Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 66

Frjáls verslun - 01.10.1974, Síða 66
HFrá rítsijórn Viðskiptin við Kanada Fyrir nokkru fór hópur íslenzkra kaup- sýslumanna í kynnisferö til Kanada í boði þarlendra stjórnvalda. Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, aðalræðismaöur Kanada hér á landi, átti mikilvægan þátt í að ferð þessi var farin en Félag íslenzkra stór- kaupmanna sá að öðru leyti um undirbún- ing hennar. Á næsta ári ætla Vestur-íslendingar að minnast 100 ára landnáms íslendinga í Kanada með fjölbreyttum hátíðahöldum á Gimli í Manitoba. Síöustu fréttir herma, að hvorki meira né minna en 400 manns hafi látið skrá sig í ferðir vestur um haf í sambandi við þátttöku í þessum hátíða- höldum. Rík tengsl menningarlegs- og til- finningalegs eðlis hafa lengi legið milli ís- lands og Kanada. Þau hafa þó fyrst og fremst verið einstaklingsbundin eða tak- markazt við hóp Vestur-íslendinga hvað Kanadabúa snertir. Er raunar sérkennilegt að búseta íslendinganna í Kanada skuli ekki hafa leitt af sér mun víðtækari kynni og samskipti þessara tveggja þjóða, sem Islendingar og Palestínuarabar eru alls góðs maklegir en það er tímabært að íhuga hvers konar forystusveit það er, sem vill fá alþjóðlega viðurkenningu sem fulltrúar þeirra út á við og leiðtogar heima fyrir. Um þetta efni eru mjög deildar meiningar hjá Palestínu- aröbum sjálfum en svo vill til, að eftir harðvítugar deilur helztu foringja Araba- ríkjanna, var ákveðið, að hin svonefndu „Frelsissamtök Palestínu“, með Arafat í broddi fylkingar, skyldu koma fram fyrir hönd Palestínumanna en ekki Hussein J órdaníukonungur. Þarna hefur farið fram mjög hrikalegt valdatafl í þröngri klíku ráðamanna Ar- aba, og furðar marga stjórnmálafrétta- menn reyndar á, að það skyldi ekki enda með mannvígum miðað við fyrri dæmi um samskipti eyðimerkurhöf ðingj anna. um margt eiga sömu hagsmuna að gæta. Eða er það einmitt skýringin á, að sam- gangurinn hefur ekki orðið meiri? Við höfum starfað með Kanadamönnum að eflingu varna á N.-Atlantshafi og ís- lenzkir fiskútflytjendur hafa stofnað til samstarfs við kanadíska starfsbræður sína til verndar sameiginlegum hagsmunum í Bandaríkjunum. Verzlun og viðskipti milli landanna hafa hins vegar lítil sem engin verið, ef frá eru talin flugvélakaup Loft- leiða hjá Canadair-verksmiðjunum fyrir allmörgum árum. Víst er, að Kanadamenn framleiða fjölbreytt úrval landbúnaðar- og iðnaðarvara, sem okkur er nauðsyn að kaupa erlendis frá. Með vaxandi velmegun í Kanada má líka gera ráð fyrir, að þar geti skapazt markaður fyrir tízkufatnað og aðra ullarvöru okkar auk hugsanlega ann- arrar iðnaðarframleiðslu. Full ástæða er til að skoða nákvæmlega aðstæður á Kan- adamarkaði, bæði með hagkvæm innkaup í huga og eins möguleika til útflutnings. Arafat Fyrir þessari ákvörðun, sem ekki er á neina lund tekin í samráði við þjóðir við- komandi ríkja, bukka flestir fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna sig nú — í skugga olíuvopns Arabanna. Hin svonefndu „Frelsissamtök Palestínu“ hafa fyrst og fremst getið sér orð fyrir hryðjuverk. Mikill fjöldi Palestínumanna fyrirlítur Arafat og morðsveitir hans. Ara- fat hefur hins vegar orðið ofan á í bili og mætti með byssuna í sölum allsherjar- þingsins. Það er gott til þess að vita, að Islending- ar skuli ekki vera svo ofurseldir Aröbum í orkumálum, aö þeir láti þvinga sig til sam- stöðu með ofbeldisseggjum en geti vegið og metið málin sjálfstætt og hagað at- kvæði sínu í samræmi við eigin niðurstöð- ur. 66 FV 10 1974

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.