Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.02.1978, Qupperneq 15
á honum. Perlan hf. á Akra- nesi mun hins vegar annast |)cnslu perlusteins, þá væntan- lega helzt fyrir innanlands- markað og fyrirtækin Presta- hnúkur hf. í Borgarnesi og Yl- fell í Hveragerði hafa verið stofnuð til að kaupa þaninn perlustein af Prest'ahnúk hf. til framleiðslu á þilplötum og ein- angrun. Perlusteinsvinnslan, en þrjú síðastnefndu fyrirtækin eiga að- ild að henni auk sveitarfélaga í Borgarfirði, mun sækja um réttindi til ríkisins til að nema perlustein úr Prestahnúk. Að- standendur Perlusteinsvinnsl- unnar telja ríkið vera ótvíræð- an eiganda námuréttinda í Prestahnúk, en nokkrir aðilar í Borgarfirði hafa þó haldið því fram að hnúkurinn tilheyrði jörðum þar. Hins vegar munu Árnesingar hafa gert tilkall til hnúksins. Ótvírætt er þó að á sinum tíma leigði ríkið Perlit hf,- námuréttindi í Prestahnúk til 10 ára og var þá engum and- mælum hreyft. Á SAMA STIGI OG KÍSILIÐJAN FORÐUM En hverjir eru þá tæknileg- ir og hagfræðilegir möguleikar á að vinna perlustein og gera úr honum góða söluvöru. Ótví- ræðir, segja sumir þeirra sem að málinu hafa unnið. „Perlusteinsvinnsla er nú komin á svipað stig og Kísil- iðjan var á þegar Baldur Lín- dal hafði sýnt fram á að hægt var að vinna verðmætar afurð- ir úr leðjunni á botni Mývatns“, sagði einn forsvarsmaður Perlu- steinsvinnslunnar. Tveir meginmöguleikar eru fyrir hendi varðandi vinnslu perlusteins hérlendis. f fyrsta lagi þurrkun og flokkun í þrjá flokka eftir stærð. Og gæti orð- ið um að ræða verulega fram- leiðslu á þessu sviði, aðallega til útflutnings. f öðru lagi frek- ari vinnsla, þ.e. þensla, sem yrði eingöngu fyrir innanlands- markað. GÓÐAR MARKAÐSHORFUR Útflutningur þanins perlu- steins gæti ekki orðið hag- kvæmur þar sem rúmmál steinsins rúmlega tuttugufald- ast við þenslu, sem gerir flutn- inga mjög kostnaðarsama. Hins vegar virðast vera góðar mark- aðshorfur fyrir þurrkaðan og flokkaðan perlustein. Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins hefur kannað markaðinn lítillega og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Nokkur erlend fyrirtæki eins cg Granges í Svíþjóð, Norsem í Noregi og Aalborg Portland í Danmörku hafa sýnt mikinn á- huga á viðskiptum og jafnvel hugsanlegri þátttöku í bygg- ingu stórrar verksmiðju. Granges hefur þegar pantað 50 tonna farm af þurrkuðum og flokkuðum perlusteini, sem til er hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Þar hefur þó það vandamál komið upp að starfs- menn neita að vinna við flokk- un perlusteins vegna rykmynd- unar. HAGKVÆMUR FLUTNINGS- MÖGULEIKI Það sem gerir útflutning á miklu magni af þurrkuðum og flokkuðum perlusteini sérstak- lega heillandi möguleika í aug- um framkvæmdamanna og á- hugamanna um vinnsluna, er sú flutningsgeta, sem skapast af rekstri járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga. Þangað er áætlað að flytja um 200.000 lestir af hráefni frá Noregi ár- lega, en skipin, sem stunda þá flutninga hafa ekki öruggan farm til baka. Með þeim væri því hægt að fá hagkvæman flutning til Skandinavíu. 200.000 TONNA VERKSMIÐJA Varðandi innanlandsmarkað hafa menn helzt þær hugmynd- ir að reisa til að byrja með flokkunarverksmiðju, sem gæti afkastað 5—10.000 tonnum á ári. Slík verksmiðja yrði fyr- irtæki upp í 1—200 milljónir króna. Hugsanleg staðsetning gæti verið í Hvalfirði, á Akra- nesi, i Borgarnesi eða þá í Hálsasveit. Þrír fyrst nefndu staðirnir yrðu þó erfiðari við- fangs, því þá myndi aðeins sum- artíminn nýtast til flutninga að verksmiðjunni. Flutningar til verksmiðju í Hálsasveit yrðu ódýrari þar sem 15—20% efn- ismagn fellur burt við flokkun. Flutningar til hennar gætu líka farið fram allt árið. En perlusteinsmagn í Presta- hnúk er talið vera allt að því ótæmandi og því eru möguleik- arnir miklu meiri en ofan- greindar hugmyndir fela í sér. Er talið að góðir möguleikar séu á að stefna að allt að 200.000 tonna verksmiðju, sem ynni fyrst og fremst hráefni til útflutnings. Slík verksmiðja yrði þá staðsett í Hvalfirði og yrði perlusteininum dælt þangað í rörum frá Presta- hnúki. Er nú verið að gera til- raunir með sérfóðraðar pípur í þessu skyni í Svíþjóð. Slík verksmiðja yrði væntanlega eign Perlusteinsvinnslunnar hf. en Konráð Andrésson í Borgar- nesi er stjórnarformaður henn- ar. MÁLIÐ AÐ KOMAST Á FRAMKVÆMDASTIG Flest bendir til þess að brátt fari að draga til tíðinda við Prestahnúk. Iðnþróunarstofnun hefur sýnt fram á með tilraun- um sínum, að perlusteinninn úr Prestahnúk' stenst þær tækni- legu kröfur, sem gerðar eru til hans sem byggingarefnis. Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins hef- ur fengið jákvæð viðbrögð af erlendum mörkuðum og Iðnað- arráðuneytið hefur skipað Pét- ur Pétursson, framkvæmda- stjóra Norðurstjörnunnar til að vera sér til ráðuneytis um við- skiptaleg atriði. Málið virðist því óðum að vera að nálgast það stig að framkvæmdamenn taki til óspilltra málanna. FV 2 1978 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.