Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 21

Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 21
Bandaríkin Þar safna menn gömlum bílum, sem seljast á háu verði Fyrstu árgerðir af Corvair og IVIustang seljast á 3500 dollara eða meira E£ mönnum finnast verðin á nýjum bílum vera komin fram úr öllu hófi væri fróðlegt að kynna sér, hvað er að gerast í sambandi við söl'u á eldri mód- elum. Vestur í Bandaríkjunum fer verð á ýmsum gerðum gam- alla bíla stig hækkandi og verða bér rakin nokkur dæmi um þróunina í þessu efni. Ford Phaeton, árgerð 1936, sem kostaði 600 dollara nýr og skipti um eigendur 1955 fyrir Ford Phaeton kostaði 600 dollara nýr árið 1936. Selst nú á 8000 dollara. 500 dollara er nú talinn garnga á 8000 dollara á bílamarkaði vestan hafs. Bnskur MG Roadster árgerð 1948, sem þá var seldur í Bandaríkjunum fyrir 2400 doll- ara kostar þar nú 5000 til 7000 dollara eða þaðan af meira. í stuttu máli hefur markað- urinn fyrir gamla bíla styrkzt alveg geysilega, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um all- an 'heim. Þetta ihefur haft í för með sér, að iðngreinar, sem fást við viðgerðir og lagfæring- ar á gömlum bílum hafa eflzt mikið, sömuleiðis er mikill fjörkippur kominini í varahluta- sölu og umboðsverzlun með þessar gömlu árgerðir. AFTURHVARF TIL FOR- TÍÐARINNAR Einu sinni gerðu auðkýfing- ar sér til dundurs að halda við gömlum bílum. Nú er hópur þessara áhugamanna skipaður fólki úr öllum stéttum. William E. Bomgardner, sem er fram- kvæmdastjóri áhugamannahóps um varðveizlu gamalla bíla í Bandaríkjunum hefur sett fram sínar kenningar um or- sakir fyrir þessu: „Þetta er út- rás fyrir þrá til afturhvarfs til gamalla tíma. Hún fer saman við meiri tómstundir, aukin fjárráð og viðleitni fólks til að fjárfesta í hlutum, sem standa af sér áhlaup verðbólgunnar.“ Bílasali nokkur gat þess enn- fremur að eigendur gömlu bíl- anna, sem nú eru í tízku, væru fyrst og fremst á aldrinum frá tvítugu og til fertugs. Það er kenning þessa bílasala, að um leið og fólk kemst í sæmileg efni fari það að langa í þá bíla, sem algengastir voru í bernsku þess eins og t.d. árgerðir frá sjötta og sjöunda áratugnum. Þetta muni vera skýringin á því, að bílar frá þessum árum, sem safnarar hafa ekki litið við séu nú að ná vinsældum. Sem dæmi um þetta má nefna, að vaxandi eftirspurn er eftir Chervolet Corvair og fyrstu gerðum af Ford Mus- tang, sem báðir eru frá síðasta áratug. Vel með farinn Corvair- blæjubíll, sem kostaði nýr um 2500 dollara árið 1966 er end- urseldur fyrir að minnsta kosti sömu upphæð nú. Staðreyndin er sú, að margar svipaðar gerð- ir seljast á 3500 dollara og sér- fræðingar halda, að verðið muni hækka óðfluga. Ford Thunderbird og Chevro- let Corvette síðan á miðjum sjötta áratugnum eru sérstak- lega eftirsóttir. Fyrstu árgerðir af Thunderbird, sem kostuðu liðlega 3000 dollara árið 1955, þegar þeir voru nýir, seljast nú á 5000—7000 dollara og dæmi eru um að stöku bíll hafi farið á 11000 dollara. Ford Thunderbird árgerð 1955 selst nú á tvöföldu eða þreföldu upprunalegu verði, sem var 3000 dollarar. FV 10 1976 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.