Frjáls verslun - 01.10.1976, Síða 89
ur í borgarakstri en hefur ó-
tvíræða eiginleika sportbíls.
Með tilliti til okkar aðstæðna,
sem á allan hátt orsaka
skemmri endingu brifreiða en í
öðrum löndum, ættu bílar ekki
að verða eldri en 6—8 ára hér.
-------- AUGLÝSING ------------
Áætlað verð á Audi 80 mið-
að við gengi á DM 78/0650
21/10 76:
Audi 80DS, 4 dyra með 75
Ha vél kr. 2.289.000.
Audi 80GLS, 4 dyra með 75
Ha vél kr. 2.389.000.
Verð er miðað við standard
lit. Varúðarlitur kostar um
18.000. Glitlitur kostar um
39.500.
Hægt er að fá Audi 80 í 6
standard litum, 2 varúðarlitum
og 4 glitlitum.
VELTIR HF.:
- VOLVO 343 -
Svona eiga bílar að vera
Nýjasti Volvo bíllinn á
markaðnum er Volvo 343, ár-
gerð 1977. Volvo 343 er fram-
leiddur hjá Volvo verksmiðjun-
um í Hollandi og er útlit hans
nokkuð frábrugðið þeim Volvo
bilum, sem framleiddir hafa
verið til þessa, og er hann næst
minnsti bíllinn sem framleidd-
ur hefur verið hjá Volvo verk-
smiðjunum. Veltir hf. Suður-
landsbraut 16 er umboðsaðili
Volvo verksmiðjanna hér.
Volvo 343 er til í tveim gerð-
um, L og DL. Vélini er 70 din
hö, 4 strokka og bíllinn er sjálf-
skiptur. Þungi bifreiðarinnar
jafnast vel niður, því vélin er
frammí en skiptingin afturí
bílnum. Powei’bremsur eru á
343 gerðinni og hemlakerfið er
tvöfalt. Bíllinn er mjög léttur í
stýri og er beygjuradíus hans
9,2 m. Bensíneyðsla er 9—10
lítrar á 100 km.
Volvo 343 er fjölskyldubíll,
4.20 m á lengd og 1.66 m á
breidd. Volvo 343 er þriggja
dyra, og í DL gerðinni er hægt
að leggja aftursætin alveg nið-
ur, þannig að hægt er að nýta
plássið undir farangur. Bíllinn
er fáanlegur í 6 litum, yfirleitt
ljósum litum þ.e.a.s. gulum,
rauðum, beige, brúnum, bláum
og grænum.
Mikið er lagt upp úr innrétt-
ingum bifreiðarinnar og hún er
rúmgóð og þægileg. Volvo 343
er hannaður þannig, að aftur-
rúðan helst yfirleitt hrein og
er auk þess upphituð. Mið-
stöðvarkerfið er gott og þægi-
legt. Bíllinn tekur 4 farþega
auk ökumanns.
Grindin er sérstaklega styrkt
(öryggishús) og er bíllinn því
mjög öruggur, ef til árekstrar
kæmi. Einnig fara bílarnir í
sérstakt ryðvarnarbað, áður en
þeir koma til landsins.
Verð á Volvo 343 L er 2
milljónir og 50 þúsund, en DL
gerðin kostar 2 milljónir 199
þúsund.
Hver er iramieibandinn?
fílettið upp í JSLENZK FYRIRTÆKI"
og finriib svar/ð
FV 10 1976
85