Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Qupperneq 9

Frjáls verslun - 01.06.1977, Qupperneq 9
Samkvæmt öruggum heimildum í sovézka sendiráðinu mun Geir Hallgrímsson þiggja boð Sovétstjórnarinnar um að fara í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna nú á næstunni. Verður forsæt- isráðherra þar með æðsti ráðamaður íslendinga, sem heimsótt hefur Sovét- ríkin í opinberum erinda- gerðum en áður hefur Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra farið í aust- urveg í boði Sovétstjórn- arinniar. Ekki vitum vér, hvort Kínverjar hafi haft ein- hvern pata af 'þessum á- formum Rússa uni að sýna forsætisráðherra fs- lands vinsemd og virð- ingu, en allavega vilja þeir ekki gefa Rússum neitt eftir í huggulegheit- um við Íslendinga. Þeir ætla nefnilega að koma hineað til lands með sirk- us á næstunni og hann ekki af verri endanum. Áður hafa Kínverjar boð- ið íslendingum upp á fimleikasýningar, stór- kostlegri en nokkuð ann- að af því tagi, sem menn höfðu áður séð hér á landi, og ekki er að efa, að sirkusinn, sem hingað kemur, verður með því bezta, sem völ er á. Breytinga er að vænta á æðstu stjórn Flugleiða. Þannig mun Orn O. John- sen innan skamms láta af störfum sem einn af þremur aðalforstjórum fé- lagsins en helga sig ein- vörðungu embætti stjórnarformanns félags- ins. Þeir málaflokkar, sem heyrt hafa undir Örn í skipa.n starfa forstjór- anna þriggja verða nú í verkahring Sigurðar Helgasonar. Er því ljóst, að Sigurður kemur sem „sterki“ aðilinn úr þeim átökum, sem verið hafa innan Loftleiðahóps- ins í Flugleiðum upp á síðkastið og opinberazt hafa hluthöfum á tveim síðustu aðalfundum. Um það leyti sem Al- freð Þorsteinsson tók við stöðu forstjóra Sölunefnd- ar varnaliðseigna, var því fleygt, að Alfreð hefði gefið Framsóknarforyst- unni fyrirheit um að hætta afskiptum af stjórn- málum. Þetta mun reynd- ar hafa gerzt en Alfreð svo séð sig um hönd og vill nú hvergi fara úr þeim pólitísku stöðum, sem hann gegnir fyrir Frramsóknarflokkinn. Af þessu hafa skapazt tals- verð vandamál varðandi uppstillingu flokksins fyr- ir borgarstjórnarkosning- ar, því að Kristján Bene- diktsson var búinn að segja 1. sætinu lausu. Gerir nú Alfreð tilkall tii þess. Margir áhrifamenn innan flokksins mega ekki til þess hugsa að Al- freð verði í efsta sæti list- ans og er því ekki ósenni- legt að Kristján Bene- diktsson verði beðinn að sitia áfram eitt kjörtíma- bil í viðbót og leysa vand- ann. Þótt ótrúlegt megi virð- ast hefur nýting á hótel- um höfuðborgarinnar hrapað niður í rúm 50% nú yfir háannatímann í ferðamennskunni. Þann- ig hefur ástandið verið á miðju sumri en snemma í vor var nýting hótelanna hins vegar í hámarki, tals- vert yfir 90%. Skýringar á þessu eru að miklu leyti þær að fyrirfram er búið að telja ýmsa ráðstefnu- og fcrðahópa á að koma hingað utan aðal ferða- mannatímans í þeirri vissu, að aðrir ferðamenn fylltu hótelin á miðju sumri. Svona hefur þetta þó ekki verið. Þess er líka að gæta, að lengi hefur verið fullbókað hjá hótel- unum vegna þings esper- antista, sem hér er haldið á miðju sumri. Þegar allt kom til alls vildu þessir gestir þó frekar dveljast í tjöldum og á einkaheim- ilum en að búa. á hótel- Seðlabankinn ætlar að byggja stórhýsi á Arnar- hóli þrátt fyrir góð ráð vitrustu manna um að gæta beri aðhalds í fjár- festingum. Margir velta fyrir sér hvar útþensla bankakerfisins muni enda og benda á að meðfram leiðinni úr Aðalstræti að Hótel Esju eða í næsta nágrenni hennar séu 19 bankastofnanir, með að meðaltali um 130 metra millibili. Fróðir menn telja einnig að öll rök hnígi að því að banka- starfsemi sé fjórði stærsti þáttur atvinnulífsins með tæplega 7 starfsmenn á móti hverjum 10 í sjávar- útvegi. FV 6 1977 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.