Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.09.1976, Blaðsíða 61
ar fimm vélar. Nú erum við með sjö vélar og erum að bæta við þeirri áttundu. Vélarnar eru í garagi allan sólarhringinn og állar helgar og þó vinnu- krafturinn sé dýr, þá er það hægt með vinnuhagræðingu. Framleiðslan nemur 400 kg af dúk á sólarhring, sem er 1000- 1200 m eftir því hversu dúkur- inn er fínn. Voðin fer til saumastofanna á Hvamms- tanga, Skagaströnd, Sauðár- króki, Siglufirði og Húsavík auk okkar eigin. Einnig fer talsvert magn á saumastofu Álafoss. — Veltan hjá Pólarprjón var 75 milljónir 1975, en fyrri helming þessa árs er hún kom- in í 90 milljónir. Skiptist það þannig að 60% af veltunni er frá prjónastofunni en 40% frá saumastofunni. Saumastofan var flutt í nýtt og stærra hús- næði fyrr á þessu ári og hefur það aukið afkastagetu fyrirtæk- isins verulega. SAMTÖK PRJÓNA- OG SAUMASTOFA NORÐAN- LANDS Svo vel vildi til aS hjá Zophaníasi var staddur fram- kvæmdastjóri Samtaka prjóna- og saumastofa norðanlands Sigurður Gunnlaugsson og féllst hann á að segja frá til- gangi þeirra og starfsemi. — Samtökin voru stofnuð 1973 og samanstanda af sex fyrirtækjum. Aðaltilgangurinn var að þau ynnu saman og deildu með sér verkefnum til að halda jafnri vinnu hjá öll- um. Þá er unnið sameiginlega að lánafyrirgreiðslum, sem verður mun árangursríkara, þegar svona stór hópur vinn- ur saman, frekar en hver í sínu horni. Alltaf er unnið að því að fá rekstrarlán fyrir þennan iðnað og gengur það mjög vel, þegar um sameigin- leg verkefni er að ræða. Upphaflega var þessum iðn- aði sýndur lítill skilningur en það er mjög að breytast. Þá hefur hann ekki notið neinna opinberra styrkja eins og aðrir útflutningsatvinnuvegir þjóðar- innar og átti hann þess vegna mjög erfitt uppdráttar. — Hver er velta samtak- anna? — 1975 var veltan 180 millj- ónir hjá samtökunum. Þessi tala er nettótala, sem fyrirtæk- in fá fyrir framleiðsluna. Út- flutningsverðmætið er hins vegar 240 milljónir. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs höfðum við ináð þessari tölu, svo reikna má með, að með sama áfram- haldi geri þetta ár rúmar 400 milljónir í útflutningsverð- mæti. Þessi iðnaður er mikil at- vinnuaukning fyrir þessi byggðarlög, en alls vinna um 120 manns hjá samtökunum og í fyrra voru greidd vinnulaun um 50 milljónir. — Aukningin liggur fyrst og fremst í meiri eftirspurn, sem er eingöngu að þakka aukinni kynningu erlendis af hálfu söluaðilanna. Þessar flíkur sjást orðið víða, enda er gróft prjón og náttúruefni í tízku. Athygli vekur að flíkur, sem hannaðar voru fyrir 5—6 ár- um, eru vinsælastar í dag og eykst stöðugt eftirspum eftir þeim. Bóthildur Halldórsdóttir. Blönduskáli: Kom vel lit í verðlags- könnun — Það hefur verið talsvcrð umferð hérna, þrátt fyrir að margir slíkir skálar hafi sprott- ið upp. Hér á Blönduósi eru til dæmis komnir 4 söluskálar á þessum litla stað, sagði Bót- hildur Halldórsdóttir en hún sér um veitingarekstur í Blönduskála ásamt manni sín- um Davíð Sigurðssyni en hann sér um benzínsöluna og olíuna. Olíufélagið á skálann og byggist þeirra rekst'ur á leigu- fyrirkomulagi. Blaðamaður FV ræddi við þau þegar hann var staddur á Blönduósi fyrir skömmu. — Við væntum að umferðin aukist hjá okkur næsta sumar, þar sem verið er að breyta þjóðveginum í gegnum þoi’pið, þannig að hann kemur hérna framhjá fyrir ofan gamla bæ- inn. Það þarf að vísu að breyta hérna í kring, en skálinn snýr öfugt við veginum svo að hann nýtur sín ekki til fullnustu —■ Annars ber mikið á því að sama fólkið stansi hér, fólk er svo vanafast. Okkar þjónusta byggist aðallega á grillréttum og þessum venjulegu veiting- um sem svona staðir bjóða upp FV 9 1976 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.