Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Page 16

Frjáls verslun - 01.06.1977, Page 16
Sparar Bandaríkjamönnum 6,3 milljarða dollara á ári í olíuinnflutningi Styrkir stöðu þeirra, ef til annarrar olíukreppu kæmi Fyrir skömmu var byrjað að dæla olíu úr mestu olíulindum Bandaríkjanna, sem legið hafa ósnortn- ar og óaðgengilegar undir ísbreiðum norðurheimskautsins í Alaska. Nú er þessari olíu dælt um borð í flutningaskip, sem flytja hana suður á bóginn til meginlands Bandaríkjanna, þar sem olíu- þorstinn er geigvænlegur, og ef til vill verður Alaskaolían einnig flutt út til annarra landa í fram- tíðinni. Loksins er byrjað að nýta þessar gjöfulu lindir eftir að lokið er lagningu 'hinnar um- deildu olíuleiðslu þvert yfir Alaska, frá norðri til suðurs, 1260 kílómetra vegalengd. Alaskaolían leysir ekki öll orkumál Bandaríkjanna og hún er ekki ódýr en áhrif hennar eru í heild jákvæð að sögn sér- fræðinga. í fyrsta lagi verður snúið við þeirri þróun er hófst 1970 en síðan hefur olíufram- leiðsla Bandaríkjanna stöðugt farið minnkandi. í öðru lagi sparast 17 milljónir dóllara á dag, sem annars hefðu farið til innkaupa á olíu erlendis frá. Nú er tunnan seld á 14,35 doll- ara og því nemur heildarfjár- hæðin sem um er að ræða 6,3 milljörðum dollara á ári. STÆÐU BETUR AÐ VÍGI f NÆSTU OLÍUKREPPU f þriðja lagi verða Bandarík- in ekki jafn berskjölduð og áð- ur kæmi til annarrar olíu- Kortið sýnir leiðsluna frá ís- hafinu til Kyrrahafsins. kreppu. f september í haust, þegar fullri framleiðslu verður náð, munu 1,2 milljónir tunna af olíu streyma daglega um leiðsluna. Þó að þetta samsvari að vísu ekki nema 10% af heildarolíunotkun innan Banda- ríkjanna, er þetta þó á við helminginn af því sem skorti í olíukreppunni 1973, þegar lang- ar biðraðir mynduðust við benzínstöðvar. Olían frá þessu stærsta olíu- lindasvæði í Bandaríkjunum hefur beðið notkunar í u.þ.b. tíu ár meðan verið var að Ijúka lagningu olíuleiðslunnar. Nú verður framleiðslan á Prudhoe- olíulindasvæðinu og olíunni veitt um leiðsluna, sem kostað hefur 7,7 milljarða dollara, til Valdez við Alaskaflóann, en þar er höfn opinn allan ársins hring. Frá Valdez munu svo risa- olíuflutningaskip flytja olíuna til annarra hafna, aðallega í Washington-ríki og Kaliforníu. Með hluta af magninu verður líka siglt til hreinsunarstöðva við Mexíkóflóann, gegnum Panamaskurðinn. Þá er líka til alvarlegrar athugunar að selja eitthvað af Alaska-olíunni til Japan. 16 FV 6 1977

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.