Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 9

Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 9
Hinn ungi upprennandi stjórnmálamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, er sagð- ur kanna hvar hann eigi að bera ni'ður í pólitíkinni næst. Hann mun hafa mestan hug á að ganga í Alþýðubandalagið og verða „Ieiðtogaefni“ þess í náinni framtíð. Þegar kunnur stjórnmálamaður á hægri væng heyrði þetta, sagði hann: „Það er ágætt, þá klofnar Al- þýðubandalagið enn einu Það hefur vakið athygli manna að forsetaembætt- ið hefur fest kaup á glæsi- legum Mercedes Benz fólksbíl á heldur óheppi- legum tíma, þ.e.a.s. með- an Vestur-Þjóðverjar beita okkur efnahags- þvingunum með löndun- arbanni kaupum við rán- dýrar lúxusvörur af þeim. — ® — Sömu sögu er að segja af Magnúsi Kjartanssyni — vini alþýðunnar — hann er að kaupa sér toll- frjálsan lúxusbíl frá Vcst- ur-Þýzkalandi, rösku ári eftir að hann féll af ráð- herrastóli. Magnús er ef- laust þakklátur Vestur- Þjóðverjum fyrir löndun- arbannið og verðlaunar þá með þessum hætti. Þeir hugsa ckki oft um sjálfa sig leiðtogar Al- þýðubandalagsins, eða hvað??? Tveir framsóknarmenn vilja losna af þingi sem fyrst. Jón Skaftason hef- ur verið að leita að em- bætti undanfarið, en flokksleiðtogarnir hafa verið tregir til að verða við óskum hans. Nú vil 1 Jón verða sendiherra og fær þá ósk uppfyllta. Ingvar Gíslason gengur með ráðherrann í magan- um og segist vera hættur á þingi fái hann ekki ráð- herrastól þegar í stað. Ekki er vitað hvort flokksleiðtogarnir, Ólafur og Þórarinn, ætli að verða við þeim óskum. Það vakti athygli í- þróttamanna, þegar Iands- lið íslands og A-Þýzka- lands kepptu í knatt- spyrnu í Reykjavík á dög- unum, að austur-þýzki þjálfarinn kom til leiks með austur-þýzka sendi- herranum í einkabíl hins síðar ncfnda. Að leikslok- um ók sendiherrann einn í burtu, en þjálfarinn varð að fara í langferða- bíl með fótboltamönnun- um. Þannig afgreiða menn málin í alþýðulýð- veldunum. — • — í haust kemur út afar athyglisverð sjálfsæfisaga Stefáns íslandi — hins heimsfræga óperusöngv- ara — í bókinni segir hann frá ýmsum skemmti- legum atburðum æfi sinn- ar, bæði í Skágafirði og mörgum frægustu söng- höllum Evrópu. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, færði bókina í letur, en hún á að heita: „Áfram veginn". e Spár sölustjóra Flug- leiða. vestanhafs um tals- verða aukningu í farþega- flutningum Loftleiða yfir Atlantshafið á þess'u sumri hafa reynzt réttar. Á fundi Flugleiðamanna hér í fyrrahaust taldi John Loughery, sölustjóri í New York, að flutning- arnir myndu aukast til muna á þessu ári. Það mátti hann víst ekki segja einhverra hluta vegna og aðrir forstöðumenn fé- lagsins héldu hinu gagn- stæða fram. Allar Loft- lciðavélar fara sneisafull- ar frá Bandaríkjunum um þessar mundir, oft þrjár á kvöldi. Þá eru eftir tug- ir farþega, sem ekki fá far og er mörgum komið á flugvélar annarra fé- laga. Þrátt fyrir slíkar að- gerðir eru yfirbókanir Loftleiða svo miklar, að fjöldi farþega situr eftir með sárt ennið. Fyrir nokkru kom til handalög- mála í afgreiðslu Loft- leiða í New York og varð að kveðja lögregluna á vettvang til að skakka leikinn. Þar voru far- þegar að slást um sætin í vélinni. Þykir mörgum þessi yfirbókanastefna félagsins kynleg og mætti spyrja hvað ráði því að ekki voru áætlaðar fleiri ferðir úr því að farþeg- arnir cru fyrir hendi. — • — Lögreglan í Reykjavík hefur gert sérstakar ráð- stafanir umhverfis vestur þýska sendiráðiðiReykja- vík, kynnt sér umhverfi hússins gaumgæfilega og einnig húsið sjálft. Einnig hefur verið efnt til a.m.k. einnar sérstakrar skotæf- ingar vegna þessa. Við- búnaður þessi stendur í beinu sambandi við rétt- arhöld yfir Baader Mein- hof hryðjuverkamönnum, sem í haldi eru í Vestur- þýzkalandi. FV 6 1975 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.