Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 7

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 7
Fjársvikamál forstöðu- manns ábyrgðadeildar Landsbankans hefur ó- neitanlega alið á tor- tryggni hins almcnna borgara í garð bankakerf- isins og ýmissa opinberra innheimtustofnana. Menn hafa hugleitt, hve víða maðkur geti verið í mys- unni. Aukin tölvuvæðing í mcðferð opinberrar fé- sýslu er eitt atriði, sem vekur spurningar (um hvort að öllu leyti sé rétt á málum haldið. Þetta er ekki að ástæðulausu, 'því að æ ofan í æ koma upp dæmi um kolvit'lausa launaútreikninga í tölvum hjá opinberum aðilum, sem vekja ugg um að skekkjur læðist í gegn ó- séðar. Þekkt eru dæmi um stórfellt tölvusvindl erlendis og því er ekki nema eðlilegt að menn hugleiða hvort slík af- brot geti viðgengist hér og þá er jafnframrt' spurt um liæfni þeirra, sein tölvunum stjórna. Svo langt liafa þessar bolla- Icggingar gengið, að á- birgir aðilar innan opin- berrar stjórnsýslu hafa sízt viljað útiloka þann möguleika að upp kæmu alvarlcg dæmi um ágalla í tölvumeðferð peninga- mála hérlendis. Fyrir nokkrum mánuðum mun hafa komizt upp um ávísanasvindl hjá banka- starfsmanni, sem af- greiddi ávísanahefti til viðskiptamanna bankans. Þegar afgreidd voru hefti til ákveðins viðskipta- manns reif bankastarfs- maðurinn jafnan fyrsta eyðublaðið úr heftinu, án þess að eftir væri tekið og falsáði síðan ávísun á reikning viðkomandi manns, alltaf innan hæfi- legra marka enda voru upphæðir á reikningnum yfirleitt háar. Sýnir þetta að full þörf er á ná- kvæmri yfirferð á reikn- ingsyfirlitum ávísana- reikninga og samanburði við skráningu reiknings- hafanna sjálfra. Þórir Jónsson i Ford- umboðinu er áræðinn og dugmikill athafnamaður eins og mörg dæmi sanna. Síðasta dæmið er að sjálf- sögðu útgerð bílaflutn- ingaskipsins Hifrastar, sem gengur vel. Ekki er Þórir svo byrjaður í skipa- útgerðinni, að hann íhugi ekki aðra þætti sam- göngumálanna. Heyrzt liefur að Þórir og félag- ar hans hafi í hyggju að festa kaup á smáþotu af gerðinni Lear Jet til að vera í leiguflugi innan- lands og milli íslands og annarra landa. Oft þarf að ná til útlanda í skyndi eftir varahlutum í dýr at- vinnutæki og mun þot- unni vera hugsað slíkt hluitverk meðal annars. Margir hafa velt því fyrir sér, hvað Gylfi Þ. Gíslason hygðist fyrir, er hann lætur af þing- mennsku i sumar. Hefur verið talið að hann ætl- aði sér eitthvað annað hlutverk en að vera pró- fessor við Háskólann. Þeg- ar Norðmaðurinn Helge Seip lét af forstöðu fyrir skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í fyrra, sýndu nor- rænir jafnaðarmenn á- huga á að Gylfi tæki við því embætti. Af því varð ekki en Gylfi hefur hins vegar verið orðaður við embætti forstöðumanns norrænu menningarmála- skrifstofunnar í Kaup- mannahöfn. Engum blöðum er um það að fletta að stórfelld bruggun á öli og öðrum áfengum drykkjum er stunduð hérlendis. Ekkert er að hafzt af opinberri liálfu til að stemma stigu við þessu og mótsögnin í ríkjandi ástandi og banni við bruggun öls og sölu þess því orðin hlægileg. Ekki er auðvelt að meta, hversu mikið er briuggað hér en nýlega heyrðum við tilgátu um hluta af heimabrugginu, þ.e.a.s. um 5 milljón flöskur af öli og er sú tala miðuð við sölu á þar til gerð- um flöskutöppum á inn- anlandsmarkaði. FV 2 1978 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.