Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 49
Ólafur hafnarvörður. viðbótin þversum norður af bryggjuendanum. Við þessa viðbót varð kyrrara á höfninni og 'hættuminna fyrir smábát- ana. — Ég tel þó að hér þurfi að bæta um betur, sagði Ólaf- ur. Það þarf fyrst og fremst að lengja hafnargarðinn hérna norðan við til þess að loka hafnarmynninu betur. í norð- vestanátt verður ennþá of óró- legt í höfninni fyrir allar trill- urnar. Þegar skuttogari verður fainn að koma hér í höfnina er vont að hafa alla þessa smá- báta hér fyrir. Nú það hefur svo sem ýmislegt verið gert hér við höfnina til að undir- búa komu togarans. Það er bú- ið að leggja rafmagn fram eftir allri bryggju svo nú er hægt að fá rafmagn í alla bátana, sem ekki var hægt fyrr. Svo er bú- ið að koma fyrir nýrri vatns- leiðslu, sem er með rafmagns- hitun svo hún frýs ekki. Þá er verið að koma hér upp nýrri flóðlýsingu. Meðan rætt var við Ólaf sigldi Tungufoss inn í höfnina og lagðist við hafnargarðinn. Að sögn Ólafs var skipið með ein- hvern flutning fyrir Kröflu- virkjun og þar með var Ólafur rokinn, því hans biðu skyldu- störf við afgreiðslu skipsins. Saumastofan Prýði hf.: Saumar fatnað til útflutnings í samvinnu við S.I.S. Russlandsviðskipti skapa mikla vinnu — Við höfum fulla trú á því að rekstur fyrirtækis sem þessa eigi fullan rétt á sér og sé þegar búinn að sanna gildi sitt, sagði Guðmundur Hákonarson, framkvæmdastjóri saumastofunnar Prýði hf. á Húsavík þegar Frjáls verslun heimsótti hann fyrir skömmu. — Reksturinn hérna hefur gengið mjög vel síðustu tvö árin, hélt G'uðmundur áfram, — einkum vegna aukinnar eftirspurnar á fram- leiðsluvöru okkar. Það hefur líka verið mikið lagt í markaðskönnun og kynningu á íslenskum og Álafossi. Annars hafa við- skipti við Rússland útvegað okkur mikla vinnu hér. Rússar pöntuðu 60.000 barnajakka frá íslandi og var um helmingur þeirra saumaður á norðlensk- um saumastofum á þessu ári. SAMVINNA UM INNKAUP Á VÉLUM Sauma- og prjónastofur á Norðurlandi 'hafa með sér sér- stök samtök, sem stofnuð voru fyrir tveimur árum og eru 6 fyrirtæki aðilar að samtökun- um. — Við höfum sérstakan framkvæmdastjóra fyrir þessi samtök, sagði Guðmundur, — og sér hann um ýmis sameigin- leg innkaup, sölusamninga og önnur sameiginleg hagsmuna- mál. Núna eru samtökin t.d. að leita fyrir sér um sameiginleg FV 10 1976 49 ullarfatnaði, en við framlciðum svo til eingöngu slíkan fatnað. Saumastofan Prýði hf. var stofnuð árið 1971 og eru hlut- hafar 26. Langstærsti hluthaf- inn er Húsavíkurkaupstaður, verkalýðsfélagið á hluta og síð- an einstaklingar. — Við byrj- uðum á því að framleiða fatn- að fyrir Hagkaup. Núna hefur þetta þróast þannig að við framleiðum svo til eingöngu fatnað til útflutnings í sam- vinnu við SÍS. Við fáum mikið af okkar hráefni frá SÍS og mikið af hönnuninni fer fram hjá hugmyndabanka SÍS á Ak- ureyri. Núna erum við að fram- leiða fyrir Evrópu og Ameríku- markað og er þar aðallega um kven- og barnafatnað að ræða svo sem jakka, kápur og slár. Ullarvoðin sem við erum að sauma úr núna er framleidd á Blönduósi úr garni frá Gefjun Guðmundur Hákonarson framkvæmdastjóri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.