Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 18
Þær hafa líka veikt getu Araba
til að heyja sóknarstríð gegn
ísrael.
í fjórða lagi kann ástandið í
Libanon að breyta valdajafn-
væginu í Arabaríkjunum.
Sinai-samkomulagið 'hefur haft
sín áhrif þar, að því leyti að
Sýrlendingar telja sig hafa ó-
bundnari hendur í aðgerðum
sínum vegna samkomulags-
ins. Þar að auki hefur ástandið
í Líbanon verið álitsihnekkir
fyrir palestínsku skæruliðana.
Ég held að það sé nú ljóst, að
hin svokallaða Fielsishreyfing
Palestínu er eins og krabba-
mein í Miðausturlöndum — í
Jórdaníu 1970 og núna í Líban-
on.
í fimmta lagi tel ég að at-
burðir síðasta árs hafi valdið
því að áhrif Sovétmanna á
þessu heimssvæði fari þverr-
andi. Áhrif Sovétríkjanna í
Miðausturlöndum hafa aldrei
verið minnd síðustu 20 árin og
það þökkum við Sinai-sam-
komulaginu að hluta.
— Hefur öryggi fsraels verið
stofnað í hættu við það að þið
kölluðuð herlið ykkar frá hluta
Sinai-skagans?
— Öryggi fsraels hefur vax-
ið með samkomulaginu. Það er
úrelt að meta öryggi einvörð-
ungu með hliðsjón af landsyf-
irráðum. Valdajafnvægið hefur
sveiflazt okkur í vil.
f fyrsta lagi hafa Egyptar
hvorki þörf né getu til að taka
á móti vopnum frá Sovétríkj-
unum. Um 350.000 Egyptar
voru látnir leggja niður vopn í
fyrra þó að kalla megi þá til
herþjónustu með stuttum fyrir-
vara. Og svo er Sinai-samkomu-
laginu fyrir að þakka að við
höfum fengið aðstoð og vopn
frá Bandaríkjunum, sem óvíst
er að við hefðum fengið, ef
samkomulagið væri ekki í gildi.
f öðru lagi hafa deilur ráða-
manna í Kairó og Damaskus
skert getu Araba til að ná fram
hernaðarsamvinnu af því tagi,
sem gerði þeim kleift að
skipuleggja og hefja stríðið i
oiktóber 1973. í þriðja lagi fá-
um við betri viðvörun með nú-
verandi framlínu en þeirri fyrri
þó að hún sé kannski ekki eins
Björgun gísla flugræningjanna
í Uganda var ísraelsmönn'um
hvatning til að láta engan bil-
bug á sér finna í viðureigninni
við skæruliða.
heppileg að öllu leyti. Því
breiðara sem gæzlusvæði Sam-
einuðu þjóðanna er þeim mun
meiri herflutninga þurfa Egypt-
ar að stunda áður en þeir geta
ráðizt á víglínu okkar. Skyndi-
árásir eru því erfiðari en áður.
Við erum líka enn svo nærri
Súez-skurði og Abu Rudeis-
olíulindunum að Egyptar 'hljóta
að hugsa sig tvisvar um áður
en þeir hefja árás á okkur.
— Eruð þér ánægður rneð
aðstoðina frá Bandaríkjun'um?
Hversu hjálparþurfi verðið þið
á komandi árum?
— Ég hygg, að við eigum
skilið að fá þá hjálp, sem við
njótum vegna þess að Sýrlend-
ingar og Egyptar viðhalda
hemaðarmætti sínum með stór-
kostlegri aðstoð frá Sovétríkj-
unum og olíurikjum Arabanna.
Við viljum vera svo í stakk
búnir hernaðarlega að við get-
um séð sjálfum ok'kur fyrir
nægum vörnum. Ég hygg að í
Bandaríkjunum séu ráðamenn
þeirrar skoðunar, að hernaðar-
máttur ísraels verði að hald-
ast óskertur svo að framfarir
geti orðið á pólitíska sviðinu.
Á fjárhagsárinu 1976 fengum
við 2,2 milljarða dollara i að-
stoð frá Bandaríkjunum. Fyrir
árið 1977 hefur forsetinn gert
tillögu um 1,75 milljarða doll-
ara, 1 milljarð í hernaðaraðstoð
og 750 milljónir i efnahagsað-
stoð. Við óttumst þó að hern-
aðaraðstoðin muni ekki nægja.
Fáum við 1 milljarð 1977, og
sömu upphæð ’78, ’79 og 1980
vantar 1 milljarð 1980 upp á
að við getum keypt þau her-
gögn, sem þegar er búið að
samþykkja að selja okkur frá
Bandaríkjunum. Þetta er hrein
viðbót, því að varahluti og
skotfæri verðum við að kaupa
til að halda tækjunum í not-
hæfu ástandi.
— Fyrir ári var rætt um ann-
að spor í átt til friðar —
kannski friðarviðræður milli
ísraels og Sýrlands. Hefur
borgarastyrjöldin í Líbanon
hamlað gegn þeirri þróun?
— ísraelsmenn voru reiðu-
búnir að ræða pólitíska lausn
við Sýrlendinga. Hins vegar
snerust þeir öndverðir gegn
allri friðarviðleitni, jafnvel áð-
ur en Sinai-samkomulagið náð-
ist. Þeir höfnuðu boði Fords
Bandaríkjaforseta um að hitta
Assad Sýrlandsforseta í Evrópu
um þær mundir. Sýrlendingar
eiga sök á því að friðarviðræð-
ur fóru ekki fram.
Meðan á heimsókn minni til
Washington stóð í janúar sl.,
var samþykkt að Bandaríkin
myndu kanna möguleika á við-
ræðum til að binda enda á
styrjaldarástandið. Engin já-
kvæð viðbrögð hafa hingað til
verið merkjanleg í höfuðborg-
um Araba. Svo virðist sem
Sadat forseti Egyptalands sé
ófús að halda áfram friðarum-
leitunum vegna þeirrar gagn-
rýni, sem hann hlaut fyrir
Sinai-samninginn. Sýrlending-
ar 'hafa einangrazt frá vinum
sínum og þurfa að þola árásir
af hendi Sadats vegna Líban-
on. Ég efast mjög um að
Assad telji sig standa nægilega
vel að vígi til að geta byrjað
samningaviðræður um ein-
hverja afmarkaða þætti máls-
ins.
Jórdanir eru bundnir af sam-
komulagi Arabaleiðtoga í Rab-
at, þar sem Frelsishreyfing
Palestinu var viðurkennd sem
eini löglegi fulltrúi allra Pale-
stínubúa. Jórdanir munu ekki
18
FV 10 1976