Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 81
Hervald Eiríksson umbofts* og heildverzlun:
Kæli- og frystitæki,
sem skipta má um lit á
— margvíslegar vörur fluttar inn
Hervald Eiríksson stofnaði
umboðs- og heildverslun sína
árið 1965, og flytur hann nú
inn IWO kæli- og frystitæki,
Storebest verslunarinnrétting-
ar, kjötvinnslutæki og ýmsar
aðrar vörur frá v-þýska fyrir-
tækinu Bizerba, pökkunarborð,
aðallega fyrir verslanir, P.V.C.
pökkunarfilmu og umbúða-
bakka, English Leather snyrti-
vörur og turn o rite auglýsinga-
teilcniáhöld svo og verðmcrki-
vélar og miða frá fyrirtækinu
Nor svo eitthvað sé nefnt.
Umboðs- og heildverslun
Hervalds Eiríkssonar er á
Laufásvegi 12 og þar hitti F.V.
Hervald að máli og rabbaði við
hann um hinar ýmsu innflutn-
ingsvörur hans.
VERSLUNARINNRÉTT-
INGAR MEÐ MARGBREYTI-
LEGU FYRIRKOMULAGI
Hervald hefur flutt inn versl-
unarinnréttingar frá Storebest,
en þessar innréttingar bjóða
upp á óteljandi marga mögu-
leika í uppsetningu. Storebest
innréttingarnar eru upphaflega
danskar, en nú hefur Storebest
um 20 umboð víðs vegar um
Evrópu og Bandaríkin.
Hervald sagði, að Storebest
gerði tilboð í hvers konar versl-
unarinnréttingar og allar tillög-
ur um fyrirkomulag í verslun-
inni s.s. litaval, lýsingu og
fleira. Lögð er áhersla á nýt-
ingu allra möguleika með til-
liti til markaðsaðstæðna.
Storebest leggur mikla á-
herslu á að skipuleggja upp-
setningu innréttinganna þann-
ig að það auki sölumöguleika
verslunarinnar. Þessar innrétt-
ingar eiga við allar tegundir
verslana og hafa verið settar
upp í milli 20—30 verslunum
hér á landi, að sögn Hervalds,
m.a. víða úti á landi og í
Reykjavík s.s. hjá Sláturfélag-
inu og fleiri verslunum í Glaesi-
bæ, Byggingavöruverslun
Kópavogs og víðar.
Erlendis hefur Storebest
verslunarinnréttingum einnig
verið komið fyrir í blómaversl-
unum, snyrtivöruverslunum,
úra- og skartgripaverslunum,
tískuverslunum og gjafavöru-
verslunum svo að eitthvað
nefnt.
ELEKTRÓNISKAR BÚÐAR-
VOGIR
Hervald Eiríksson hefur um
nokkurt skeið flutt inn elek-
tróniskar búðarvogir með sjálf-
virkum verðútreikningi frá v-
þýska fyrirtækinu Bizerba.
Þegar hafa verið afgreiddar um
60 vogir af þessari gerð.
Sagði Hervald, að aðeins
þyrfti að stimpla inn verð vör-
unnar og samstundis kemur
fram þyngd hennar og heildar-
verð og skapar þetta öryggi
bæði fyrir kaupmenn og við-
skiptavini, þar sem vélin gerir
ekki vitleysur.
IWO KÆLI- OG FRYSTITÆKI
Danska stórfyrirtækið IWO
hefur sérhæft sig í framleiðslu
hvers konar kæli og frysti-
tækja til notkunar í verslunum.
IWO sendi frá sér nýja gerð
kæli- og frystitækja á síðasta
ári ,,IWO Serie 80“ eins og hún
hefur verið kölluð og er algjör
nýjung að því leyti, að hægt er
að skipta um lit á tækjunum á
sé auðveldan og fyrirhafnarlausan
hátt, að sögn Hervalds.
Sagði Hervald, að þetta væri
mjög hentugt t.d. þar sem
skipta á um lit á versluninni,
og þá einnig um lit á tækjunum
til samræmis við lit veggjanna.
Má þá koma stálþynnum auð-
veldlega fyrir á tækjunum en
þær hafa verið fluttar inn í
ýmsum litum s.s.: rauðum,
gulum, bláum, mosagrænum og
blágrænum.
IWO kælitækin eru til i ýms-
um gerðum m.a. sérstakir
mjólkurkælar, sem henta í
hvaða verslun sem er. Þá hefur
Hervald einnig flutt inn kæli-
og frystiklefa til notkunar í
verslunum.
IWO kæli-
tækin eru
til í
ýmsum
gerðum
m.a. sér
stakir
mjólkur-
kælar.
FV 10 1976
77