Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 69

Frjáls verslun - 01.10.1976, Page 69
Húsasmiðja Snorra Halldórssonar Framleiða einingahús úr timbri og steinsteypu — Aðeins reist úti á landi 40—50 hús verða framleidd í Húsa- smiðjunni á þessu ári. Hér er vcrið að vinna við að smíða sperrur í eitt húsanna. Eitt stærsta fyrirtækið í Iðn- vogum, að flatarmáli og starfs- mannaf jölda er Húsasmiðja Snorra Halldórssonar, en fyrir- tækið hefur til 'umráða 2ja hektara landssvæði, og á þessu svæði hafa risið ýmsar bygg- ingar s.s. verksmiðjuhús, skrif- stofuhús, birgðageymslur og lagerhúsnæði. Starfsfólk Húsa- smiðjunnar er um 50 manns. Snorri stofnaði Húsasmiðj- una árið 1947 og hófst starf- semin í gamla flugskýlinu í Vatnagörðum. Árið 1957 flutti fyrirtækið að Súðarvogi 3 og skömmu síðar keypti Snorri lóðina að Súðarvogi 5. Kom þetta m.a. fram í viðtali sem F.V. átti við Snorra. VERKSMIÐJUFRAMLEIÐA TIMBUR- OG STEINSTEYPU- EININGAHÚS Húsasmiðjan flytur inn timb- ur, stál og aðrar byggingarvör- ur aðallega frá Póllandi og framleiðir úr timbrinu fleka, sem síðan eru notaðir í timbur- einingahús. Þegar Snorri hóf þessa framleiðslu mætti hann - víða fyrirstöðu, en þá var slík framleiðsla nýjung hér á landi. Smátt og smátt breyttist þetta og sagði hann að alltaf væri nóg af verkefnum. Flekarnir eru algjörlega framleiddir í Húsasmiðjunni en síðan eru þeir fluttir á bygg- ingarstað, þar sem 'húsin eru reist upp á 8'—12 dögum og gerð íbúðanhæf. Timburein- ingahúsin hafa aðallega verið reist úti á landsbyggðinni, aðal- lega íbúðarhús, en einnig hefur verið reist nokkuð af slíkum húsum við skóla. Um síðustu áramót keypti Húsasmiðjan réttindi af Verk hf. til að framleiða og reisa steinsteypueiningahús, og fer sú framleiðsla fram við Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Mikil eftirspurn hefur verið eftir báðum gerðum húsanna og verða reist 40—50 timbur- og steinsteypueiningahús á þessu ári. GERÐ ÍBUÐARHÆF Á 8—12 DÖGUM Verksmiðjuframleiðsla hús- eininga er mun ódýrari en að reisa hús á hinn hefðbundna hátt, að sögn Snorra. Sagði hann það há verksmiðjufram- leiðslu í byggingariðnaði að borga þyrfti háan söluskatt, og væri þessi framleiðsla þannig ströffuð af yfirvöldum, og enn- fremur væri hvergi gert ráð fyrir timbur, eða steinsteypu- einingahúsum í nokkru skipu- lagi. Það tekur einungis 8-12 daga að reisa steinsteypueiningahús- in og gera íbúðarhæf, en auk íbúðarhúsa eru slík stein- steypuhús mjög hentug sem útihús, fiskverkunarstöðvar og spennistöðvar t.d. Auk einingahúsannna var farið út í á þessu ári, að fram- leiða stiga í hús s.s. fjölbýlis- hús og einnig útitröppur. Sagði Snorri, að þessi framleiðsla hefði gefist nokkuð vel og sagð- ist hann ennfremur vera að gera tilraun með að einangra steinhúsin að utan með því að setja vatnskápu utan á þau, sem getur verið timbur eða önnur efni. FV 10 1976 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.