Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 9

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 9
Samkvæmt öruggum heimildum í sovézka sendiráðinu mun Geir Hallgrímsson þiggja boð Sovétstjórnarinnar um að fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna nú á næstunni. Verður forsæt- isráðherra þar með æðsti ráðamaður íslendinga, sem heimsótt hefur Sovét- ríkin í opinberum erinda- gerðum en áður hefur Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra farið í aust- urveg í boði Sovétstjórn- arinniar. Ekki vitum vér, hvort Kínverjar hafi haft ein- hvern pata af 'þessum á- formum Rússa uni að sýna forsætisráðherra fs- lands vinsemd og virð- ingu, en allavega vilja þeir ekki gefa Rússum neitt eftir í huggulegheit- um við Íslendinga. Þeir ætla nefnilega að koma hineað til lands með sirk- us á næstunni og hann ekki af verri endanum. Áður hafa Kínverjar boð- ið íslendingum upp á fimleikasýningar, stór- kostlegri en nokkuð ann- að af því tagi, sem menn höfðu áður séð hér á landi, og ekki er að efa, að sirkusinn, sem hingað kemur, verður með því bezta, sem völ er á. Breytinga er að vænta á æðstu stjórn Flugleiða. Þannig mun Orn O. John- sen innan skamms láta af störfum sem einn af þremur aðalforstjórum fé- lagsins en helga sig ein- vörðungu embætti stjórnarformanns félags- ins. Þeir málaflokkar, sem heyrt hafa undir Örn í skipa.n starfa forstjór- anna þriggja verða nú í verkahring Sigurðar Helgasonar. Er því ljóst, að Sigurður kemur sem „sterki“ aðilinn úr þeim átökum, sem verið hafa innan Loftleiðahóps- ins í Flugleiðum upp á síðkastið og opinberazt hafa hluthöfum á tveim síðustu aðalfundum. Um það leyti sem Al- freð Þorsteinsson tók við stöðu forstjóra Sölunefnd- ar varnaliðseigna, var því fleygt, að Alfreð hefði gefið Framsóknarforyst- unni fyrirheit um að hætta afskiptum af stjórn- málum. Þetta mun reynd- ar hafa gerzt en Alfreð svo séð sig um hönd og vill nú hvergi fara úr þeim pólitísku stöðum, sem hann gegnir fyrir Frramsóknarflokkinn. Af þessu hafa skapazt tals- verð vandamál varðandi uppstillingu flokksins fyr- ir borgarstjórnarkosning- ar, því að Kristján Bene- diktsson var búinn að segja 1. sætinu lausu. Gerir nú Alfreð tilkall tii þess. Margir áhrifamenn innan flokksins mega ekki til þess hugsa að Al- freð verði í efsta sæti list- ans og er því ekki ósenni- legt að Kristján Bene- diktsson verði beðinn að sitia áfram eitt kjörtíma- bil í viðbót og leysa vand- ann. Þótt ótrúlegt megi virð- ast hefur nýting á hótel- um höfuðborgarinnar hrapað niður í rúm 50% nú yfir háannatímann í ferðamennskunni. Þann- ig hefur ástandið verið á miðju sumri en snemma í vor var nýting hótelanna hins vegar í hámarki, tals- vert yfir 90%. Skýringar á þessu eru að miklu leyti þær að fyrirfram er búið að telja ýmsa ráðstefnu- og fcrðahópa á að koma hingað utan aðal ferða- mannatímans í þeirri vissu, að aðrir ferðamenn fylltu hótelin á miðju sumri. Svona hefur þetta þó ekki verið. Þess er líka að gæta, að lengi hefur verið fullbókað hjá hótel- unum vegna þings esper- antista, sem hér er haldið á miðju sumri. Þegar allt kom til alls vildu þessir gestir þó frekar dveljast í tjöldum og á einkaheim- ilum en að búa. á hótel- Seðlabankinn ætlar að byggja stórhýsi á Arnar- hóli þrátt fyrir góð ráð vitrustu manna um að gæta beri aðhalds í fjár- festingum. Margir velta fyrir sér hvar útþensla bankakerfisins muni enda og benda á að meðfram leiðinni úr Aðalstræti að Hótel Esju eða í næsta nágrenni hennar séu 19 bankastofnanir, með að meðaltali um 130 metra millibili. Fróðir menn telja einnig að öll rök hnígi að því að banka- starfsemi sé fjórði stærsti þáttur atvinnulífsins með tæplega 7 starfsmenn á móti hverjum 10 í sjávar- útvegi. FV 6 1977 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.