Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Page 27

Frjáls verslun - 01.09.1976, Page 27
jarðarpartinn sinn og flytja i kjallara inni á Laugavegi, eins og hann Björn í Brekkukoti. I þvi sambandi langar mig til að vitna til þess sem Sigurður Nordal skrifar á einum stað i Íslenskri menningu og gera að mínum lokaorðum: „Hefði fommenningin og fornbókmenntirnjar verið eini tilgangurinn með sögu og til- veru Íslendinga, hefðu þeh’ átt að deyja drottni sinum um 1400. Er það skipulagsleysi i rannsóknarstöðinni eða þrjósku sjálfra þeirra að keima, að þeir lifðu af og lifa enn? Ekki er laust við, að þeim hafi verið fundið þetta til foráttu. Fræind.- ur þeirra á Norðuiiöndum hafa stundum átt bágt með að fyrir- gefa niðjum sagnaritaranna, að þeh skuii sitja yfir arfinum, sem hefði heldur átt að hverfa aftur í föðurgarð. Erlendum fornfræðingum þykir stundum síðari saga íslands skyggja á horfinn frama. Þeir líkja henni við langa og myrka nótt, og að minnsta kosti grúfir yfir henini myrkm- þeirra eigin fáfræði. Sumum gestum, sem til „sögu- eyjarinnar“ koma, finnst jafn- vel taka út yfir allan þjófabálk að þm-fa að horfa upp á hinar lifandi kynslóðir, sem rekja ættir sínar til slíkra afreks- manna og spekinga sem fyrrum byggðu þetta land. Sjálfsagt er fyrir íslendiniga að biðja allrar velvirðingar á þessu, ef það er breyskleika- synd þeirra eða jafnvel þótt það sé gáleysi forsjónarinnar. En getur ekki líka verið, að varnir finnist í málinu: tilraun- inni hafi ekki verið lokið? Víst er, að um margra alda skeið var ekki mulið undir íslend- inga, svo að gruna mætti, að einhver undarleg ramnsókn hafi verið á seyði. Það var meðal annars svo um búið, að þjóðin gat ekki losnað við minning- arnar um fortíð sína. Bók- menntirnar brýndu sífellt fyrir henni að svíkja ekki upphaf- lega stefnu. Henni ógnaði sjálfri í aðra röndina að horf- ast í augu við forfeðuma og bera sig saman við þá. Hún leitaði gleymsku, ýmist í glóru- lausu striti eða fjarstæðum draumórum. En hún fékk eng- an svefnfrið. Einn meginþáttur fornmenningarinnar hafði ver- ið af þeim toga spunninn, að gimd til metnaðar, drottnunar og allra forsællegra, verald- legra hluta var sett í svo kröpp kjör, að hún leitaði sér annars konar afrásar. Nú var enn miklu meir hert að. Hver varð árangurinn? Það er skylt að at- huga. Var hann ekki annað en bókmenntir, sem heimurinn vill ekki líta við og yfirleitt standa fornritunum að baki, sjálfmenntun bláfátæks sveita- fólks, sjálfstæðisbarátta vopn- lausrar þjóðar, viðleitni til efnahagslegra umbóta í örsmá- um stíl? Ekki annað? En hver veit, nema á þessum öldum komi í ljós dýpstu rök íslenzkr- ar sögu, tilraun, sem á sér enn almennara gildi en hin fyrri? # Fjarstætt dæmi menningarstarfsemi Þarna er að minnsta 'kosti hægt að athuga eitt fjarstæðasta dæmi menningarstarfsemi, sem sögur fara af. Hér er þjóð, sem býr við þá örbirgð, að hún ætti ekki að leyfa sér að sinna neinu öðru en því, sem verður í ask- ana látið. En hún virðist samt enn síður hafa ráð á að afrækja andlega hluti, hræðist minna, að líkaminn sé deyddur en sál- inni glatað. Sjálfstæðisbarátta íslendinga er anmað dæmi, sem heita má einstætt, — krafa og þörf svo umkomulausrar og smárrar þjóðar til sjálfræðis, sem var heimska fyrir sjónum margra hagsýnna manna, en hefur samt að minnsta kosti um stundarsakir reynzt betur en þeir hugðu. Með efnalegum framförum, þótt smávaxnar sóu á mælikvarða nútímans og stór- þjóðanna, ber ný tækifæri og vandamál að höndum. Saga ís- lendinga hefur áður gengið á misvíxl við sögu annarra Norð- urálfuþjóða. Meðan þær lifðu á miðöldum, bjuggu þeir að klassiskri fornmenningu. Þeg- ar þær eignuðust endurreisn, fornmenntastefnu, fengu allan hnöttinn að leikvelli, einangr- uðust þeir í síðbornum miðöld- um. Á síðustu áratugum hafa gengið yfir þá svo hraðfara breytingar, að ein kynslóð reyndi meiri umskipti í högum og háttum en þrjátíu 'kynslóðir áður. Ýmiss konar freistingar hafa steðjað að, freistingar til valda, sem áður hafa varla ver- ið dæmi til í þessu landi, freist- ingar jarðneskra muna, sem kynslóð harðærisins 1880— 1890 hefur þótt furðulegt ævin- týri. Á einum vormorgni er einangrun tíu alda rofin svo hastarlega, að hamingjan má vita, hversu mörg ár Þyrnirós verður að nudda stírurnar úr augunum. Enn virðist alveg ný tegund tilraunar vera að byrja.“ Hver selur hvad? Þegar þig vantar einhverja vöru og þarft aö finna fram- leiðenda hennar, ekki einungis í Reykjavík, heldur út um landið þá finnur þú svarið í "ÍSLENSK FYRIRTÆKI” sem birtir skrá yfir framleiðendur hvar á landinu sem er. Sláiö upp í ”ÍSLENSK FYRIRTÆKI” og finnið svarið. FÆST HJÁ ÚTGEFANDA. Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302 FV 9 1976 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.