Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Síða 55

Frjáls verslun - 01.09.1975, Síða 55
SJÖ SAMLÖG AÐILAR Osta- og smjörsalan var stofn- uð árið 1958. Stofnendur voru Samband ísl. samvinnufélaga fyrir hönd mjólkursamlaga í eigu kaupfélaganna og Mjólk- ursamsalan fyrir hönd Mjólkur- bús Flóamanna og samlaganna í Borgarnesi og Búðardal. Sam- tals eru það sjö mjólkursamlög sem Osta- og smjörsalan annast sölu fyrir og er það gert á um- boðsgrundvelli með föstum um- boðslaunum, sem reiknast til baka við árslok og endurgreið- ast ef þau eru ekki notuð. í fyrra nam velta Osta- og smjör- sölunnar 1800 milljónum króna en umboðslaunin hafa verið á bilinu 3—3V2 % eftir árferði og umsetningu. Hjá Osta- og smjörsölumni starfa um 30—40 manns eftir árstíma. Fyrirtækið rekur ýmsa þjónustu við mjólkursamlögin og starfrsekir í því sambandi rannsókna- og eftirlitsdeild. Til dæmis senda búin sýnishorn af hverjum smjörstrokk allt árið til rannsóknardeildarinnar, þar sem gerðar eru á þeim ýmsar athuganir og geymsluþol reynt. Þrír ríkisskipaðir dómarar dæma svo niðurstöðurnar. Þá sendir Osta- og smjörsalan starfsmenn sína í mjólkurbúin úti á landi til eftirlits og leið- beinendastarfa. Gæðaeftirlit með ostaframleiðslu er ekki eins strangt og með smjörgerð- inni, og stafar það aðallega af húsnæðisskorti. Þó eru alltaf athuguð sýnishorni um leið og osturinn kemur frá búunum til pökkunar í aðalstöðvum Osta- og smjörsölunnar við Snorra- braut. OSTATEGUNDIRNAR MILLI 25 OG 30 Óskar H. Gunnarsson sagði, að nú væru framleiddar milli 25 og 30 ostategundir hér á landi, að smurostunum með- töldum. Er þetta mjög fjöl- breytilegt úrval miðað við það sem var fyrir stofnun Osta- og smjörsölunnar. Búin áttu áður í erfiðleikum með að selja fram- leiðsluna hvert fyrir sig en með sameiginlegu átaki á því sviði hefur neyzlan líka aukizt og grundvöllur myndazt fyrir auk- inni fjölbreytni. Helztu grunn- tegundir osta hérlendis eru svipaðar því sem gerist í osta- framleiðslu nágrannalanidanna. Hérlendir mjólkurfræðingar hafa numið í Danmörku og Noregi og sækja þangað hug- myndir. Ágætt samstarf hefur einnig tekizt við mjólkurbú og rannsóknarstöðvar í þessum löndum, t. d. tilraunabúið í Hilleröd í Danmörku, sem hef- ur oft veitt mjólkurbúunum hér mikilsverða aðstoð. ÁHERZLA LÖGÐ A VANDAR UMBÚÐIR Osta- og smjörsalan hefur lagt áherzlu á að hafa vörur sínar í vönduðum og smekkleg- um umbúðum og setja verð- merkingu og dagsetningu greinilega á þær. Sagði Óskar að fallegar og vandaðar um- búðir hefðu geysimikið að segja við sölu á vörum Osta- og smjörsölunnar enda hefðu þær oft úrslitaáhrif um val manna t. d. í kjörbúðum. í vetur er væntanlegur upp- lýsingabæklingur fyrir kaup- menn um meðferð á ostum og smjöri. Ber í því sambandi helzt að nefna rétt hitastig. í kæli geymist ostur í neytendaum- búðum í 3—4 vikur án þess að hann skaði á nokkurn hátt. í til- raunaskyni hefur þó ostur verið geymdur mun lengur i geymsl- um Osta- og smjörsölunnar, eða allt upp rmdir heilt ár, án þess að hann léti hið minnsta á sjá. í húsakynnum Osta-og smjör- sölunnar í gömlu mjólkurstöð- inni við Snorrabraut er rekin verzlun og þar kaupir fólk heila og hálfa osta á nokkru lægra verði en í öðrum verzlunum. Þar er líka mun meira úrval af ostum en annars staðar og auk þess geta viðskiptavinirnir feng- t>ö Húsakynni Osta- og smjör- sölunnar hafa vakið athygli fyrir hve snyrtileg þau eru. Til hægri: Unnið við pökkun osta í pökkunar- sal fyrir- tækisins. FV 9 1975
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.