Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 35
Verksmiðja Iceland Products í Harrisburg. Hún var opnuð 1966, en hafði áður verið í eigu Banda-
ríkjamianns. Þá var verksmiðjan aðeins 1/3 af núverandi stærð.
hann ráðinn til starfa í hag-
deild þess, á árunum 1956 og
’57 var hann í New York á veg-
um Iceland Products, heima á
íslandi ’58 til ’64 og 1964—68
veitti hann skrifstofu Sam-
bandsins í London forstöðu en
tók síðan við starfi fram-
kvæmdastjóra sjávarafurða-
deildarinnar í Reykjavík.
Harrisburg er höfuðborg
Pennsylvaníu-ríkis. Borgin á
sér því nokkra sögu af banda-
rískri borg að vera og ekki all-
fjarri henni er Gettysburg-víg-
völlur borgarastyrjaldarinnar.
Útborgir með glæsilegum íbúð-
arhverfum breiða úr sér yfir
hæðir og lægðir þessa lands-
lags, þar sem er víða stutt út í
sveitasæluna. En frá Harrys-
burg er langt til sjávar og
næstu hafnarborga. Þess vegna
hlýtur fyrst að vakna hjá gest-
um þar spurningin um tilurð
þessarar fiskiðnaðarverksmiðju
svo langt inni í landi.
Jú, Guðjón skýrir okkur
frá því, að Bandaríkjamaður
nokkur hafi stofnsett verk-
smiðju á þessum slóðum og
rekið, og hafið kaup á fiski frá
fyrirtæki Sambandsins, Iceland
Products, árið 1959 en Iceland
Products var stofnsett 1951 og
hafði með innflutning og sölu á
vörum frá Sambandinu að gera
vestan ihafs með miðstöð í New
York. Reksturinn hjá peim
bandaríska gekk illa en Ice-
land Products ákvað að kaupa
verksmiðjuna og var starfsemi
hafin i nafni fyrirtækisins í
maí 1966. Síðan hefur verk-
smiðjan stækkað um % og ný
starfsemi verið hafin í 'henni
eins og t.d. rekstur tilrauna
eldhúss.
HÆSTA VERÐ A ÞORSK-
BLOKK
Verðlag á sjávarafurðum
okkar í Bandaríkjunum hefur
farið stöðugt hækkandi undan-
farið og hefur hækkað eftir að
við áttum samtal okkar við
Guðjón B. Ólafsson í Harrys-
burg. Verð á þorskblokk mun
nú vera orðið hærra en það hef-
ur nokkru sinni verið áður eða
85 sent fyrir pundið. Guðjóni
reiknaðist til að hækkun á
verði þorskblakkarinnar um
eitt sent þýddi 80 milljón króna
verðmáetaaukningu fyrir ís-
lenzka þjóðarbúið miðað við
árssölu.
Guðjón: — Eftirspurn eftir
fiski er í hámarki hér um þess-
ar mundir. Magnaukningin hjá
Iceland Products fyrstu níu
mánuði þessa árs miðað við
sama tímabil í fyrra er 41%.
Við höfum selt í ár 20.275 tonn
á þessu tímabili en 14.378 tonn
í fyrra. í sölu þýðir þetta
37.065 milljónir dollara fyrstu
níu mánuði ársins en sömu
mámuði í fyrra seldum við fyr-
ir 22.964 milljónir. Hækkunin
er 61,4%. í þessu sambandi
verður að taka tillit til rekst-
urserfiðleika, sem við var að
etja hjá þessu fyrirtæki og eru
tölurnar því ekki alveg mark-
Á færiböndum er deigi og bra,uðmylsnu stráð á niðursneiddar
fiskblokkirnar, sem síðan eru snöggsteiktar og settar í umbúðir.
FV 10 1976
35