur upplýsing-
aritum SAS um Bangkok og
Thailand, sem áttu eftir að
koma að góðum notum.
KOMIÐ TIL
BANGKOK.
Á Don Muang-flugvellinum
við Bangkok var lent eftir 9
klukkustunda flug frá Kaup-
mannahöfn. Flugvöllurinn er í
um það bil 30 km fjarlægð frá
miðborginni. í flugvallarbank-
anum var byrjað á að skipta
í þarlenda mynt, sem nefnist
bath, en hver eining hennar
jafngildir _ um 6 íslenzkum
krónum. Áætlunarvagninn frá
flugvellinum flutti síðan far-
þegana alla leið heim að hótel-
dyrum, þar sem þeir ætluðu
að dveljast. Vitaskuld bar
margt nýstárlegt fyrir augu á
leiðinni inn í miðborgina og
má segja, að þetta hafi því
verið fyrsta skoðunarferðán á
ókunnum slóðum.
HÓTELIN.
Hótel í Bangkok eru yfir-
leitt mjög góð. og í þessu til-
felli var gist á hóteli, sem er
í ,,de luxe“ flokki, en samt
var ekki ýkjamikill verðmun-
ur á því og næstu gæðaflokk-
um neðar. Almennt séð er
verðlag á hótelum í Bangkok
mun lægra en í flestum öðr-
um borgum, sem ferðamenn
sækja í einhverjum mæli til.
Við þau stærstu eru sundlaug-
ar og góðir matsölustaðir, sem
leggja höfuðáherzlu á lipra
þjónustu enda er áberandi,
hve þægilegt er að umgangast
starfsfólk þessara staða eins og
reyndar alla aðra Thailend-
inga, sem greinarhöfundur
komst í kynni við. Þeir eru
kurteisir og ákaflega bros-
mildir á austurlenzka vísu og
segja gjarnan í tíma og ótíma
„mai pen rai“, sem þýðir:
„Skiptir ekki máli.‘‘ Á viður-
kenndum ferðamannastöðum
tala flestir starfsmenn ensku
eða skilja í það minnsta eitt-
hvað í ensku.
FÓLKIÐ f
BORGINNI.
Útlendir ferðamenn geta
verið nokkurn veginn öruggir
um sig í Bangkok og talið er
óhætt að ganga um borgina að
degi eða kvöldlagi án þess að
eiga neitt á hættu. Þó ber að
varast svikahrappa og
hrekkjalóma, sem geta beitt
ýmsum brellibrögðum og leik-
ið ferðamanninn grátt, meðal
annars með því að hafa út úr
honum peninga með frekju t.
d. með því að rétta fram blóm
eða einhverja álíka smámuni
og rukka síðan með miklu
offforsi. Getur þá reynzt erf-
itt að losna við heimamanninn
nema með því að borga hon-
um eitthvað.
Skýr stéttaskipting er ríkj-
andi í Bangkok og býr efnaða
fólkið í sérstöku einbýlishúsa-
hverfi, þar sem dagsstofurnar
gerast helzt ekki minni en 250
fermetrar. í borginni búa um
3 milljónir manna, en í Thai-
landi öllu um 35 milljónir.
Stærð landsins er svipuð og
Frakklands. Þar er hitabeltis-
loftslag með svölum tíma frá
nóvember til febrúar og regn-
tíma frá júlí til október. Heit-
asti árstími er marz til júní.
Mikill raki er í loftinu.
Thailendingar eru landbún-
aðarþjóð, sem hefur tekizt að
brauðfæða sig. Búddatrúin hef-
ur enn sterk ítök í fólkinu
enda fá flest börn menntun
sína í Búddamusterunum.
Þau eru ekki minnismerki
heldur þáttur í daglegu lífi
hvers Thailendings. Ferða-
menn eru almennt virtir og
boðnir velkomnir til Thailands
nema íbúar kommúnistaríkja,.
sem talið er að eigi þangað
annað erindi en að kynnast
landi og þjóð á þann hátt,
sem ferðamenn venjulega
gera.
Samkvæmt gamalli hefð,
sem er sjálfsagt ýmsum holl
til eftirbreytni, telja Thailend-
ingar höfuðið mikilvægasta
hluta líkamans og fæturna
þýðingarminnstan. Ferðamönn-
um, er vilja komast leiðar
sinnar í almenningsvögnum, er
þess vegna ráðlagt að snúa
ekki fótum beint að Thailend-
ingum og snerta ekki koll
þeirra. Ef stofna skal til sam-
ræðna við Thailending sem
setztur er niður, er sjálfsögð
kurteisi að setjast, áður en
spjallið er hafið, og tala ekki
yfir honum.
Enginn vafi leikur á því, að
húsbóndinn ræður ríkjum á
heimilinu og sé hann sæmilega
efnum búinn hefur hann
gjarnan þjónustulið. Eru það
einkum ungar stúlkur, sem
ráðast til slíkra húsverka en
með aukinni menntun kvenna
hafa þær fært sig heldur upp
á skaftið. Ekki er jafn auðvelt
að fá þær til að sinna vinnu-
konustörfum á einkaheimilum
og áður var. Laun eru yfirleitt
lág í Thailandi. Hafa skrif-
stofumenn um 1500 bath á
mánuði, lögreglumenn og
verkamenn 700 en verksmiðju-
fólk og leigubílstjórar um
1200.
AÐ VERZLA.
Séu menn í þeim hugleið-
ingum að gera góð innkaup
öðrum þræði þá er Bangkok
vissulega borgin til þess. Þar
er fjöldi verzlana, sem bjóða
upp á alls konar gjafavörur,
silki, handunnið leður, út-
skorna trémuni og skartgripi
úr bronzi og silfurhnoði, svo
56
FV 10 1974