Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 71

Frjáls verslun - 01.09.1976, Side 71
Rækjuvinnslan: Möguleikar opnast fyrir skelfiskvinnslu utan rækjuvertíðar Hafa þurft að segja upp 25 manns þegar rækjuvertíð lýkur 70, sem sýnir að fólk hefur öðl- ast trú á staðnum á nýjan leik og er þar ungt fólk í áberandi meirihluta. ÖNNUR MÁL — Fyrsta verkefnið sem unn- ið var að í sumar var gerð nýs íþróttavallar fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Hér var því í fyrsta skiptið í sumar haldið héraðsmót. Þessi völlur ger- breytti allri aðstöðu til íþrótta- iðkana, því áður voru eingöngu túnskikar fyrir slíkt. Völlurinn er fast við félagsheimilið, svo þar nýtast búningsklefarnir í kjallara þess. Félagsheimilið var tekið í notkun 1970 en. það var byggt með leikfimikennslu og íþrótta- iðkanir í huga yfir vetrarmán- uðina. — Lionsklúbburinn hér er að byggja barnaheimili með stuðn- ingi ýmissa aðila hér. Það verð- ur tekið í notkun í lok þessa árs og verður að teljast mikið átak að ráðast í slíka fram- kvæmd og ljúka á tveimur árum. Þá áformar Sýslusjóður A- Húnavatnssýslu að reisa hér í- búðir fyrir aldraða. Væntanr lega verður byrjað á fyrsta á- fanga í haust. Við erum í smáum stíl að kanna hvort hér sé heitt vatn í nágrenninu. í sumar var bor- uð 100 metra djúp hola á vegum Orkustofnunar og gaf hún engar vonir. Það er vonlaust kostnaðarlega séð fyr- ir ekki stærra sveitarfélag að setja sig í samband við hitaveit- una á Blönduósi. Að lokum sagði Lárus að það hefði verið mikil lyftistöng fyr- ir sveitarfélagið að fá skuttog- arann. í fyrra færði hannáland rúm 3000 tonn og hélt þá frysti- húsinu í gangi þannig að ekki komu neinir atvinnuleysisdag- ar. í vetur kom hins vegar afla- tregða og atvinnuleysi, sem síð- an lagaðist í vor, en sýndi hversu byggðarlagið væri veikt fyrir smá áföllum. Við verðum að reyna að bæta við kjölfest- una á sviði iðnaðar og gera okkur minna háð sjávarútvegi, til að tryggja stöðuga og jafna atvinnu handa öllum. Þegar blaðamaður FV var á ferð um Skagaströnd fyrir skömmu gafst hoxuun kostur á að skoða nýtt og glæsilegt liús Rækjuvinnslunnar. Húsið er búið fullkonmustu tækjmn á þessu sviði, er reyndust rnjög vel á fyrstu vertíðinni. Þar sem vertíðin í ár er ekki byrjuð var ekki hægt að sjá hvernig rækjuvinnslan gengi fyrir sig og var því leitað upplýsinga hjá stjórnarformanni fyrirtæk- isins Jóni Jónssyni. — Vinnslan gengur þannig fyrir sig að tvær vélar taka á móti rækjunni frá móttökunni, þar sem hún er snöggsoðin og skelflett. Eftir hreinsun fer htin í frystigeymi, sem er fyrsta tækið sinnar tegundar hér á landi. Rækjan fer á færibandi inn í geyminn og er snöggfryst. Blástur heldur henni á hreyf- ingu svo bitarnir frjósa ekki saman. Þannig fer hún í pökk- un. Þessi aðferð hefur mikinn kost fram yfir pönnufrysting- una. Blokkfryst rækja fer á mjög lítinn markað og því þarf að mylja hana niður áður en henni er pakkað og er hættan sú að bitarnir brotni. Með okk- ar aðferð fæst líka hæsta verð fyrir framleiðsluna. Markaðs- verðið var 20 kr. sænskar hvert kg. í lok síðustu vertíðar. Reynt er að selja rækjuna jöfnum höndum, þannig að ekki hlað- ist upp birgðir. — Eru uppi hugmyndir um að nýta verksmiðjuna fyrir aðr- ar framleiðslugreinar? — Það hefur verið stórt vandamál hjá okkur að þegar rækjuvertíð lýkur þá verðum við að segja upp öllu starfs- fólki 25 manns fyrir utan vei’k- stjórana. Rækjuvertíðin má byrja 1. okt. og er fram i end- aðan apríl. Þó getur það verið misjafnt hversu löng vertíðin er, þvi við fáum aðeins að veiða 22% af heildarkvótanum hér í Húnaflóa, en hann var 2000 tonn á síðustu vertíð. Á síðasta vori fundust mjög auðug skelfiskmið í 15 mín- útna siglingu hér norður með landinu. Opnar það möguleik- ana fyrir skelfiskvinnslu þann tíma ársins þegar rækjuveiðin liggur niðri. Skelfiskvélar eru væntanlegar til okkar alveg á næstunni svo framarlega sem ekkert tefui- fyrir afgreiðslu þeirra.. — Þá eigum við uppsettar vélar til niðurlagningar, en það er liður í fullnýtingu hússins. Við höfum þó farið hægt af stað með niðui’suðuiðnað þar sem markaðurinn fyrir afurð- irnar er í lágmarki, en er að lagast. -— Er ckki markaðslirun á skclfiski? — Útlitið fyrir sölu skelfisks hefur versnað, eftir að við á- kváðum að fara út í skel- vinnslu. Þessi samdráttur er svo nýkominn upp, að við höf- um ekki enn rætt ástandið í stjórninni. Annars er þetta sveifla, sem getur lagast fyrr en varir eins og á rækju- og niðursuðumörkuðunum. — Aukast ekki möguleikar fyrirtækisins í vinnslu á djúp- rækjunni sem fannst í sumar? -—- Það hefur ekki borið á góma ennþá að gera út á djúp- rækju. Bátarnir, sem róa héð- an eru ekki nægilega stórir fyrir þær veiðar. FV 9 1976 71

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.