Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 63

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 63
Ilm heima og geima Eins og sjúklingurinn sagði: — Óskandi væri, að ég yrði fljótlega svo hress að ég þyldi það, sem ég hef ekki gott af. Tvær rosknar dömur voru á gangi í Hljómskálagarðinum og komu auga á ungt par, sem sat þar á bekk. — Hvert þó í logandi, sagði önnur. Þarna situr þrjóturinn hann tengdasonur minn. . . . en dótturina þekki ég ekki. — ® — Svo að Palli ríki hefur fall- izt á að þú fengir dóttur hans fyrir kon’u? — Fallizt á og fallizt á ekki. Ég á bara að ganga að einu skilyrði fyrst og síðan verður þetta allt klappað og klárt. — Nú. Hvert er skilyrðið? — Að hann fái að sjá mig hengdan fyrst. Prestur í sveitaþorpi í Dan- mörku hafði háð langa og stranga baráttu gegn bjór- kránni á staðnum. Baráttan var ójöfn og að lokum greip prestur til örþrifaráða í ör- væntingu sinni. Hann setti upp skilti á kirkjudyrnar með eftirfarandi áletrun: „Áfengið er versti óvinur mannkynsins." Lárus skósmiður sá skiltið og var á báðum áttum, þegar hann fór næst á krána. Upp úr hádeginu. kom hann reikull í spori út af kránni, fullur og — Er þetta ekki sniðugt? Litla Hólmfríður Jónsdóttir er far- in að taka eftir pilt’unum í kringum sig. með tvær bjórflöskur í vasan- um. Hann kom auga á prest, þar sem hann stóð álengdar: — Góðar fréttir, séra minn. Tíu óvinir felldir og tveir teknir til fanga, Hikk. . . . Undirréttardómarinn kom inn á bílaverkstæðið með bíl- inn sinn, sem var í ólagi. Hann vék sér að verkstæðisfor- manninum og sagði: — Sverjið þér að gera við karboratorinn, allan karbora- torinn og ekkert nema kar- boratorinn? Stína kom heim úr skólan- um svolítið miður sín. — Kom eitthvað fyrir, ástin mín? spurði mamma. — Já. Ég gleypti tvo tí- kalla. — Heyr á endemi. Hvernig gerðist það? — Það var umferðarfræðsla. Ég lék stöðumæli. FV 10 1974 63

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.