Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Side 35

Frjáls verslun - 01.09.1975, Side 35
Nærtækt dæmi um það er af- staða manna til hagvaxtar. „FÉLAGSLEG GÆÐI“ Fyrir tveim til þrem áratug- um var það meginskoðun flestra að stefnt skyldi að auknum hagvexti, mikilli framleiðslu, f.ramleiðni o. s. frv. Á síðustu árum hefur orð- ið vart þeirrar tilhneigingar m. a. hjá ungu fólki, sérstak- lega menntafólki, að taka beri önnur almennari markmið fram yfir hagvaxtaraukning- una. Og því er jafnvel haldið fram, að hið mikla kapphlaup háþróuðu iðnaðarríkjanna um stöðugt meiri hagvöxt og stöð- ugt betri lífskjör, gæti bein- línis skaðað mannkynið í heild. Þegar umræður og af- slaða manna kemst á þetta stig, sleppir bláköldum stað- reyndum. Þarfafullnægingin e.r komin á það stig, að val alls almennings snýst ekki lengur um vöru A eða B, heldur önn- ur lífsgæði, sem oft er unnt að flokka undir svokölluð „félagsleg gæði“, sem afar erf- itt getur verið að skilgreina og mæla í mörgum tilfellum, jafnframt því, sem byrjað er að hafna ýmsum áunnum gæð- um. MÓTSAGNIR Þegar hér er komið í um- ræðunni fer að gæta mótsagna í afstöðu einstaklinga og hags- munahópa til þeirra grund- vallaratriða, er hafa ráðið úr- slitum um veilíðan fjöldans og hið háa lífskjarastig. Sem dæmi má nefna neikvæða af- stöðu ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingar til réttrar verðlagningar á framleiðslu, vörum og þjónustu er atvinnu- vegirnir láta í té. Á sama tíma sem þessum aðilum er skorinn þröngur stakkur með opinberri ákvarðanatöku í gengismálum, verðlagsmálum, lánamálum o. s. frv., geta fulltrúar sömu hagsmunahópa mótmælalaust samþykkt stór- auknar álögur á allan almenn- ing vegna þarfa og útvíkkun- ar á starfsemi hins opinbera. í stað þess að leyfa kröftum atvinnulífsins að leita eðlilegs jafnvægis í sveigjanlegri og frjálsari verðmyndun og leið- rétta síðan það sem á kanr. að hallast á þá sem eru verst settir í lífsbaráttunni í gegn- um skattakerfið, er farið öf- ugt að hérlendis og því miður alltof víða í hinum svokölluðu blönduðu hagkerfum er flestar nútíma lýðræðisþjóðir búa við. Kem ég þá að því atriði, er lýtur að mati mínu á afstöðu launþega til frjáls markaðs- búskapar. VERKALÝÐUR AÐIIYLLIST FRJÁLSAN MARKAÐS- BÚSKAP. Ef litið er fyrst til vest- rænna lýðræðisþjóða í heild held ég að óhætt sé að segja, að meirihluti þess fólks, er myndar verkalýð þessara landa aðhyllist og styðji frjáls- an markaðsbúskap og hafni al- gjörlega sósíalískum áætlun- arbúskap. Það, hversu langt verkalýður hinna einstöku landa gengur í stuðningi sín- um við frjálsan markaðsbú- skap, er nokkuð breytilegt eft- ir löndum. Byggist það m. a. á sögulegri hefð, stjórnmála- ástandi, samsetningu vinnu- stétta og forystumönnum á þessu sviði. Eftirtektarvert er, að ýmsir af þeim forystu- mönnum sósialdemókrata, er komu upp á kreppuárunum fyrir síðustu heimsstyrjöld og enn eru áhrifamenn í hreyf- ingunni, eru f.rekar neikvæð- ir gagnvart framkvæmd frjáls markaðsbúskapar, einkum hvað varðar frjálsa verðmynd- un. Sá . hluti ve.rkalýðshreyf- ingarinnar, sem er undir á- hrifum kommúnista og stjórn þeirra, er fjandsamlegur frjáls- um markaðsbúskap og vill þetta efnahagskerfi feigt. Hversu langt þeir ganga í and- stöðu sinni í þessum efnum fer eftir aðstöðu þeirra og pólitískum styrkleika í ein- stökum löndum, efnahagsá- standi o. fl. EKKI MÖGULEIKAR TIL ALGJÖRS FRELSIS. Stóraukið samstarf vest- rænna þjóða og aukið frjáls- ræði í verzlun og viðskiptum þjóða í milli eftir síðustu heimsstyrjöld sýnir, að það hefur verið vilji meirihluta fólksins fyrir stefnu frjáls markaðsbúskapar. Um og yfir 80% alls vinnandi fólks telst til verkalýðs — launaþiggj- enda — í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem frjáls markaðsbúskapur er þró- aðastur. Meirihlutavaldið í verkalýðshreyfingu þessara landa, ef Bandaríkin og Kan- ada eru undanskilin, hefur í áratugi verið í höndum sósíal demókrata, lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, auk þess sem jafnaðarmenn hafa oft á tíðum farið og fara enn með stjórn ýmissa lýðræðisríkja. Þessi.r að- ilar hafa ásamt borgaralegum flokkum byggt upp þann eða þá tegund frjáls markaðsbú- skapar, sem við þekkjum í ná- grannalöndum okkar. Örugg- lega má ýmislegt að þessari framkvæmd finna, en ég held, að allt upplýst fólk geri sér fulla grein fyrir, að nútíma þjóðfélagshættir skapa ekki möguleika til algjörs frelsis í þessum málum frekar en öðr- um. Tækniþróun nútímans, gíf- urleg fólksfjölgun, mannúð- legri sjónarmið gagnvart lítil- magnanum, stórveldapólitík, risastór fjölþjóðafyrirtæki og auknar kröfur alls fjöldans um stöðugt betri lífskjör, hefur á liðnum áratugum útheimt að leitað væri nýrra leiða við úrlausn hagsmunaárekstra til að koma í veg fyrir ófrið eða miklar þjáningar. Við það hefur myndast svo- kallað blandað hagkerfi, sem mér virðist vera ákaflega teygjanlegt hugtak. í þessu kerfi er gert ráð fyrir ákveðn- um afskiptum ríkisvaldsins af atvinnustarfseminni. Hversu langt er gengið í þeim efnum getur oft ráðist af kringum- stæðum eða duttlungum þeirra FV 9 1975 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.