Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 35
Nærtækt dæmi um það er af- staða manna til hagvaxtar. „FÉLAGSLEG GÆÐI“ Fyrir tveim til þrem áratug- um var það meginskoðun flestra að stefnt skyldi að auknum hagvexti, mikilli framleiðslu, f.ramleiðni o. s. frv. Á síðustu árum hefur orð- ið vart þeirrar tilhneigingar m. a. hjá ungu fólki, sérstak- lega menntafólki, að taka beri önnur almennari markmið fram yfir hagvaxtaraukning- una. Og því er jafnvel haldið fram, að hið mikla kapphlaup háþróuðu iðnaðarríkjanna um stöðugt meiri hagvöxt og stöð- ugt betri lífskjör, gæti bein- línis skaðað mannkynið í heild. Þegar umræður og af- slaða manna kemst á þetta stig, sleppir bláköldum stað- reyndum. Þarfafullnægingin e.r komin á það stig, að val alls almennings snýst ekki lengur um vöru A eða B, heldur önn- ur lífsgæði, sem oft er unnt að flokka undir svokölluð „félagsleg gæði“, sem afar erf- itt getur verið að skilgreina og mæla í mörgum tilfellum, jafnframt því, sem byrjað er að hafna ýmsum áunnum gæð- um. MÓTSAGNIR Þegar hér er komið í um- ræðunni fer að gæta mótsagna í afstöðu einstaklinga og hags- munahópa til þeirra grund- vallaratriða, er hafa ráðið úr- slitum um veilíðan fjöldans og hið háa lífskjarastig. Sem dæmi má nefna neikvæða af- stöðu ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingar til réttrar verðlagningar á framleiðslu, vörum og þjónustu er atvinnu- vegirnir láta í té. Á sama tíma sem þessum aðilum er skorinn þröngur stakkur með opinberri ákvarðanatöku í gengismálum, verðlagsmálum, lánamálum o. s. frv., geta fulltrúar sömu hagsmunahópa mótmælalaust samþykkt stór- auknar álögur á allan almenn- ing vegna þarfa og útvíkkun- ar á starfsemi hins opinbera. í stað þess að leyfa kröftum atvinnulífsins að leita eðlilegs jafnvægis í sveigjanlegri og frjálsari verðmyndun og leið- rétta síðan það sem á kanr. að hallast á þá sem eru verst settir í lífsbaráttunni í gegn- um skattakerfið, er farið öf- ugt að hérlendis og því miður alltof víða í hinum svokölluðu blönduðu hagkerfum er flestar nútíma lýðræðisþjóðir búa við. Kem ég þá að því atriði, er lýtur að mati mínu á afstöðu launþega til frjáls markaðs- búskapar. VERKALÝÐUR AÐIIYLLIST FRJÁLSAN MARKAÐS- BÚSKAP. Ef litið er fyrst til vest- rænna lýðræðisþjóða í heild held ég að óhætt sé að segja, að meirihluti þess fólks, er myndar verkalýð þessara landa aðhyllist og styðji frjáls- an markaðsbúskap og hafni al- gjörlega sósíalískum áætlun- arbúskap. Það, hversu langt verkalýður hinna einstöku landa gengur í stuðningi sín- um við frjálsan markaðsbú- skap, er nokkuð breytilegt eft- ir löndum. Byggist það m. a. á sögulegri hefð, stjórnmála- ástandi, samsetningu vinnu- stétta og forystumönnum á þessu sviði. Eftirtektarvert er, að ýmsir af þeim forystu- mönnum sósialdemókrata, er komu upp á kreppuárunum fyrir síðustu heimsstyrjöld og enn eru áhrifamenn í hreyf- ingunni, eru f.rekar neikvæð- ir gagnvart framkvæmd frjáls markaðsbúskapar, einkum hvað varðar frjálsa verðmynd- un. Sá . hluti ve.rkalýðshreyf- ingarinnar, sem er undir á- hrifum kommúnista og stjórn þeirra, er fjandsamlegur frjáls- um markaðsbúskap og vill þetta efnahagskerfi feigt. Hversu langt þeir ganga í and- stöðu sinni í þessum efnum fer eftir aðstöðu þeirra og pólitískum styrkleika í ein- stökum löndum, efnahagsá- standi o. fl. EKKI MÖGULEIKAR TIL ALGJÖRS FRELSIS. Stóraukið samstarf vest- rænna þjóða og aukið frjáls- ræði í verzlun og viðskiptum þjóða í milli eftir síðustu heimsstyrjöld sýnir, að það hefur verið vilji meirihluta fólksins fyrir stefnu frjáls markaðsbúskapar. Um og yfir 80% alls vinnandi fólks telst til verkalýðs — launaþiggj- enda — í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, þar sem frjáls markaðsbúskapur er þró- aðastur. Meirihlutavaldið í verkalýðshreyfingu þessara landa, ef Bandaríkin og Kan- ada eru undanskilin, hefur í áratugi verið í höndum sósíal demókrata, lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, auk þess sem jafnaðarmenn hafa oft á tíðum farið og fara enn með stjórn ýmissa lýðræðisríkja. Þessi.r að- ilar hafa ásamt borgaralegum flokkum byggt upp þann eða þá tegund frjáls markaðsbú- skapar, sem við þekkjum í ná- grannalöndum okkar. Örugg- lega má ýmislegt að þessari framkvæmd finna, en ég held, að allt upplýst fólk geri sér fulla grein fyrir, að nútíma þjóðfélagshættir skapa ekki möguleika til algjörs frelsis í þessum málum frekar en öðr- um. Tækniþróun nútímans, gíf- urleg fólksfjölgun, mannúð- legri sjónarmið gagnvart lítil- magnanum, stórveldapólitík, risastór fjölþjóðafyrirtæki og auknar kröfur alls fjöldans um stöðugt betri lífskjör, hefur á liðnum áratugum útheimt að leitað væri nýrra leiða við úrlausn hagsmunaárekstra til að koma í veg fyrir ófrið eða miklar þjáningar. Við það hefur myndast svo- kallað blandað hagkerfi, sem mér virðist vera ákaflega teygjanlegt hugtak. í þessu kerfi er gert ráð fyrir ákveðn- um afskiptum ríkisvaldsins af atvinnustarfseminni. Hversu langt er gengið í þeim efnum getur oft ráðist af kringum- stæðum eða duttlungum þeirra FV 9 1975 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.