Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 59

Frjáls verslun - 01.10.1974, Page 59
hressustu menn að ræða. Að sjálfsögðu var haldið inn á veitingastað og rætt lítillega saman en síðan farið í boði Þorsteins Jónssonar, flugstjóra, út á golfvöll. Eftir því sem greinarhöfund- ur veit bezt mun einn íslend- ingur búa í Bangkok um þess- ar mundir með fjölskyldu sinni. Það er Gunnar Tómas- son, sem starfar á vegum Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins í Sai- gon í Suður-Víet Nam. Var vel tekið á móti ferðalangn- um á heimili Gunnars, sem býr mjög vel á þessum fjar- lægu slóðum, en viðtal við hann birtist á öðrum stað hér í blaðinu. FERÐALOK. Eftir viðburðaríka vikudvöl Bangkok er haldið heim á ný. Ferðin hefði átt að standa í að minnsta kosti 3 vikur til þess að tími gæfist til að skoða fleiri merkisstaði og sjá meira af landinu. Nútímatæknin í flugsamgöngum og sá árang- ur, sem nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa náð í flutningum á flugleiðum tii fjarlægustu staða á jarðarkúl- unni, gera okkur íslendingum kleift að komast með ótrúlega lítilli fyrirhöfn í kynni við gjörsamlega nýjan heim. Eftir Austurlandaferð af þessu tagi geymir ferðamaðurinn góðar minningar og fallega, sérstæða muni til minja um ágæta daga í ævintýraborginni Bangkok. Bangkok er rík af margvíslegum ævafornum og býsna skraut- legum mannvirkjum. SJÁVARFRÉTTIR BLAÐ SJÁVAROTVEGSINS Áskriftar- og auglýsingasímar: 82300-82302 FV 10 1974 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.