Frjáls verslun - 01.09.1975, Qupperneq 77
# Hdftel Esfa,
Suðurlandsbraut
Hótel Esja, við Suðurlandsbraut, rúm-
ar um 270 hótelgesti, en þar er einnig
veitingabúð á efstu hæð. Þar komast um
70 manns í sæti. Þar er matur borinn
á borð gesta og geta gestir valið rétt
dagsins á hóflegu verði, eða úr úrvali
sérrétta, einnig á hóflegu verði. Við
hliðina á veitingabúðinni er bar, sem
opinn er á löglegum tímum og geta gest-
ir veitingabúðar keypt sér þar borðvín
með matnum. Þrír veislu- og fundarsalir
eru í húsinu og er unnt að sameina þá í
einn 200 manna sai. Þeir eru leigðir út. í
anddyri er söluskrifstofa flugfélaganna
og minjagripaverslun, og banki er við
hliðina. í Iþessum mánuði tók ný veit-
ingabúð til starfa á 1. hæð hússins og
mun hún rúma 260 gesti í sæti.
Veiftingastaðir án
vínveitingaleyfis
# Askur, Suðurlandsbraut
Veitingastaðurinn Askur, Suðurlands-
braut 14, er opinn alla daga frá kl. 9 til
23,30, og er þar rúm fyrir 35 gesti í sæti
í senn, Þar er einkum maelt með völdum
; kjúklingum og mun Askur selja meira
af kjúklingum en nokkur annar veit-
ingastaður í borginni. Einnig er mælt
með glóðarsteiktu nautakjöti og kín-
verskum pönnukökum, en Askur bauð
fyrstur veitingastaða hér upp á þær.
Starfsfólk er um 20 manns. Verulegt
hlutfall framleiðslunnar er selt út úr
húsinu í skömmtum og einnig er al-
gengt að fól’k kaupi einstaka hluti af
matseðli Asks, sem fal'la inn í matar-
gerð í heimahúsum, svo sem sósur, salöt
o. fl.
# Brauðbær, Þórsgötu
Veitingastaðurinn Brauðbær, Þórs-
götu 1. er opinn frá kl. 9 til 23,30 alla
daga og komast þar 44 gestir í sæti. Þar
er sérstakur réttur dagsins í hádegi en
einnig er mælt með nauta- og lamba-
steikum og fiskréttum, af matseðli stað-
arins. Þá liggur frammi sérstakur barna-
matseðill og góðu börnin, sem klára
matinn sinn fá ókeypis ís í verðlaun.
Eins og nafn staðarins bendir til er mik-
ið framleitt þar af smurðu brauði og er
mikið af því ásamt heitum og köldum
veisluréttum, selt út. Starfslið er um 30
manns og hljómlist er leikin af segul-
böndum allan daginn.
# Koklihúsið, Lækjargöftu
Kokkhúsið er veitingastaður í Lækj-
argötu 8 og er hann opinn frá kl. 9 til
21 virka daga og frá 10 til 21 á sunnu-
dögum. 45 til 50 gestir rúmast þar í
sætum í senn. í Kökkhúsinu er réttur
dagsins bæði í Ihádeginu og á kvöldin og
er það svonefndur heimilismatur. Fjöldi
annarra rétta er einnig á matseðlinum
og eru þeir fáanlegir allan daginn.
Staðurinn selur mikið af mat út svo sem
í veislur, og er bæði unnt að kaupa það-
an kalda og heita rétti.
# Hóftel Hof, Kauðarárstíg
Hótel Hof, Rauðarárstíg 18, er ný tek-
ið til starfa og tekur það 62 hótelgesti.
Þeir eiga nú kost á morgunmat þar. Inrn
an tíðar vex’ður opnuð þar 60 manna
veitingabúð, tveir barir, gufubað og 200
manna fundar- og veislusalur, sem verð-
ur leigður út. Reiknað er með að þetta
verði komið til framkvæmda um næstu
áramót.
# IMýi bær, Síðumúla
Veitingastaðurinn Nýi bær er að Síðu-
múla 34 og er hann opinn frá kl. 9 til 21
daglega. Hægt er að skipta staðnum í
tvær einingar en sameiginlega komast
115 gestir þar í sæti. Þar er réttur dags-
ins á boðstólum og auk þess er mælt
með kjúklingum og ýmsum smáréttum.
Þjónustufólk er upp í 18 manns. Tals-
vert er selt út af mat. Hægt er að skipta
FV 9 1975
77