Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 55

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 55
Stefán Teitsson framkv.stj. (t. h.) ásamt meöeiganda sínum, Gísla Sigurðssyni. Trésmiðjan Akur: Hefur byggt sex fjölbýl- ishús á jafnmörgum árum Hefur að staðaldri 55-60 manns í vinnu dóttir hannað allar flíkur, sem hér eru saumaðar. Starfssvið hönnuðarins er að skapa fallega flík með það í huga að hún sé auðveld í fram- leiðslu. Efnisnýtingin fer mjög eftir hönnuninni á flíkinni og þar með hvoi’t hún verður dýr i framleiðslu. Verðið ræður svo mestu um sölumöguleikana. El- ínborg gerir venjulega margar tillögur að flíkum, sem Álafoss velur síðan úr til framleiðslu. Hún hefur hannað þó nokkuð af flíkum sem hafa komið í myndaverðlista Álafoss. — Hvað með að skapa á- kvcðna tízkuliti frá ári til árs? — Það er reynt, en sumar flíkur ganga ár eftir ár. Elru sú flík, sem mest eftirspurnin er í núna, var hönnuð 1971 og heit- ir Poncho eða hyrna. — Er mikil samkeppni á milli prjónastofanna á Akra- nesi og annars staðar á land- inu? — Nei, það finnst mér ekki. Markaðurinn er stór og reyna allir að styðja hvern annan. Það kom til dæmis fyrir 1972, að kápa sem hönnuð var á Eg- ilsstöðum sló í gegn. Pantaðar voru 40.000 kápur og var verk- efnimu dreift á allar sauma- stofurnar á landinu. Við fram- leiddum um 600 kápur af þess- ari pöntun. Ég tel hins vegar að það sé hættuspiil að taka að sér slík stórverkefni. Hætt er við að dauður tími fylgi á eftir, sér- staklega ef ekki er unnið að öðrum sölumálum á meðan og á það við vestræna markaðinn, þar sem allir eru að reyna að selja. Ég vissi til þess að sumir urðu verkefnalausir, þegar þessu verkefni var lokið. A,nn- ars er viðhorfið öðru vísi nú því flestar stofurnar hafa au'kið við sig framleiðslugetuna. — Hvað um framtíðina? — Sölumennirnir spá því að, ef vel sé að þessum málum staðið eigi þessi framleiðsla að geta gengið vel á næstu árum, svo ég er bjartsýnn. — Stærsta verkefnið, sem við höfum verið með, var smíði innréttinga í 900 íbúðir í Breið- holti, en það verkefni spannaði yfir 6 ár, sagði Stefán Teitsson framkvæmdastjóri Trésmiðj- unnar Akurs hf. á Akranesi, í viðtali við FV. Stefán hefur gegnt því starfi frá upphafi fyrirtækisins en það var stofn- að 1959. Hann ásamt Gísla Sig- urðssyni eru aðaleigendpr þess. — Hjá fyrirtækinu starfa í dag 55—60 manns, en. fer upp í 70 yfir sumartímann þegar skólafólkið kemur. Við höfum átt gott með að fá vinnukraft. Það er engin tiltakanleg spenna á markaðnum og aldrei neitt atvinnuleysi. Aðalverkefnið í dag er smíði fjölbýlishúss, sem er það sjötta í röðinni á sex árum og á að verða tilbúið næsta vor. í því eru 18 íbúðir, en áður höfum við afhent 66 íbúðir á þessu tímabili. Jnnréttingar og hús- gögn voru aðalverkefnin fram til 1970 áður en við byrjuðum smíði fjölbýlishúsa. Við erum með stórt verkstæði til smíði innréttinga, hurða og glugga, en til að halda góðum mann- skap urðum við að fara út í húsbyggingar á kostnað verk- stæðisins. Menn vilja vinna úti yfir sumartímann og eins dreg- ur uppmælingin að sér. Eins og annars staðar úti á landi höfum við orðið að veita sem víðtæk- asta þjónustu í smíðum, því miður, því það stendur okkur fyrir þrifum á ýmsum sviðum. — Við erum einnig með verkefni fyrir hið opinbera og einstaklinga. Tvö síðustu árin hefur dvalarheimilið Höfði ver- FV 9 1976 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.