Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 16

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 16
Tollvörugeymsla Suöurnesja: Hagkvæmni tollvörugeymslu að verða Ijós Tollvörugeymsla Suðurnesja hf. hefur nú slarfað á annað ár. Fremur hægt hefur gengið að fylla rými Tollvörugeymslunn- ar fram að þessu, en nú virðist svo sem innflytjendum á Suð- urnesjum sé að verða Ijóst að ákveðin hagkvæmni felst í notkun Tollvörugeymslu. Nokkrir innflytjendur í Reykja- vík hafa tekið pláss á leigu suðurfrá, dekkjainnflytjendur, teppainnflytjendur og málm- iðnaðarfyrirtæki. Upphaflega var áætlað að það tæki 3 ár að koma fyrir- tækinu á rekspöl, svo enn er ekki séð hvort sú áætlun hafi verið rétt. Enn er eftir talsvert pláss á jarðhæðinni og efri hæð hússins stendur enn til boða innflytjendum, sem hafa hug á að spara peninga. Hagræði af notkun tollvöru- geymslu getur verið mikið, þótt það fari í sumum tilvikum eft- ir því 'hve erlendi vörusalinn hefur mikinn á'huga á að selja hérlendis. Ýmist er að erlendir aðilar eigi vöruna og taki á- kveðna vexti af því fjármagni sem í henni er bundið, eða þeir sleppa vöxtunum. Það gefur auga leið að fyrir innflytjanda getur geymsla í tollvöru- geymslu þýtt, að hann getur leyst út vöru og selt hana sam- dægurs. Við það sparast bæði fjármagnskostnaður vegna kaupverðs og tolla, vörugjalds og ekki minnst vegna birgða- halds. Tollvörugeymsla Suðurnesja hf. er eign 40 einstaklinga og fyrirtækja. Geymslurýmið inn- an ihúss er á 1200 fermetra fleti og er af því rými um 1100 fer- metrar upphitaðir. Geymslu- svæði utanhúss og innan girð- ingar er um 6000 fermetrar. í Tollvörugeymslu Suður- nesja er heimilt að hafa ótoll- afgreiddar vörur 1 allt að 3 ár og einnig ógreiddar, ef sam- komulag er um það á milli kaupanda og seljanda. Stjórn Tollvörugeymslunn- ar skipa, Jón H. Jónsson for- maður, Gunnar Sveinsson, Ás- geir Einarsson, ^Huxley Ólafs- son og Jakob Árnasom. Fram- kvæmdastjóri er Guðmundur Guðmundsson. Verzlunarráðið: Mý fram- kvæmda- stjórn kjörin Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Verzlunarráðs íslands var kjörin framkvæmdastjórn ráðsins til næstu tveggja ára. Framkvæmdastjórnin er þann- ig skipuð: Hjalti Geir Kristjánsson, form. Ragnar Halldórsson, varaform. Jóhann J. Olafsson Hörður Sigurgestsson Ólafur B. Ólafsson. A sama fundi var einnig kjörið í skólanefnd Verzlunar- skólans. Eftirtaldir menn hlutu- kosningu: Sigurður Gunnarsson, form. Hilmar Fenger Víglundur Þorsteinsson Óttar Októsson, skv. ósk V.R. Grétar Áss Sigurðsson tiln. af menntamálaráðuneytinu. VERKEFNIN FR\MUNDAN Eitt af fyrstu verkum nýkjör- innar stjórnar verður að ganga frá greinargerð með stefnu Verzlunarráðsins í efnahags- og atvinnumálum, sem lögð var fram á aðalfundi ráðsins. Þeir sem áhuga hafa á því máli ættu að koma athugasemdum á framfæri við stjórnarmenn eða skrifstofu ráðsins. Búizt er við, að frumvarp um tekju- og eignarskatt, svo og stjórnarfrumvarp um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti verði lagt fram á Alþingi rétt fyrir eða eftir páska. Á undanförnum ár- um hefur Verzlunarráð unnið mikið starf í þessum málum. sem kemur að góðum notum nú. Á næstu vikum mun skrifstofa Verzlunarráðsins sinna þessum málum sérstaklega og er undir- búningur að umfjöllun um þessa málaflokka þegar hafinn. 16 FV 2 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.