Frjáls verslun - 01.06.1975, Page 23
Erindi flutt á Viðskiptaþingi V.í. 1975
IMarkaðsbúskapur og hlutverk
verðmyndunar með hliðsjón af
árangri annarra búskaparhátta
Eftir dr. Þráin Eggertsson
Umræður um skipan efna-
hagsmála hafa undanfarna
fimm mannsaldra a. m. k. snú-
ist um það öðru fremur, hvort
sé ágætara hagkerfi, hið sósíal-
íska eða hið kapítalíska. Á það
hefur þó verið bent, að þessi
hugtök eru fremur haldlítil,
þegar á reynir, þar sem þau
eru notuð, allt að því gáleysis-
lega, um hagkerfi, sem eiga fátt
sameiginlegt. Til dæmis eru
Sovétríkin, Júgóslavía og Tans-
anía talin sósíalísk lönd, en
Bandaríkin, Svíþjóð og Japan
kapitalísk. Þessi tvískipting er
við það miðuð fyrst og fremst,
hver er talinn eigandi fram-
leiðslutækja þjóðarbúsins. Séu
þau sameign þjóðar ríkir sósíal-
ismi, en kapítalismi, þegar ein-
staklingar eru skráðir eigendur.
Eignarréttarhugtakið er hins
vegar afar óljóst og erfitt að
henda reiður á því. Rétt skráðra
eigenda má t. d. takmarka, uns
þeir eru eigendur aðeins að
nafninu. Þetta gerðist í Þýzka-
landi á árunum 1936 til 1945,
þegar þar var rekinn áætlana-
búskapur með strangri mið-
stjórn, sem að öllu leyti svinaði
til hins miðstýrða kerfis í Ráð-
stjórnarríkjunum, nema þvi, að
einstaklingar voru yfirleitt
taldir eiga fyrirtækin í landinu,
enda þótt þeir réðu litlu sem
engu um rekstur þeirra. Annað
dæmi má nefna um, hversu
tvírætt eignarréttarhugtakið er.
í nokkrum löndum eru nú gerð-
ar tilraunir með markaðssósíal-
isma, sem telja verður athyglis-
verðar. Þar eru fyrirtæki í
þjóðareign, en starfsfólk fer
með stjórn þeirra í umboði al-
þjóðar, en sér til aðstoðar ræð-
ur það framkvæmdastjóra, yfir-
leitt í samvinnu við stjórnvöld í
viðkomandi héraði. Það hefur
viljað brenna við, að þessir
framkvæmdastjórar hafi tekið
öll völd í sínar hendur, enda
hefur verkafólk í löndum, þar
sem þetta hefur verið reynt, oft
skort almenna og tæknilega
þekkingu á rekstri fyrirtækja.
Við slíkar aðstæður er hætt við,
að „hin nýja stétt“ hlaupi í
skarðið. Allt sýnir þetta, að
mestu máli skiptir, hverjir ráða
í raun og veru yfir atvinnutækj-
unum, en ekki, hverjir eru
taldir eigendur þeirra að lögum.
Þegar öllu er á botninn
hvolft, er þjóðarbúskapurinn
svo margslungið fyrirbrigði, að
hvers konar tvískipting er
gagnslítil, ef gera á rækilegan
samanburð á hagkerfum ólíkra
landa. Auk yfirráðanna yfir
framleiðslutækjunum þarf að
hafa í huga, hvort efnahagsmál
ráðast á mörkuðum eða af vald-
stjórn; hvort atvinnustarfsemi
fyrirtækja og einstaklinga er
stjórnað með beinum tilskipun-
um eða óbeint með hvatningu,
hvort fyrirtæki og einstakling-
ar standi í samkeppni; hvort
landið sé einangrað eða þáttur
milliríkjasamskipta mikill.
Þannig hefur sænskur fræðd-
maður lagt til, að alls átta at-
riði verði lögð til grundvallar
við flokkun hagkerfa. í stuttu
erindi gefst ekki tími til að
glíma við svo flókna skilgrein-
ingu, og verður því að einfalda
málið nokkuð, en þá er skyn-
samlegast að miða niðurröðun
hagkerfa við hátt þann, sem
hafður er á ákvarðanatöku.
Vald til ákvörðunar um fram-
leiðslu, neyslu, vinnu og annað,
sem til efnahagsmála heyrir,
getur legið hjá heimilum, fyrir-
tækjum, sveitarfélögum, lands-
hlutasamtökum, ríkisstjórn eða
ríkjasamsteypu. Hinar þjóðfé-
lagslegu andstæður, sem hér
blasa við, eru annars vegar
valddreifing og hins vegar vald-
söfnun. Ef dreifing valds er
mikil ákvarðar heimilisfólk og
einstaklingar, hvar í landinu
sem þeir búa, hvaða störf þeir
vinna, skiptingu ársins í frí-
stundir og vinnustundir og
hvaða vöru og þjónustu þeir
kaupa, en fyrirtæki ákveða
meðal annars staðsetningu
verksmiðju, fjárfestingu, fram-
leiðsluaðferð, framleiðsluvöru,
FV 6 1975
23