Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 13
breytta stefnu í utanríkisvið-
skiptum okkar. Viðskiptaráð-
herra, Ólafur Jóhannesson, hef-
ur lagt á það áherzlu að við
reyndum að auka kaup okkar
á portúgölskum vörum til að
liðka um fyrir saltfisksölu
þangað, og á dögunum var svo
fyrsta sinni gerður samningur
við Portúgal um olíukaup fyrir
ísland og er verðmæti samn-
ingsins um 1300 milljónir
króna. í frétt, sem viðskipta-
ráðuneytið gaf út um samning
þennan segir: „Þessi olíuvið-
skipti eru tilkomin vegna þeirr-
ar nauðsynjar að stórauka inn-
flutninginn frá Portúgal, til
þess að draga úr þeirri hættu,
að portúgölsk stjórnvöld skeri
niður innflutning á íslenzkum
saltfiski, en Portúgal er stærsti
og þýðingarmesti markaðurinn
fyrir saltfisk“.
Þannig virðist þetta ár boða
ótvíræða stefnubreytingu í ut-
anríkisviðskiptum okkar, þann-
ig að við leggjum vaxandi á-
herzlu, eins og aðrar þjóðir, á
viðskipti við þá, sem skipta við
okkur.
Þá má geta þess af sviði sjáv-
arafurða, að í opinberri heim-
sókn Matthíasar Bjarnasonar til
Sovétríkjanna fyrir skömmu
kom fram, að Sovétmenn eru
tregir til að kaupa af okkur
síldarvörur, nema á sem ó-
breyttustu verði, en loforð
fékkst þó fyrir því, að sovézk-
ir ráðamenn myndu íhuga sér-
staklega síldarkaupin frá ís-
landi.
Á sviði iðnaðar eru ekki sið-
ur ýmsar blikur á lofti. Davíð
Scheving Thorsteinsson, for-
maður Félags íslenzkra iðnrek-
enda, er nýkominn heim af
fundi efnahags- og félagsmála-
nefndar EFTA, þar sem miklar
og heitar umræður urðu um þá
tiilögu Félags íslenzkra iðnrek-
enda, að kannaðar verði til hlít-
ar stuðningsaðgerðir hins opin-
bera í EFTA og EBE-löndum
við iðnaðinn. Sá stuðningur fer
mjög leynt í formi ýmissa nið-
urgreiðslna, styrkja og beins og
óbeins stuðnings við útflutn-
ingsiðnaðinn, sem í raun kemur
í veg fyrir alla frjálsa sam-
keppni. Davíð segir, að ísland
sé eina landið, sem ekki hafi
gripið til aðgerða af þessu tagi,
en vegna afleiðinga af aðgerð-
um í öðrum löndum sé fylli-
lega réttlætanlegt að við gríp-
um til einhliða frestunar tolla-
lækkana samkvæmt samning-
unum við EFTA og EBE, Aí
hálfu ríkisstjórnarinnar hefur
verið lögð áherzla á, að ísland
stæði við gerða samninga svo
sem frekast er kostur, en þess
er þó að geta að stuðningsflokk-
ar ríkisstjórnarinnar hafa nú
samþykkt 2—3% jöfnunargjald
á innflutta samkeppnisvöru iðn-
aðarins og er þess að vænta
að stjórnarfrumvarp þar um
verði bráðlega lagt fram á Al-
þingi.
Á hinn bóginn var Banda-
rikjamarkaðurinn fyrir frystan
fisk sterkur á síðasta ári og ekk-
ert hefur enn komið fram, sem
bendir til annars á þessu ári.
Fiskimjöls- og lýsismarkaðir
réttust við eftir verðhrap í
fyrrasumar, en sem fyrr eru
horfurnar þar ótryggar.
Yfir öllum spám um milli-
ríkjaverzlun á næstunni vofir
sérstök óvissa vegna tilhneig-
ingar til ýmiss konar verndar-
stefnu í ýmsum löndum, senr
auðvitað hafa ekki síður alvar-
legar afleiðingar fyrir okkur en
aðrar þjóðir og eru þá auk
styrkjanna til iðnaðarins nær-
tækt dæmi í styrkjum Norð-
manna til síns sjávarútvegs,
sem auðvitað gætir í samkeppni
okkar við Norðmenn á sviði
skreiðar- og saltfisksölu.
Með þessum fyrirvörum
reiknar Þjóðhagsstofnun þó
með 7—8% hækkun útflutn-
ingsverðs í erlendri mynt. í
skýrslu verðbólgunefndarinnar
segir að talið sé að útflutnings-
framleiðslan hafi vaxið um 13
til 15% á síðasta ári, bæði
vegna aukins loðnuafla og
þorskafla. Á þessu ári er gert
ráð fyrir því, að útflutnings-
framleiðslan aukizt um nálægt
3%, fyrst og fremst vegna auk-
innar sjávarafurðaframleiðslu,
en einnig vegna meiri fram-
leiðslu á iðnaðarvörum til út-
flutnings, annarra en áls og kís-
ilgúrs. Þjóðhagsstofnun reiknar
með því að álframleiðslan í ár
verði jafnmikil og 1977, eða um
72 þúsund tonn, en Kísilgúr-
Ekkert hefur komið fram sem
bendir til þess að markaður
í Bandaríkjunum fyrir íslenzk-
ar sjávarafurðir verði ekki
jafn sterkur og í fyrra.
framleiðslan er næsta ótrygg
vegna þess tjóns, sem Kísiliðj-
an varð fyrir af völdum nátt-
úruhamfaranna í Mývatnssveit.
Markaðurinn fyrir kísilgúr er
hins vegar mjög góður um þess-
ar mundir.
Á árinu 1977 varð talsverð
aukning á sjávarafurðabirgð-
um, aðallega vegna erfiðleik-
anna í Nígeríu, mun meiri fram-
leiðslu loðnuafurða og saltsíldar
á síðustu mánuðum ársins en á
sama tima 1976 og einnig vegna
þess, að afskipanir á frystiaf-
urðum drógust fram yfir ára-
mót. Af þessum sökum jókst
vöruútflutningur mun minna en
framleiðslan, eða um 4—6%
samanborið við 13—15% fram-
leiðsluaukningu, eins og áður
segir. Sé gert ráð fyrir því, að
birgðahald verði svipað í lok
þessa árs og um síðustu ára-
mót segir í skýrslu verðbólgu-
nefndarinnar að útflutnings-
aukningin á þessu ári verði 9
til 10%. Telja má þó líklegra að
birgðir minnki fremur á árinu
en hitt og yrði útflutningsaukn-
ingin þá þeim mun meiri.
FV 2 1978
13