Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.10.1976, Qupperneq 16
Fjárlagafrumvarpið IVIikið lánsfé til raforkuframkvæmda Til Kröfluvirkjunar þarf að afla 2,8 milljarða króna í athugasemd með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1977 er að finna yfirlit yfir lánamál ríkisins. Niður- stöðutala á úthlið lánahreyfinga er 10.360 m.kr. og á innhlið 9.608 m.kr. þannig að fram kemur 752 m.kr. halli, sem jafnað'ur er með afgangi á rekst rarreikningi. Lántökur, sem ráðgerðar eru innan- lands, eru byggðar á lögum um happdrættislán ríkissjóðs fyrir hönd Vegasjóðs vegna framkvæmda við Norðurveg og Aust'urveg og á heimild í 6. gr. fjárlagafrumvarpsins ásamt 3. gr. laga nr. 77/ 1974 um skattlega meðferð verðbréfa o.fl., sem ríkissjóður selur innanlands. Heimildar fyrir er- lcnda lántöku verður leitað í sérstöku lagafrum varpi. VEGAGERÐ Gert er ráð fyrir 1.500 m.kr. lánsfjáröflun til vegagerðar. Með þessu móti yrðu útgjöld vegagerðar í heild 5.400 m.kr., sem er svipað framkvæmda- magn og verður á árinu 1976, en skipting þess fjár verður að venju ákveðin í vegáætlun, sem ætlunin er að afgreidd verði samhliða fjárlögum. LANDSHAFNIR Hér er um að ræða fram- kvæmdir við landshöfnina í Njarðvík, 55 m.kr. til að ljúka við gerð grjótgarðs, og við landshöfnina í Rifi 35 m.kr. til áframhalds framkvæmda þar. Fjáröflun til landshafna lækk- ar um 210 m.kr. frá 1976, vegna þess að framkvæmdum í Þor- lákshöfn er lokið. HAFNARGERÐ VIÐ GRUNDARTANGA Kostnaðaráætlun um þetta verk er um 650 m.kr., en 50 m.kr. verður aflað árið 1976 vegna undirbúningskostnaðar. Af þeim 600 m.kr., sem eftir eru, koma 450 m.kr. í hlut rík- isins og 150 m.kr. í hlut við- komandi sveitarfélaga. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður annist fjáröflun vegna sveitarfélaga- hlutans. ORKUSTOFNUN VEGNA JARÐHITARANNSÓKNA Þær jarðhitarannsóknir, sem hér um ræðir, eru svonefndar hitastigulsboranir, sem ráðgert er að fram fari víða um land í þeim tilgangi að leita að jarð- hita á svæðum, þar sem engin ummerki um jarðhita eru greinileg á yfirborði. Eru 40 m.kr. ætlaðar til þessa verks. RAFMAGNSVEITUR RÍKIS- INS, ALM. FRAMKVÆMDIR Alls er ráðgert að afla 1.619 m.kr. til almennra fram- kvæmda RARIK. Er það 196 m.kr. hærri fjárhæð en 1976, en þá var auk þess um 317 m. kr. fjáröflun að ræða vegna skuldagreiðslna. Skipting þessa fjármagns á helztu verkefni er þessi: Hofsárveita til lúkningar framkvæmda 25 m.kr., Bessa- staðaárvirkjun til skulda- greiðslna 70 m.kr., stofnlínur 354 m.kr., aðveitustöðvar 760 m.kr., innanbæjarkerfi 300 m. kr., dísilstöð (færanleg) 25 m. kr., vélar og tæki 60 m.kr. og meiri háttar viðaldsverk 60 m. kr. Auk lánsfjár til að standa undir þessum framkvæmdum koma til tekjur af heimtaugar- gjöldum, sem áætlaðar eru 35 m.kr. SVEITARAFVÆÐING Lánsfjáröflun til sveitaraf- væðingar er áætluð 200 m. kr. Auk þess er gert ráð fyrir, að hluta Orkusjóðs af olíugjaldi verði m.a. varið til styrkingar dreifikerfis í sveitum. NORÐURLÍNA Heildarkostnaður við Norð- urlínu á árinu 1977 er áætlaður 1.144 m.kr., þar af greiðsla af- borgana og vaxta af lánum, svonefnd fjármagnsútgjöld, 286 m.kr. og framkvæmdir 858 m. kr. Helztu framkvæmdaliðir eru lúk'ning línulagna 85 m.kr., og aðveitustöðvar við Vatns- hamra 307 m.kr., Laxárvatn 247 m.kr. og á Aikureyri 219 m.kr. KRÖFLUVIRKJUN: a. Stöðvarhús og vélar. Nauð- synleg fjáröflun árið 1977 er l. 989 m.kr. Þar af eru fjár- magnsútgjöld áætluð 851 m.kr. og lúkning framkvæmda 1.138 m. kr. b. Borholur og aðveitukerfi. Fjáröflun er ráðgerð samtals 814 m.kr. þar af fjármagnsút- gjöld 242 m.kr. og fram- kvæmdakostnaður 572 m.kr. Er þá gert ráð fyrir, að boraðar verði fimm viðbótarho'lur á ár- inu 1977, þannig að í lok þess árs verði til 11 holur, og að síð- ustu 3 holurnar verði boraðar á árinu 1978. c. Lína Krafla-Akureyri. Fjár- öflun til þessa verks er áætluð 155 m.kr., sem er að megin- hluta, eða 125 m.kr., fjármagns- útgjöld, en 30 m.kr. eru ætlað- ar til frágangs línunnar. JÁRNBLENDIVERKSMIÐJA Vegna hlutafjárframlags og fjármagnsútgjalda er á þessu stigi áætlað að þurfi 897 m.kr. á árinu 1977 til járnblendiverk- smiðjunnar, þar af er hluta- fjárframlag 680 m.kr. og fjár- magnsútgjöld 217 m.kr. 16 FV 10 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.