Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 19

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 19
Svíþjód Skrítið fráhvarf frá sósíalisma Stjórn borgaraflokkanna notar sömu úrræði og jafn- aftarmenn til að glíma við aðsteðjandi vanda Fyrsta borgaralega ríkisstjórnin, sem verið hefur við völd í Sví- þjóð í 44 ár virðist ekki ætla að verða mjög frábrugðin jafnaðar- mannastjórnumum, sem á undan henni sátu. Eftir 17 mánaða stjórn borgaraflokkanna, sem talin var hneigjast ta.lsvert til hægristefnu, hafa útgjöld hins opinbera og lántökur farið fram úr því sem gerðist á valdatíma jafnaðarmanna. Það er samdóma álit manna í viðskiptalífinu, bankastarf- semi, verkalýðsforystunni og stjórnarerindrekstri að núver- andi ríkisstjom í Svíþjóð leggi jafnvel enn meiri áherzlu á fulla atvinnu í landinu en jafn- aðarmannastjórnin. Stjórnin útdeilir peningum án afláts til atvinnufyrirtækja, sem vilja halda fólki á launaskrá. Mikl- um fjármunum er eytt í trygg- ingar og félagsmálastarfsemi, sem hinir íhaldssamari héldu að úr yrði dregið. Beinir tekju- skattar 'hafa aldrei verið hærri. i Að auki hefur hvergi verið vik- ið frá, svo merkjanlegt sé, þeirri stefnu jafnaðarmanna að kjarnorkuvæða Sviþjóð til orkuframleiðslu og treysta minna á innflutta oliu. § Vanefndir Thorbjörn Fálldin, forsætisráð- herra, og leiðtogi Miðflokksins, sem er sterkasta afl samsteypu- stjórnar borgaraflokkanna, hef- ur ekki verið fær um að fyigja eftir yfirlýsingum sínum um að kjarnorkuvæðinigin skyldi stöðvuð, og ef hann reynir það, mun grundvellinum kippt und- an stjórnarsamstarfinu. Ástæðan: Margir iðnrekend- ur, sem studdu frjálslynda og hægri menn, en floktkar þeirra eru nú í stjórn með Miðflokkn- um, eru andvígir því að hætt sé við áform um þróun kjarn- orkuvera. Þeir vilja láta nýta eigin úraníumforða Svía og margir líta björtum augum til ábatasamrar framtíðar, sem byggist m.a. á útflutningi tækniþekkingar á sviði kjam- orkuframleiðslu. Svíþjóð þarf á að halda öllum útflutningi og öðrum efna'hagslegum hvata, sem hún getur fengið. Á sama tíma og önnur lönd eru að ná sér á strik eftir kreppuna vegna Sænskir verkamenn eru með þeim bezt launuðu í lieimi. Með styrkjum hins opinbera til atvinnurekstursins er hægt að halda fullri atvinnu.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.