Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.10.1976, Blaðsíða 67
Iðnvogar Fyrirtækin þar hafa um 800 manns í þjónustu sinni Rætt við Halldór Olafsson, formann Iðnvoga Nú vinna alls 800 manns í 86 fyrirtækjum í svokölluðu Iðnvogahverfi í Reykjavík, en þetta hverfi afmarkast af Súð- arvogi, Dugguvogi. Kænuvogi, Tranavogi og hluta Elliðavogs. Þetta er mikið athafnasvæði hvers konar iðnfyrirtækja og starfar 'um % hluti fyrirtækj- anna á þessu svæði að fram- leiðslu, en % eru þjónustufyr- irtæki. Fyrirtæikin hafa myndað með sér félagsskap til að vinna að sameiginlegum hagsmuna- málum sínum. Hlaut félagið nafnið Iðnvogar og er Halldór Ólafsson, bólstrari og fram- kvæmdastjóri Sedrus húsgagna formaður í þessu félagi. Við hann ræddi F.V. um helstu hagsmunamál félagsins og að- dragandann að stofnun þess. Iðnvogahverfið samanstend- ur af mörgum fyrirtækjum með smáan rekstur og allt upp í stórfyrirtæki. Hverfið er nú nær fullbyggt, aðeins eru ör- fáar lóðir, sem ekki hefur ver- ið byggt á. BYGGINGALÓÐIR ÓDÝRAR Á ÞEIM TÍMA SEM BYGGT VAR A Um 1954—55 var hafist handa um byggingu fyrstu hús- arma, en á þeim tíma voru byggingarlóðir mjög ódýrar. Eitt af fyrstu fyrirtækjunum, sem hófu starfsemi í hverfinu var Tækni hif., en einnig tóku Fínpússningagerðin og Gunnar Guðmundsson hf. til starfa um svipað leyti. Sagði Halldór, að upphaflega hefði átt að reisa húsin á einni hæð með risi og voru þau ætl- uð fyrir pípulagningamenn, múrara og húsasmiði til að geyma verkfæri yfir nóttina. Leyfi fékkst til að breyta hús- unum og auk þess að hefja þar annars konar rekstur. Sagði Halldór ennfremur, að um lán til iðnaðarbygginga hefði ekki verið að ræða á þessum árum. SAMEIGINLEG NÆTUR- VARSLA í HVERFINU Mikið var brotist inn og eyði- lagt í hverfinu, enda var þar nær engin lýsing, aðeins 4 ljósastraurar í öllu hverfinu. Um þverbak keyrði eina nótt- ina, er brotist var inn í 14 fyr- irtæki. Sagði Halldór, að eftir þetta hefði komið maður að máli við forráðamenn fyrir- tækjanna og boðist til að vakta yfir nóttina. Upp úr þessu var stofnað félagið Iðnvogar til að standa að sameiginlegri nætur- vörslu og einnig til að vinna að öðrum hagsmunamálum. Nú starfa 3 vaktmenn í Iðn- vogahverfinu yfir nóttina og auk þess er þar vaktað allar helgar og helgidaga. Sagði Halldór, að algjör breyting hefði orðið eftir þetta. Farið var að setja upp ljósa- staura og lagfæra götur og nú er einnig verið að vinna við gangstéttarlagningu. UNNIÐ AÐ MÖRGUM HAGS- MUNAMÁLUM FYRIRTÆKJ- ANNA Annað hagsmunamál félags- ins er að fá strætisvagnaferðir inn í Iðnvoga, en hingað til hafa Strætisvagnar Reykjavík- ur ekki ekið inn í hverfið. Um þetta mál er m.a. rætt í Iðn- vogatíðindum, en það er blað, $em félagið gefur út. Er þar ritað um ýmis hagsmunamál og einnig er í því fyrirtækja- kynning. Sagði Halldór, að samband hefði verið haft við forráðamenn SVR, en ekkert hefði komið út úr þeim málum enn. Sagði Halldór, að stofnað hefði verið félag innan Iðnvoga til að sækja um byggingarlóðir á svæði sem er áframhald af Súðarvogi. Var sótt sameigin- lega um 52000 m2 gólfflöt und- ir iðnað. Ekki fékkst hljóm- grunnur fyrir þessu, og var lóð- unum úthlutað til annarra að- ila. Ennfremur sagði Halldór, að þeim sem reka fyrirtækið í Iðnvogum hefði fundist þeir hafa orðið fyrir ranglæti er ak- greinaskiptingu á gatnamótum Elliðavogs og Suðurlandsbraut- ar var breytt, þannig að alls ekki er hægt að komast inn í hverfið eftir þeirri leið og þarf því að taka á sig langan krók ef komast á inn í 'hverfið frá sumum borgarhlutum. Sagði Halldór, að þeir hefðu bent á auðvelda leið inn í hverfið með svipuðum hætti og áður var. Hins vegar hefur verið ákveðið að koma upp skilti á gatnamótum Skeiða- vogs og Suðurlandsbrautar, þar sem umferð verður leið- beint inn í hverfið. Að lokum sagði Halldór, að frágangur á hverfiniu væri einnig mikið hagsmunamál félagsins og iðn- fyrirtækjanna í Iðnvogum. FV 10 1976 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.