Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 12

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 12
Olíusamningur við Portúgal: Vaxandi áherzla á viðskipti við þá sem skipta við Island Verndarstefna í ýmsum löndum skapar övissu í útflutningsmálum Á vegum Þjófthagsstofnunar er nú unnift að nýju yfirliti um horfurnar í útflutningsframleiftsl- unni á þessu ári. Ólafur Davíðsson, hagfræðingur, sagði í samtali við Frjálsa verzlun, að enn væri þeitta verk svo skammt á veg komið, að hann sæi sér ekki fært að tína úr bví samfelldar upplýs- ingar, en kvaðst þess í stað benda á 'það, sem sagt væri um horfurnar 1978 í riti Þjóðhagsstofnun- ar; „Þjóðarbúskapurinn“, sem út kom í október sl. og einnig vísaði hann til álits verðbólgu- nefndarinnar, þar sem drepið væri á útfliutningsframleiðsluna 1978. í „Þjóðarbúskapnum" keraur það fram, að útflutningshorf- ur 1978 eru þá óvissar af ýms- um ástæðum. Skreiðarverzlun við Nigeríu hafði strandað á innflutningsleyfum, þrátt fyrir viðskiptasamninga við ríkisfyr- irtæki þar í landi og í Portú- gal, helzta markaðslandinu fyr- ir saltfisk, var efnahagsástand- ið heldur bágborið. Varðandi Nígeriumarkaðinn er það að segja, að margar ferð- ir hafa verið farnar þangað til þess að koma hreyfingu á mál- in; m.a, hefur sendiherra okk- ar þar í landi, Sigurður Bjarna- son, sem hefur aðsetur í Lond- on, farið til Nígeríu vegna skreiðarmálsins. Þar í landi hafa þau svör fengizt, að stað- ið verði við gerða samninga, en hitt iiggur ekki á lausu, hve- nær það verði og er enn unnið að málinu af hálfu íslenzkra skreiðarframleiðenda. Þarna er um að ræða 150.000 pakka af skreið að verðmæti tæplega 30 milljónir dollara, eða um 7,5 milijarða íslenzkra króna á nú- verandi gengi. Þessir erfiðleik- ar hafa svo aftur valdið því, að sjálfkrafa takmarkanir eru nú á skreiðarverkun hér á landi, þar sem bankarnir lána ekki út á skreiðarframleiðslu. Varðandi innflutningstregðu á saltfiski til Spánar og Portú- gals eru likur á að hún kalli á Löndun á loðnuvertíð. Horfur á fiskimjöls- og lýsismarkaði eru ótryggar en markaðurinn réttist við eftir verðhrap í fyrrasumar. 12 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.