Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 20
Þeir munu halda áfram til-
raunum til hermdarverka á
hernámssvæðum ísraelsmanna
og innan Ísraelsríkis sjálfs.
Þeir munu líka gera allt sem
þeir geta til að vinna skemmd-
ar verk annars staðar í heim-
inum.
Ég get bætt því við, að ísra-
elsmenn telja það skyldu sína
að berjast með öllum tiltæikum
ráðum gegn hryðjuverkamönnr
um og þá ekki aðeins með því
að sýna viðbrögð, þegar þeir
reiða til höggs. Þetta er sífellt
stríð og við teljum það skyldu
okkar að láta til skarar skríða
gegn þeim hvar sem er og hve-
nær sem er, ef við álítum að
það verði til að skerða árásar-
mátt þeirra.
— Þegar bardagar í Líbanon
eru hafðir í huga og vaxandi
innbyrðis deilur Araba, búizt
þér þá við því, að ísraelsmenn
fái að vera í friði um sinn?
— Ekki ráðlegg ég neinum
að spá fyrir um friðarharfur.
Breyting á afstöðu Araba til
ísraels gerist aðeins á löngum
tíma.
Átökin í Líbanon eiga enn
eftir að standa í langan tíma.
Lausn fæst ekki í þeim málum
fyrr en Palestínumenn hætta
að skipta sér af málefnum Líb-
anon.
í Líbanon verður enn um
sinn brennidepill pólitískra og
hernaðarlegra átaka innan
fylkingar Araba. Stríðið hefur
leitt til skiptingar landsins
milli kristinna og múhammeðs-
trúarmanna. Eftir því sem
stríðið dregst á langinn gerir
sjálfstjóm þessara landshluta
endursameiningu Líbanon erf-
iðari í framtíðinni.
Ég get ekki ímyndað mér, að
Sýrlendingar fallist á skiptingu
landsins eftir trúarbrögðum né
heldur að þeir sætti sig við
sigur vinstrimanna. Á hinn
bóginn held ég að írak og Líbía
muni ekki fella sig við stefnu
Sýrlands.
fsraelsmenn mega ekki gera
nein mistök, sem gæfu Arab-
um tilefni til að sameinast, og
gegn ísrael geta þeir ekki sam-
einazt af neinu jákvæðu.
Á uið 09 drcif
Brezku verksmiðjurnar, sem framleiða lúxusbílinn
Rolls Royce, eru svo önnum kafnar, að þriggja ára
bið er nú eftir sumum gerðum. Þetta gerist þrátt
fyrir að verðið á bílunum gctur farið talsvert yfir
50 þús. dollara. í fyrra keyptu Bandaríkjamenn
einir 1085 Rolls Royce-bíla en 765 árið áður. Aðeins
Bretar sjálfir kaupa fleiri. Framleiðslan var 3134
bílar í fyrra og nú. hafa verksmiðjurnar ákveðið að
auka framleiðsluna um 30% snemma á næsta ára-
tug.
Fjármálamenn í Evrópu spá nú margir hverjir í
fasteignakaup á meginlandinu. í Vestur-Þýzka-
landi, Sviss og Hollandi er mikið af óseldum íbúð-
um og skrifstofuhúsnæði. Ekki er búizt við að á-
standið breytist að neinu marki á næstunni. í
Frankfurt er t.d. hægt að kaupa hálftóm skrifstofu-
hús fyrir 50% af því verði sem sett var upp í fyrra.
Japanir hafa nú um nokkurra ára skeið rætt mögu-
leika á að flytja út heilar verksmiðjur til Víetnam,
þar á meðal áburðarverksmiðjur og plastverksmiðj-
'ur. Sanyo Electric fyrirtækið telur möguleika á að
geta hafið að nýju framleiðslu útvarpstækja í verk-
smiðju sinni í Saigon, sem N-Víetnamar tóku árið
1975. Japönsk fyrirtæki sjá jafnvel fram á samn-
inga við Víetnam um kornræktaráætlanir og olí'u-
borun með ströndum fram.
Fjárfesting í sænskum iðnaði er áætluð 15.100
milljónir sænskra króna fyrir árið 1976, sem er
aukning að magni til um 2% miðað við 1975. Þetta
kemur fram í nýlegri athugun hagstofu sænska rík-
isins. Á næsta ári er búizt við auknum fjárfesting-
um er nemi 2—3%. Fjárfestingar sænska iðnaðar-
ins á þessu ári eru 2% minni í byggingum en í
fyrra, en á móti hefur fjárfesting í vélum aukizt
um 4%. Mest ber á aukningum hjá fyrirtækjum í
matvælaiðnaði, trjávöru- og efnaiðnaði.
Þrjú norsk framleiðslufyrirtæki á sviði rafeinda-
tækni hafa tekið höndum saman um rekstur út-
flutningsfyrirtækis til að styrkja stöðu sína á er-
lendum mörkuðum. Þessi fyrirtæki eru NERA,
Gustav A. Ring og Jotron Elektronik. Þess’u fyrir-
tæki er ætlað að annast inilligöngu um sölu erlend-
is á margvíslegum útbúnaði fyrir flugvelli, lcnd-
ingartæki frá NERA, radioscnda og móttakara frá
Jotron og fjarskipta- og stjómtæki frá Gustav A.
Ring.
20
FV 10 1976